Gæðingalist

1. febrúar 2023

Á landsþingi Landssambands Hestamannafélaga í nóvember 2022 var stjórn sambandsins falið að efna til kosningar um nafn til framtíðar á keppnisgrein sem gengið hefur undir vinnuheitinu Gæðingafimi LH.

Almenningi var boðið upp á að senda inn tillögur að nöfnum á greinina og starfsnefnd á vegum stjórnar valdi fjögur nöfn úr þeim tillögum sem svo var kosið um.

Margar tillögur bárust sambandinu en nöfnin sem valin voru í kosninguna sjálfa voru Gæðingalist, Samspil, Hestalist og Gæðingaflæði.
Þessi nöfn fóru í gegnum síu nefndarinnar bæði sem vinsælar tillögur, þar sem þau bárust úr nokkrum mismunandi áttum og þóttu gefa mynd af greininni á einn eða annann hátt.

Það nafn sem sigraði kosninguna með töluverðum yfirburðum var Gæðingalist.

Landssamband Hestamannafélaga þakkar öllum þeim sem sendu tillögur og öllum sem tóku þátt í kosningunni um nýtt nafn á Gæðingalist.

Nú er Gæðingalist orðin keppnisgrein undir regluverki LH líkt og hver önnur keppnisgrein og ljóst að keppni í Gæðingalist er að fara vel af stað. 
Nú þegar hafa Hestamannafélögin Hörður í Mosfellsbæ og Sprettur Kópavogi auglýst mót hjá sér í þessari áhugaverðu og skemmtilegu grein, Hörður þann 18 .febrúar og Sprettur þann 26. febrúar auk þess sem keppt er í fiminni í fjölda deilda um land allt.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira