Gullmerkjahafar LH á Landsþingi 2022

9. nóvember 2022

Á hverju Landsþingi heiðrar LH nokkra félagsmenn sína sem skilað hafa miklu til starfa hestamannafélaganna í landinu. Að þessu sinni voru átta félagar heiðraðir.

Gunnar Sturluson:
Gunnar Sturluson var stjórnarmaður og varaformaður Landssambands hestamannafélaga á árunum 2008-2012. Áður var hann formaður öryggisnefndar LH frá 2007-2008. Hann var formaður Snæfellings frá 2007-2012. Árin 2009-2013 var hann formaður framkvæmdanefndar Fjórðungsmóts Vesturlands. Hann var kjörinn í stjórn FEIF árið 2011, og var varaforseti FEIF 2011-2014. Gunnar var kjörinn forseti FEIF árið 2014 en hann mun láta af embætti sem forseti í febrúar næstkomandi eftir 9 ár sem forseti.

Haraldur Þórarinsson:
Haraldur Þórarinsson var formaður Hestaíþróttafélagsins Sleipnis frá 1991 til 1995. Haraldur var formaður LH frá 2006 til 2014 eða um 12 ára skeið. Hann var varaformaður LH frá 1998 til 2006 og í varastjórn LH frá 1995 til 1998. Einnig var hann formaður LM ehf. frá 2008-2014. Hann var einnig formaður Landsmóts ehf frá 2008-2014. Á þessum árum vann hann ásamt öðru fólki að því að sameina Landssamband Hestamanna og Hestaíþróttasambandið undir merkjum ÍSÍ. Hann vann að stofnun Landsmót ehf, eflingu menntunar tengdri íslenska hestinum og að tryggja hana innan íslenska menntakerfisins. Hann lagði sitt að mörkum til að standa vörð um rétt hestamanna til að ferðast um landið, efla umgjörð Íslenska landsliðsins í hestaíþróttum, koma afrekshóp LH af stað, þróa kerfið “Klár í keppni “, skilgreina gangtegundir íslenska hestsins og þróun tölvukerfa í kringum keppni, kynna TRECK keppnina, þróa og efla starf innan FEIF og starf á milli Norðurlandanna til að reyna að tryggja forustu Íslands í málefnum tengda hestinum okkar.

Hjörtur Bergstað:
Fyrstu störf Hjartar í félagsmálum fyrir hestamenn voru árið 1985 á Landsmóti í Reykjavík. Hann var einnig í undirbúningsnefnd fyrir Landsmót 2000 og Landsmót 2018. Hann tók sæti í stjórn Fáks 1991 og einnig í stjórn íþróttadeildar Fáks. Hann varð varaformaður Fáks 1992 og var svo kosinn formaður Fáks 2013 og hefur verið það síðan. Hjörtur vakti veðreiðarnar upp á nýjan leik árið 1996 og kom þeim í beinar útsendingar í sjónvarpi. Hann sat í stjórn Meistaradeildar og kom því til leiðar að RUV hóf beinar útsendingar frá deildinni. Fyrsta verk hans sem formanns Fáks var að koma á fót félagshúsi fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku.

Hulda G. Geirsdóttir:
Hulda hefur starfað að félagsmálum hestamanna frá 14 ára aldri þegar hún tók sæti í stjórn Mána. Síðan þá hefur hún setið í ótal nefndum sem snúa að flestum hliðum hestamennskunnar, mótahaldi, æskulýðsstarfi, útbreiðslu – og kynningarstarfi, alþjóðlegu samstarfi og mörgu fleiru. Hún hefur einnig starfað sem dómari í hestaíþróttum í áratugi og bæði setið í stjórn dómarafélagsins hér heima og í íþróttadómaranefnd FEIF. Þá hefur hún sinnt þularstörfum á alls kyns sýningum og mótum víðs vegar um heim. Einnig hefur Hulda lagt mikla áherslu á aukna umfjöllun um hestaíþróttir í fjölmiðlum og komið að slíkri vinnu, bæði í gengum prent og ljósvakamiðla. Auk sjálfboðastarfa fyrir hestamennskuna hefur Hulda líka starfað fyrir flest þau stóru samtök sem að greininni koma, m.a. LH, Félag hrossabænda, Félag tamningamanna og Landsmót.

Jóna Dís Bragadóttir:
Jóna Dís hefur verð virk í þeim hestamannafélögum sem hún heftur verið í og má þar nefna sérstaklega hestamannafélagið Hörð og Fák. Jóna Dís sat í mörg ár í keppnisnefnd Hestamannafélagsins Harðar. Hún var kjörinn formaður Harðar árið 2012 og gegndi því starfi í fjögur ár. Árið 2014 var Jóna Dís kjörin í stjórn Landssambands Hestamannafélaga, varð varaformaður í kjölfarið og gegndi því hlutverki í fjögur ár. Hennar markmið í stjórn LH var að starfa fyrir alla hestamenn. Hún var m.a. í landsliðsnefnd LH þau 4 ár sem hún var varaformaður og skipulagði för landsliðsins á tvö Heimsmeistaramót ásamt öðrum sjálfboðaliðum. Hún tók einnig virkan þátt í reiðveganefnd. Hún átti þátt í að koma Horses of Iceland af stað og sat í verkefnastjórn þess í 4 ár fyrir LH. Jóna Dís er ein af stofnendum Meistaradeildar Æskunnar sem starfað hefur um árabil og er þar formaður stjórnar.

Linda B. Gunnalaugsdóttir:
Linda hefur komið að ýmsum mótum og félagsstörfum frá 2003. Hún sat í stjórn Meistaradeildar í hestaíþróttum frá 2010 til 2014. Hún var formaður Spretts á árinum 2014-2016. Það var svo árið 2015 að Linda kom að stofnun Áhugamannadeildar Spretts ásamt Magnúsi Benediktssyni. Þau höfðu starfað saman í stjórn Meistaradeildar og langaði að stofna deild fyrir áhugamenn í keppni með svipuð fyrirkomulagi og er í Meistaradeildinni. Linda kom einnig að stofnun svokallaðar Blue Lagoon deildar Spretts árið 2017 ásamt Magnúsi Benediktssyni: Þetta var mótaröð fyrir börn, unglinga og ungmenni með það að markmiði að opna aðgang yngri kynslóðarinnar að keppni. Linda hefur komið að og verið mótstjóri á fjöldi móta m.a. Íslandsmóti 2015 í Spretti, Gæðingamótum, úrtökum fyrir Heimsmeistaramót og svo mætti lengi telja.

Telma L. Tómasson:
Telmu Tómasson þarf vart að kynna fyrir fólki en hún er frumkvöðull þegar kemur að hestasporti í fjölmiðlum. Hún var ritstjóri Eiðfaxa árið 2005 og árið 2013 útskrifaðist hún sem þjálfari og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur nánast alla tíð unnið í fjölmiðlum og nýtt vettvang sinn til að koma hestamennskunni á framfæri með ýmsum hætti, bæði til að miðla til hestamanna og fagfólks, en ekki síður óþreytandi að mæta í viðtöl og fjalla um hestamennsku á þann hátt að greinin höfði til þeirra sem ekki þekkja til hesta. Með góða blöndu af þekkingu á fjölmiðlavinnu og námi í hestafræðum hefur hún komið hestamennsku á framfæri með reglubundnum hætti í fjölmiðlum og lyft hestamennskunni á hærra plan á öllum stigum og gefið henni þann sess sem henni ber.

Þorvarður Helgason:
Þorvarður Helgason sat í stjórn LH frá árunum 2006-2014. Hann var einnig í Æskulýðsnefnd LH árin 2004-2013. Hann hefur séð um fánareiðina á Landsmótum frá 2012 til 2022. Þorri kom að stofnun úrvalshóps LH 2004-2012 sem síðan var breytt í landslið 21 árs og yngri. Þorvarður sat í stjórn Fáks frá 2005-2017. Hann var í barna- og unglingadeild Fáks 2000-2005 og sá um Æskuna og hestinn árin 1999-2005. Þorvarður situr einnig í Samtökum útivistarfólks og er þar í stjórn sem fulltrúi LH. ---- Þetta fólk eru fyrirmyndir og hvatning fyrir okkur öll og við óskum þeim til hamingju með gullmerkið.

Þetta fólk eru fyrirmyndir og óskar LH þeim til hamingju!

Fréttasafn

24. desember 2025
Jóla- og nýárskveðja frá formanni LH
22. desember 2025
Landssamband hestamannafélaga óskar öllum hestamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu.  Starfsfólk og stjórn LH
Eftir Berglind Karlsdóttir 18. desember 2025
Hekla Katharína Kristinsdóttir er reiðkennari ársins 2025
9. desember 2025
Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum
5. desember 2025
Alþjóðlegur dagur sjálboðaliða 5. desember
14. nóvember 2025
Form annafundur LH var haldinn laugardaginn 8. nóvember sl. Fundinn sóttu um áttatíu manns frá þrjátíu hestamannafélögum auk fulltrúa frá fastanefndum LH, dómarafélögunum og stjórn LH. Góðar og uppbyggilegar umræður urðu á fundinum sem stjórn LH tekur með sér í næsta starfsár og í undirbúning fyrir Landsþing 2026. Formaður LH, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, fór í ræðu sinni yfir þau mál sem hafa verið fyrirferðarmest í starfsemi LH á árinu ásamt því að tæpa á helstu verkefnum sem framundan eru. Það eru mörg og umfangsmikil verkefni á borði stjórnar hverju sinni og hefur mikill tími farið fyrsta starfsárið hjá nýrri stjórn í að endurskipuleggja og hagræða í rekstri sambandsins. Afreksmálin eru alltaf fyrirferðarmikil á HM ári í verkefnum skrifstofu og stjórnar og eru afreksmálin á ákveðnum tímamótum núna þar sem samningar við landsliðsþjálfara eru lausir. Gjaldkeri LH, Ólafur Gunnarsson, fór yfir stöðu reikninga og uppfærðar fjárhagsáætlanir sem gera ráð fyrir á næstu tvö ár skili hagnaði en eins og áður kom fram hefur verið farið í hagræðingaraðgerðir á árinu í þeim tilgangi að snúa rekstri sambandsins til betri vegar. Starfshópar sem skipaðir voru skv. samþykkt landsþings 2024 kynntu sína vinnu frá landsþingi. Starfshópur um Íslandsmót telur ekki þörf á að gera breytingar á keppnishluta mótsins en leita þurfi leiða til að gera viðburðinn Íslandsmót að stærri viðburði fyrir áhorfendur. Starfshópur um innanhússmót lagði fram tillögu fyrir fundinn um haldið yrði 2ja til 3ja daga Íslandsmót innanhúss í lok innanhússkeppnistímabilsins 2026 til reynslu. Fundurinn vísaði tillögunni til stjórnar til nánari útfærslu og mun stjórn kalla til framhaldsfundar formanna til frekari umræðna. Æskulýðsbikar LH hlaut Hestamannafélagið Skagfirðingur og veittu yfirreiðkennari félagsins og formaður æskulýðsdeildar Skagfirðings bikarnum móttöku. Fulltrúar frá hestamannafélögunum Mána, Hring, Funa, Herði, Freyfaxa og Sleipni sögðu frá sínum verkefnum og helstu áskorunum. Voru það virkilega áhugaverðar frásagnir því flest hestamannafélög eru að eiga við svipaðar áskoranir þó aðstæður hjá hverju félagi séu mismunandi. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum var fundinum skipt upp í þrjá umræðuhópa sem fjölluðu um stefnumótun, gjaldkerastörf og nýliðunar -og æskulýðsmál. Mikil umræða og góð vinna var í umræðuhópunum. Í hópnum um stefnumótum urðu mjög líflegar umræður og margir snertifletir ræddir á hinum ýmsu málum og ljóst að það er heilmikið að vinna úr í framhaldinu. Fundinum var skipt upp í sex minni hópa sem fjölluðu hver um sig um ákveðna þætti í starfsemi LH, hvaða markmið skuli setja og hvernig skuli ná þeim. Stefnumótunarfundurinn var framhald af opnum stefnumótunarfundi sem haldinn var sl. vor með fulltrúum hestamannafélaganna. Hópurinn um æskulýðs- og nýliðunarmál fjallaði um þátttöku stráka í hestamennsku, félagshesthús og almenna stöðu hjá félögunum. Margar hugmyndir komu upp og góðar umræður sköpuðust. Í gjaldkerahópnum var rætt um samskipti við sveitarfélög, fjármál hestamannafélaga, félög í almannaheilaskráningu og fyrirmyndafélög ásamt styrkjum til hestamannafélaga. Fjármál hestamannafélaganna eru almennt í góðum málum og faglega staðið að þeim en slíkt er algjör forsenda fyrir því að gott samtal geti átt sér stað við sveitarfélögin þegar kemur að styrkjamálum hins opinbera. Félögin voru einnig hvött til að skrá félagið á almannaheillaskrá en það er gott verkfæri þegar leitað er styrkja hjá almennum fyrirtækjum og veitir skattaafslátt á móti. Einnig voru félögin hvött til að hefju vinnu við að gerast fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er það holl og góð vinna til að bæta starfshætti félagsins. Félög geta leitað til hvors annars um þau gögn sem þarf að skila og voru félögin hvött til að vinna þau saman. Samhliða formannafundi var haldinn mótanefndafundur sem um tuttugu manns sátu, en fyrirhugað er að halda framahaldsmótanefndafund um næstu mánaðamót til að ræða frekar mótadagskrá ársins. Stjórn LH þakkar formönnum hestamannafélaga í landinu og öðrum þátttakendum á formannafundi fyrir afar uppbyggilegar umræður sem munu nýtast vel á komandi starfsári. Skýrsla stjórnar LH 2024-2025
12. nóvember 2025
Ættingjar fyrsta heiðursfélaga LH afhentu LH viðurkenningarskjalið til varðveislu
11. nóvember 2025
Guðni Halldórsson og Kristinn Skúlason hlutu gullmerki LH
9. nóvember 2025
Haraldur Þórarinsson er heiðursverðlaunum LH sannarlega verðugur
9. nóvember 2025
Gott æskulýðsstarf er grunnurinn að framtíð hestamennskunnar
Lesa meira