Heimsmeistarar í fimmgangi ungmenna

12. ágúst 2023

Dagurinn í dag hófst á B úrslitum í tölti en þar áttu við enga fulltrúa. Þau sem unnu B úrslitin voru þau: Kristján Magnússon sem keppir fyrir Svíþjóð á hestinum Óskar från Lindeberg, hlutu þeir  í einkunn 7.61 og mæta því til A úrslita á morgun. Í T2 voru það Helen Klaas og Kolgrímur vom Neddernhof sem unnu B úrslitin með 7.38 í einkunn. Amanda Frandsen frá Danmörku Tinna frá Litlalandi sigruðu svo B úrslit ungmenna í T1 með einkunnina 6.72.

Næst á dagskrá var svo 100m skeið þar sem við áttum 6 fulltrúa. Það er skemmst frá því að segja að þau stóðu sig öll ofboðslega vel og áttu öll spretti á undir 8 sek. Heimsmeistaratitilinn í 100m skeiði fór til Helgu Hochstöger og Nóru von Oed frá Austurríki en þær áttu glæsilegan sprett upp á 7,27 sek. Næst á eftir og eftir að hafa leitt með besta tíma dagsins nánast alla keppnina voru Teitur og Drottning með tíman 7,29. Þar á eftir komu Elvar og Fjalladís í fjórða sæti á tímanum á 7,45 ásamt Hans Þór og Jarl sem einnig voru  á 7,45 sek. Daníel og Eining kláruðu svo á níunda besta tímanum 7,62 sek.

Í ungmennaflokki var það Alicia Palm og Ljúfa från Ekeholm sem urðu heimsmeistarar á 7,65 rétt eins og í fullorðinsflokk var það ekki fyrr en rétt í lokin sem hún skaust upp fyrir Sigríði og Ylfu en þær voru á tímanum 7,70 sek. Benedikt og Leira-Björk enduðu fimmtu í ungmennaflokk á tímanum 7,93. Góður árangur á skeiðbrautinni, þrátt fyrir að ekkert gull hafi komið þaðan í dag.

Í dag voru hæst dæmdu kynbótahryssurnar heiðraðar. Þar áttum við þrjá fulltrúa, þar á meðal hæst dæmda hrossið á mótinu Kötlu frá Hemlu ll, sýnandi Árni Björn með einkunnina 8,76. Auk þess voru þar kynntar Ársól frá Sauðanesi, sýnandi Aðalheiður Anna. Hún varð efst fimm vetra hryssna og þar með heimsmeistari með aðaleinkunnina 8,48 og Hrönn frá Fákshólum, sýnandi Jakob Svavar. Hrönn var efst sex vetra hryssna og þar með heimsmeistari með aðaleinkunnina 8,68.

Eftir því sem leið á daginn fór eftirvæntingin eftir B úrslitum í fimmgangi fullorðinna og A úrslitum í fimmgangi ungmenna að verða áþreifanlegri, stúkurnar voru orðnar smekkfullar löngu áður en úrslitin byrjuðu og stemningin var gífurleg. Við áttum tvo fulltúra í B úrslitum fullorðinna þá Þorgeir og Goðastein og Benjamín Sand og Júní. Þorgeir og Goðasteinn sem afskráðu sig úr slaktaumatölti til að einbeita sér betur að fimmganginum áttu frábæra sýningu og greinilegt að skipulagið gekk upp. Þeir enduðu stigahæstir með 7,38. Þeir munu því mæta aftur á morgun og keppa í A úrslitum ásamt Söru og Flóka. Benjamín og Júní áttu einnig góða sýningu og hlutu 7,05 í einkunn. Flottur árangur hjá þessu pari sem voru að mæta á sitt fyrsta alvöru mót saman.

Í A úrslitum í fimmgangi ungmenna áttu við einnig tvo fulltrúa þau Glódísi og Sölku og Benjamín og Leiru-Björk. Glódís kom af þvílíkum krafti og öryggi inn í úrslita keppnina og það var aldrei nein spurning um að hún ætlaði sér að vinna þennan titil og það mátti heyra stúkuna varpa öndinni samtaka og byrja að fanga um leið og hún klárið fyrri tvo skeiðsprettina með glæsibrag. Þær enduðu efstar með 7,21 í einkunn og þar með heimsmeistarar í fimmgangi ungmenna! Benjamín og Leira-Björk komu einnig beitt inn í fimmganginn og enduðu í 4 sæti með 6,10 sem gulltryggði þeim heimsmeistara titilinn í samanlögðum fimmgangsgreinum ungmenna! Það er því ekki hægt að segja annað en að dagurinn hafi verið heldur betur góður hér í sólinni og rakanum í Orischot.

Á morgun er svo lokadagurinn. Hann byrjar á A úrslitum í tölti T2 í fullorðins og ungmennaflokk. Þar eigum við engan fulltrúa. Næst er A úrslit í fjórgangi. Þar munu mæta Jóhanna Margrét og Bráður og Viðar og Þór frá Íslandi. Í ungmennaflokki eru okkar fulltrúar Jón Ársæll og Frár. Eftir hádegi er svo komið að A úrslitum í fimmgangi en þar munum við sjá Söru og Flóka og Þorgeir og Goðastein.

Svo áður en kemur að loka keppninni í tölti T1 verða hæstdæmdu stóðhestarnir heiðraðir og svo er komið að töltinu T1, í ungmennaflokk munum við sjá Herdísi Björgu og Kvarða og Jón Ársæl og Frá. Þar á eftir mæta svo til leiks Jóhanna Margrét og Bárður og Viðar og Þór. Það er spennandi loka dagur framundan og því ekki úr vegi að fara aðeins yfir stöðu mála en það gerðum við í skemmtilegu spjalli við Sigga Mar sem kom til okkar í settið og ræddi daginn sem er framundan, endilega kíkið á það:  https://youtu.be/vyvig2p1-Zg

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira