Samantekt frá föstudegi á Norðurlandamóti

12. ágúst 2022

Dagurinn byrjaði hjá okkar fólki á b-úrslitum í tölti T1 ungmennaflokki. Þar átti sæti Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir og Heiður frá Boange, enduðu þau í 8. sæti með einkunnina 6,33. Þá tóku við B-úrslit í fimmgangi fullorðinna, þar var efstur inn í úrslit Sigurður Vignir Matthíasson og Starkar frá Egilsstaðakoti og enduðu þeir í 8. sæti með einkunnina 6,40. Næst voru það Guðmar Hólm Líndal og Kjarkur frá Lækjamóti II sem kepptu í b-úrslitum í fjórgangi ungmenna og enduðu þeir í 8. sæti með einkunnina 6,37. Þá tóku við b-úrslit í gæðingakeppni í ungmennaflokki og þar kepptu Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Glóð frá Háholti sem enduðu í 10. sæti með 8,26 í einkunn.

Fyrstu A-úrslitin hjá okkar fólki voru í slaktaumatölti ungmennaflokki, en þrír íslenskir knapar áttu sæti þar og röðuðu þau sér í þriðja, fjórða og fimmta sæti í úrslitunum.

Eva Kærnested og Garri frá Fitjum enduðu í 3. sæti með einkunnina 6,46, til hamingju með bronsið Eva! Védís Huld Sigurðardóttir og Stimpill frá Varmadal urðu í 4. sæti með einkunnina 6,21. Guðmar Hólm Líndal og Kjarkur frá Lækjamóti II  urðu í 5. sæti með einkunnina 5,58

Catharina Smidth og Nökkvi frá Ryethöj eru Norðurlandameistarar í T2 ungmennaflokki, en þau áttu frábæra sýningu og hlutu í einkunni 7,50.

Frábær árangur hjá okkar knöpum, til hamingju!

 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira