Miðvikudagur á Norðurlandamóti

10. ágúst 2022

Í dag fór fram forkeppni í fjórgangi í öllum flokkum mótsins og gæðingaskeið.

Veðrið leikur enn við mótsgesti á Álandseyjum og það er nokkuð að fjölga á mótssvæðinu frá því í gær á fyrsta degi mótsins.

Aðstaða á svæðinu er svona nokkuð frá því sem keppnisknapar á Íslandi eiga að venjast, og vellirnir þykja dálítið þungir viðureignar, en þó má sjá virkilega góðar sýningar inn á milli.

Að sögn Kristins Skúlasonar formanns landsliðsnefndar sem fer fyrir íslenska hópnum á mótinu eru aðstæður á svæðinu í heild mjög góðar hjá Finnunum og í raun kjörið fyrir slíkt mót. “Kappreiðabrautin heldur vel utan um svæðið, tveir upphitunarvellir og aðalvöllurinn verður mjög skemmtilegur með tímanum, en hins vegar er töluvert vandamál með að halda festu í vellinum á annari skammhliðinni sérstaklega sem ræður illa við álagið. En Finnarnir valta völlinn alltaf eftir 7 hesta í einu til þess að allir hestar njóti jafnræðis, og allt reynt eftir bestu get util þess að láta hlutina ganga upp. Ef vallaraðstæður væru eins og best verður á kosið værum við vissulega að sjá eitthvað hærra skor, en mótshaldarar gera sitt besta og njóta stuðnings allra þátttökuþjóða í því verki. “

“Það er mjög góð stemming hjá öllum keppendum og stúkan svíkur engan. Áfram Ísland!” bætir hann við.

Eins og staðan er nú þegar þessi orð eru skrifuð eru Danir í góðri stöðu í fullorðinsflokkum, með efsta hest í fimmgangi og fjórgangi, og sænska liðið sterkt í yngri flokkum þar sem þegar eru fyrstu Norðurlandameistartitlar í höfn.

Fjórgangurinn var virkilega sterkur og Danir gerðu frábæra hluti í fullorðinsflokknum og eiga þrjá efstu knapa eftir forkeppnina. Dennis Hedebo Johansen er efstur Muna fra Bendstrup með 7,80. Trine Risvang og Hraunar frá Hrosshaga eru í öðru sæti með einkunina 7,67  og Frederikke Stougård í því þriðja ásamt Kristjáni Magnússyni sem keppir fyrir hönd Svíþjóðar með 7,60.

Jakob Svavar Sigurðsson og Hálfmáni frá Steinsholti voru fulltrúar Íslands í fjórgangi, en þeir félagar lentu í utanaðkomandi truflun á greiðu tölti eftir ljómandi byrjun á sinni sýningu og hættu keppni.

Þeir fá að endurtaka sýningu sína að lokinni verðlaunaafhendingu í gæðingaskeiði síðar í dag, og því ekki öll kurl komin til grafar í fjórgangi enn.

Í fjórgangi ungmenna gekk íslenska liðinu vel og þeir Hákon Dan Ólafsson og Matthías Sigurðsson eru jafnir í 2.-3. Sæti eftir forkeppni með 6,63 í einkunn.

Guðmar Hólm Ísólfsson komst einnig í B-úrslit í fjórgangi.

Embla Lind Ragnarsdóttir á Smið från Slätterne er í þriðja sæti í fjórgangi unglinga.

Dagurinn endaði svo á keppni í gæðingaskeiði þar sem Hulda María Sveinbjörnsdóttir á Hetju frá Árbæ enduðu í 4. Sætinu og Hekla Rán Hannesdóttir á Filki frá Oddstöðum I í því 5.

Í gæðingaskeiði fullorðinna keppti Sigurður Matthíasson fyrir okkar hönd og hann gerði góðan seinni sprett eftir hnökra í niðurhægingu í þeim fyrri. Hann endaði því í 7. sæti.  En það var Daníel Ingi Smárason sem keppir fyrir hönd Svíþjóðar sem sigraði gæðingaskeiðið með 8,21 í einkunn. 

Það má segja að dagurinn hafi þróast vel fyrir íslenska liðið í hringvallagreinum, en þó var leitt fyrir okkar hönd að Jakob og Hálfmáni hafi ekki klárað sína sýningu, en það stendur vonandi til bóta í skrifandi stund.

Við spyrjum að leikslokum.

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira