Gleðilegt Landsmót

30. júní 2024

Landssamband hestamannafélaga óskar öllum keppendum og sýnendum á Landsmóti hestamanna 2024 góðs gengis og vill um leið minna keppendur á að sýna íþróttamannslega framkomu í hvívetna og koma fram af virðingu gagnvart öðrum keppendum, starfsfólki, sjálfboðaliðum og gestum en ekki síst hestinum okkar sem þetta allt snýst um.

Keppendum í hestaíþróttum er óheimilt að vera undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna og gilda lyfjareglur Lyfjaeftirlits Íslands og Alþjóðlegar lyfjareglur. Tilgangur lyfjareglnanna er að vernda grundvallarrétt íþróttamanna til að taka þátt í lyfjalausum íþróttum og stuðla þannig að heilbrigði, sanngirni og jafnrétti fyrir íþróttamenn um allan heim.

Einnig gilda um alla keppni í hestaíþróttum lyfjareglur FEIF og FEI (Federation Equestre Internationale) um lyfjanotkun hesta.

Keppendur í öllum flokkum geta átt von á að þeir og/eða hestar þeirra geti verið kallaðir í lyfjapróf hvenær sem er á meðan á Landsmóti stendur.

Gangi ykkur öllum vel og gleðilegt Landsmót.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira