Hestamannafélagið Sörli hlaut æskulýðsbikarinn 2022

9. nóvember 2022

Hestamannafélagið Sörli hlaut æskulýðsbikar LH 2022 á Landsþingi LH sem fram fór síðustu helgi. Þessi eftirsótti bikar er afhentur því félagi sem skara hefur þótt fram úr í æskulýðsstarfi á árinu. Bikarinn hefur verið afhentur frá því 1996 og velur æskulýðsnefnd LH handhafa bikarsins hverju sinni.

Sörli er fyrsta félagið til að hljóta Æskulýðsbikarinn þrisvar sinnum. Þetta er ein sú æðsta viðurkenning sem hægt er að hljóta fyrir æskulýðsstarf félaganna og metnaðarfullt æskulýðsstarf skiptir gríðarlegu máli fyrir framtíð félaganna, enda eitt það þýðingarmesta starf hvers félags.

Félagið hefur verið með mjög virkt starf og virðist sífellt vaxa og dafna. Á síðasta starfsári bauð Sörli upp á níu staka viðburði og tvær viðburðaraðir. Félagið stóð fyrir alls 25 fjölbreyttum viðburðum og viðburðarröðum fyrir alla aldurshópa ef með eru talin námskeið og æfingar. Félagið byrjaði starfið strax á haustmánuðum og er starfið þeirra orðið heilsvetrarstarf. Auk þess að starfrækja félagshesthús stendur Söli fyrir markvissum æfingum líkt og önnur íþróttafélög. Einnig er félagið duglegt bjóða upp á alls kyns nýjungar og hugsa út fyrir kassann. Meðal þess sem er athyglisvert er að þau virkja krakkana með sér og eru með sér ráð fyrir þau, settu upp TREC braut þar sem félagsmenn geta æft sig, buðu krökkunum í haustferð á hin ýmsu hrossaræktarbú og síðast en alls ekki síst nýttu þau aðstöðu LH á Skógarhólum og stóðu fyrir fjölskylduhestaferð á Skógarhóla.

Til hamingju Sörli!

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira