Heiðursverðlaun LH - Sigurbjörn Bárðarson

12. nóvember 2022

Á verðlaunahátíð LH 2022 var Sigurbjörn Bárðarson sæmdur heiðursverðlaunum LH. 

Keppnisferill Sigurbjörns Bárðarsonar er einstakur og er auðvelt að fullyrða að enginn íþróttamaður á Íslandi standist honum samanburð í þeim efnum.

Ferillinn spannar yfir 50 ár og inniheldur 13 heimsmeistaratitla, fjölmörg  heimsmet, ótal Íslandsmet, ófáa Íslandsmeistaratitla, nokkra Landsmótssigra, nú síðast Íslandsmeistari og Landsmótsmeistari í 150 m skeiði í ár, 70 ára gamall.

Árið 1993 hlaut Sigurbjörn Bárðarson titilinn íþróttamaður ársins í kjöri íþróttafréttamanna og er það einn mesti heiður sem íslenskum hestaíþróttamanni hefur hlotnast.

Sigurbjörn hefur í gegnum tíðina átt stórt hlutverk í menntamálum hestamanna á Íslandi, gefið út kennslubók, kennsluefni og myndbönd, setið í fræðslu- og menntanefndum FT og GDLH og háskólaráði ásamt því að hafa virka aðkomu að framkvæmd og dæmingu prófa á Háskólanum á Hólum.

Þar að auki skipta nemendur hans í reiðkennslu þúsundum um heim allan gegnum tíðina.

Sigurbjörn hefur unnið ötullega að félagsstörfum alla tíð og var til að mynda formaður Félags tamningamanna um árabil, varaformaður Hestamannafélagsins Fáks, sat í stjórn og byggingarnefnd fyrstu alvöru reiðhallarinnar á Íslandi, sem í dag er TM reiðhöllin, auk þess að sitja í nefndum FEIF og fleiri samtaka.

Þegar kemur að kynningarmálum hefur Sigurbjörn ekki látið sitt eftir liggja og sem dæmi má nefna aðkomu að stórsýningum um heim allan, eins og í Madison Square Garden, Equitana og fleiri stórviðburðum auk þess að setja á fót ýmsar sýningar hér á landi, sumar ansi frumlegar og sérstakar eins og Hrossagaldur í Skautahöllinni í Laugardal, sýning í Ásbyrgi, riðið niður Almannagjá, Miðbæjarreið og margt fleira. Þegar kemur að því að kynna íslenska hestinn er Sigurbjörn sannarega ötull sendiherra.

Heiðursviðurkenning LH bætist nú við ótrúlegt safn verðlauna og viðurkenninga sem Sigurbirni Bárðarsyni hefur hlotnast í gegn um tíðina en auk þess að eiga langstærsta verðlaunasafn landsins þá hefur hann eins og áður segir hlotið fjölda annarra viðurkenninga en þar má til dæmis nefna Gullmerki LH, Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu auk titilsins íþróttamaður ársins.

Þáttur Sigurbjörns í ímyndarvinnu hestamennskunnar verður seint að fullu metinn. Hann hefur lyft íþróttinni upp á annað plan hvað varðar ásýnd og fagmennsku. Vandvirkni hans og virðing fyrir viðfangsefninu hefur smitast til allra sem að hestamennsku koma enda hefur hann verið fyrirmynd nýrra kynslóða í áratugi. Það er sannarlega við hæfi að veita Sigurbirni heiðursverðlaun LH í Fáksheimilinu í miðju Víðidalsins þar sem hann hefur starfað stóran hluta starfsferils síns.

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira