Íslandsmet í 150m skeiði staðfest

1. júlí 2024

Stjórn Landssambands hestamannafélaga hefur samþykkt Íslandsmet Konráðs Vals Sveinssonar og Kjarks frá Árbæjarhjáleigu II í 150m. skeiði á tímanum 13,62 sek . Hlaupið fór fram á Reykjavíkurmóti þann 12. júní sl. 

Meiri hluti keppninefndar hafði áður fjallað um málið og mælt með að stjórn LH staðfesti metið.

Aðstæður þegar hlaupið fór fram teljast uppfylla kröfur sem gerðar eru í reglum LH og FEIF til að met geti talist gilt.

Keppnisnefnd óskaði eftir túlkun veðurfræðings á gögnum frá Veðurstofu. Meðvindur mældist á mæli við skeiðbraut 3,28 m/sek og meðalmeðvindur mældist 3,83m/sek á vindmæli Veðurstofu Íslands í Víðidal og telst það innan leyfilegra marka um meðvind sem er 5,4m/sek. skv. reglum LH og FEIF.

Gildandi Íslandsmet var 13,74 sek. en það settu Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli árið 2014.

Konráð Valur og Kjarkur eru eitt sigursælasta par sögunnar en þess má geta að þeir eiga einnig Íslandsmet í 250m skeiði, 21,15 sek., sem sett var á Landsmóti í Reykjavík 2018.

Stjórn Landssamband hestamannafélaga óskar Konráði Vali Sveinssyni til hamingju með Íslandsmetið.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira