Nýr U21-landsliðshópur Íslands í hestaíþróttum

14. nóvember 2022

Nýr U21 landsliðshópur LH var tilkynntur í dag í verslun Líflands á Lynghálsi. Kynningunni var streymt á Facebook síðu LH en hægt er að sjá það  HÉR

Það var létt yfir mannskapnum sem kom saman í höfuðstöðvum Landssambands Hestamannafélaga í Laugardalnum í morgun að skrifa undir samninga, fara yfir vetrarstarfið og undirbúa kynninguna og alveg greinilegt að spenna var í loftinu fyrir stórt tímabil framundan á HM ári.

Í Líflandi hóf Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar kynninguna og svo tók Hekla Katharína Kristinsdóttir, þjálfari U21 landsliðsins við og kynnti hópinn. Hún lagði áherslu á að hann ætti það sameiginlegt að allir þessir knapar væru afreksfólk í sínum aldursflokki  sem einnig búa yfir frábærum hestakosti sem þau bjóða fram sem valkost sem fulltrúar okkar á Heimsmeistaramótið.

Knaparnir eru aldrinum 16 – 21 árs og það eru þau sem hafa heimild að keppa á heimsmeistaramóti,og að þessu sinni voru 12 knapar valdir í hópinn í þessu fyrsta úrtaki. Í vetur mun landsliðsþjálfari ekki hika við að taka inn ný keppnispör sem sýna það að þau eigi heima í þessum hópi. „ Hópurinn að þessu sinni er mótaður með markmið sumarsins í huga. Þar munum við mæta á heimsmeistarmót íslenska hestisns með fimm knapa og þessir fimm knapar þurfa að dekka fjórgangsgreinar, fimmgangsgreinar og skeiðgreinar. Ísland stefnir á framúrskarandi árangur á þessu móti. Það er ekkert minna, “ bætir hún við.

„Það er spennandi vetur framundan og veit ég að þau er nú þegar farin á fullt í undirbúning fyrir keppnistímabilið.“

 

Knaparnir eru: 

Arnar Máni Sigurjónsson,  hestamannafélagið Fákur,  stefnir m.a. með Storm frá Kambi í fimmgangsgreinar á HM.

Benedikt Ólafsson,  hestamannafélagið Hörður , stefnir m.a. með Íslandsmeistarann Leiru-Björk í gæðingaskeið á HM.

Björg Ingólfsdóttir,  hestamannafélagið Skagfirðingur,  stefnir með Kjuða í fimmgangsgreinar á HM.

Glódís Rún Sigurðardóttir,  hestamannafélagið Sleipnir,  stefnir m.a. með Íslandsmeistarann Drumb frá Víði-Völlum fremri á HM.

Herdís Björg Jóhannsdóttir,  hestamannafélagið Sprettur,  stefnir m.a. með Íslandsmeistarann Kvarða frá Pulu á HM.

Jón Ársæll Bergmanna,  hestamannafélagið Geysir,  stefnir m.a. með Íslandsmeistarann Rikka frá Stóru-Gröf á HM.

Kristófer Darri Sigurðsson,  hestamannafélagið Sprettur,  stefnir m.a. með Ás frá Kirkjubæ í fimmgangsgreinar á HM.

Matthías Sigurðsson,  hestamannafélagið Fákur,  stefnir m.a. með Dýra frá Hrafnkelsstöðum í fjórgangsgreinar á HM.

Sara Dís Snorradóttir,  hestamannafélagið Sörli,  stefnir m.a. með Engil frá Ytri-Bægisá í fimmgangsgreinar á HM.

Signý Sól Snorradóttir,  hestamannafélagið Máni,  stefnir með Kolbein frá Horni í fjórgangsgreinar á HM.

Védís Huld Sigurðardóttir,  hestamannafélagið Sleipnir,  stefnir með Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum í fjórgangsgreinar á HM.

Þórgunnur Þórarinsdóttir,  hestamannafélagið Skagfirðingur,  stefnir m.a. með Íslandsmeistarann Hnjúk frá Saurbæ í fjórgangsgreinar á HM.

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira