Fyrsti dagur landsmóts

2. júlí 2024

Þá er fyrsti dagur landsmóts 2024 að kvöldi kominn. Dagurinn byrjaði snemma en fyrstu hross voru komin í braut klukkan 8:00. Dagurinn byrjaði strax af krafti bæði á kynbótabrautinni en ekki síst í barnaflokki þar sem hver glæsi sýningin rak aðra í sérstakri forkeppni. Áhorfendur létu ekki morgungjóluna í Víðidalnum trufla sig og sátu í brekkunni og hvöttu yngstu keppendurna til dáða. Keppendurnir voru allir íþróttinni til mikils sóma og ljóst að fyrir marga var langþráður draumur að rætast.

Efst eftir forkeppnina voru þau Elimar Elvarsson og Salka frá Hólateigi með 8,98 í einkunn og rétt á eftir þeim þau Viktoría Hulda Hannesdóttir á Þin frá Enni með 8,97 í einkunn. Heldur betur glæsilegur árangur hjá þeim.

Næst tók við sérstök forkeppni í B flokki gæðinga og eins og við var að búast var lítið sem skildi að efstu hesta en á toppnum eftir daginn trónir Jakob Svavar og Kór frá Skálakoti með 8,89 í einkunn.

Í sérstakri forkeppni ungmenna var einnig mjótt á munum milli fyrsta og annars sætis. En það eru þeir Matthías Sigurðsson og Tumi frá Jarðbrú sem leið með einkunnina 8,91 en Védís Hulda Sigurðardóttir og Ísak frá Þjóðólfshaga eru rétt á eftir þeim með 8,90.

Deginum lauk svo á keppni í Gæðingaskeiði og þar fór fyrsti bikar mótsins á loft þegar Hinrik Bragason og Trú frá Árbakka sigruðu með 8,75 í einkunn. Gæðingaskeið er aukagrein á landsmóti en það er greinilegt áhorfendur taka vel í það og þrátt fyrir að vel væri á liðið á fyrsta dag landsmóts var margt um manninn í brekkunni og stemmning góð. Klárlega spennandi landsmót framundan! Á instagram reikningnum @lhhestar birtast svipmyndir af mótinu við hvetjum alla til að fylgja okkur þar.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira