Gull, silfur og brons í höfn

13. ágúst 2022

Eysteinn Kristinsson og Laukur frá Varmalæk eru Norðurlandameistarar í gæðingakeppni ungmennaflokki, þeir sigruðu örugglega með 8,64 í einkunn og fyrsta gullið í höfn, til hamingju Eysteinn! Védís Huld Sigurðardóttir og Riddari frá Hofi enduðu í 6. sæti með einkunnina 8,37.

Matthías Sigurðsson nældi í silfurverðlaun í fjórgangi ungmenna í morgun á Roða frá Garði með 6,77. Roði var ríkjandi Norðurlandameistari en þá með öðrum knapa, Arnóri Dan Kristinssyni sem nú keppir fyrir Finnland. Hákon Dan Ólafsson og Viktor frá Reykjavík enduðu í þriðja til fimmta sæti með 6,60. Norðurlandameistari ungmenna í fjórgangi er sænski knapinn Beatrice von Bodungen Thelin á hestinum Herði frá Varmadal með 6,80

Matthías Sigurðsson og Caruzo frá Torfunesi lönduðu þriðja sætinu í gæðingakeppni unglingaflokki á Norðurlandamótinu í dag. Þeir hlutu einkunnina 8,46 og brons í höfn. Guðmar Hólm Líndal og Konráð frá Navåsen enduðu í 5. Sæti með 8,45. Norðurlandameistari unglinga í gæðingakeppni er Lowa Walfridsson og Seifur frá Skälleryd frá Svíþjóð.

A-úrslit í fimmgangi ungmenna á Norðurlandamótinu fóru fram í morgun og áttu Íslendingar tvo knapa þar. Norðurlandameistari í fimmgangi ungmenna er sænski knapinn Ebba Johannesen á Prins frá Blönduósi með einkunnina 6,50. Glódís Rún Sigurðardóttir og Glaumur frá Geirmundarstöðum enduðu í fimmta sæti með 6,33. Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Hetja frá Árbæ enduðu í 7. sæti með 5,81.

Sigurður Vignir Matthíasson og Blikar frá Fossi riðu b-úrslit í a-flokki gæðinga og urðu í 11. sæti þegar upp var staðið en Jenny Göranson og Karri frá Gauksmýri riðu sig upp í a-úrslit.

Af öðrum úrslitum á Norðurlandamóti í dag er helst að í fjórgangi unglinga varð Palma Sandlau Jakobsen Norðurlandameistari á Sjóla von Teland en hún keppir fyrir Danmörku og í fimmgangi unglinga uðu Tekla Peterson og Vatnadis frá Noastallet frá Svíþjóð Norðurlandameistarar.

Christina Lund og Lukku-Blesi frá Selfossi riðu sig upp í a-úrslit í slaktaumatöli og í tölti T1 var það Iben Katrine Andersen á Gideon frá Tömmerby Kær sem riðu sig upp í a-úrslit.

Dagurinn endaði svo á 250m. skeiðkappreiðum en í ungmennaflokki var það Gerda-Eerika Viinanen og Svala frá Minni-Borg sem báru sigur úr býtum en þær keppa fyrir Finnland, og í fullorðinsflokki var það sænski knapinn Filippa Hellten og Óðinn frá Inchree sem hrepptu gullið.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira