Samantekt frá fimmtudegi á Norðurlandamóti

11. ágúst 2022

Í dag hófst keppni á Norðurlandamótinu á forkeppni í tölti og slaktaumatölti í flokki fullorðinna.

Í tölti T1 leiðir Frederikke Stougård á Austra frá Úlfsstöðum en þau keppa fyrir Danmörku. Okkar maður Jakob Svavar Sigurðsson og Hálfmáni frá Steinsholti tryggðu sér sæti í A-úrslitum og eru í fimmta sæti eftir forkeppnina.

Í slaktaumatölti er Julie Louise Christiansen og Felix frá Blesastöðum 1A efst eftir forkeppni en Íslendingar áttu engan keppanda í þeirri grein.

B-úrslit í slaktaumatölti í ungmennaflokki fóru fram í dag en þrír íslenskir knapar áttu sæti þar. Fóru þau þannig að Kristófer Darri Sigurðsson endaði í 7. sæti á Val frá Heggstöðum, Selma Leifsdóttir og Fjalar frá Selfossi í 9. Sæti og Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Hetja frá Árbæ í 11. Sæti. Óskum við þessum efnilegu knöpum til hamingju með árangurinn.

Dagurinn endaði á forkeppni í gæðingakeppni. Í unglingaflokki er Matthías Sigurðsson í 4. sæti á Caruzo frá Torfunesi og Guðmar Hólm Íslólfsson Líndal í 5. sæti eftir forkeppni og munu þeir ríða a-úrslit á laugardag.

Í ungmennaflokki er Eysteinn Kristinsson og Laukur frá Varmalæk efstur eftir forkeppni með 8,54 í einkunn, Védís Huld Sigurðardóttir og Riddari frá Hofi er í 6. sæti og tryggðu sér sæti í a-úrslitum. Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Glóð frá Háholti er í 10. Sæti og tekur þátt í b-úrslitum.

Í b-flokki fullorðinna er Sigurður Óli Kristinsson efstur eftir forkeppni á Freistingu frá Háholti en hann keppir fyrir Danmörku. Hanna Rún Ingibergsdóttir og Leistur frá Toftinge er sjötta eftir forkeppnina en hún er eini íslenski keppandinn í b-flokki.

Deginum lauk með forkeppni í a-flokki en Sigurður Óli Kristinsson leiðir einnig þar á hestinum Laxnes frá Ekru. Íslenski knapinn James Bóas Faulkner átti góðan dag en hann keppti á tveimur hestum og reið þeim báðum í a-úrslit, Leikur frá Lækjamóti II er í 6. Sæti og Eldjárn frá Skipaskaga er í 7. Sæti eftir forkeppni. Sigurður Vignir Matthíasson og Blikar frá Fossi eru í 12. sæti og b-úrslitum en Hanna Rún Ingibergsdóttir og Frami frá Arnarholl lentu í erfiðleikum á skeiði og enduðu í 17. sæti.

Að lokinni keppni í dag var haldin veisla á vegum mótsins þar sem landslið allra landa hittust og gerðu sér glaðan dag.

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira