Þvílíkur loka dagur!

13. ágúst 2023

Þvílíkur loka dagur!

Það má sko með sanni segja að loftið hafi verið rafmagnað hér í Orischot í morgun þegar úrslit í T2 fóru fram þar áttum við ekki fulltrúa, en Íslendingarnir í stúkunni fönguðu þó ákaft þegar Máni Hilmarsson sem keppir fyrir hönd Svíþjóðar á hestinum Gljátoppi frá Miðhrauni sigraði með 8,75 í einkunn. Heimsmeistari ungmenna varð Lena Becker á Bikar frá Ytra-Vallholti með 7,46 í einkunn. Að loknum úrslitum í T2 var komið að ungmennaflokki í fjórgangi. Þar áttum við frábæra fulltrúa Jón Ársæl og Frá. Þeir voru með yfirburðasýningu og hlutu 7,50 í einkunn og hömpuðu þar með sýnum öðrum heimsmeistaratitli!

Fjórgangur fullorðinna var næstur á dagskrá, úrslitin voru gífurlega sterk og frábærir fulltrúar þangað mættir. Fyrir keppnina var ljóst að keppnin milli Jóhönnu, Frauke Schenzel og Christinu Lund yrði jöfn. Þær buðu allar upp á stórsýningu og spennan var ólýsanleg. Aðeins munaði 0,03 á fyrsta og öðru sæti sem kom í hlut Jóhönnu og Bárðar sem hlutu einkunnina 8,00 en Frauke hampaði heimsmeistara titlinum á Jódísi vom Kronshof með 8,03. Viðar og Þór áttu á köflum góða sýningu en enduðu í 7. sæti í fjórgangi.

Þá var komið að úrslitum í fimmgangi fullorðinna. Fyrir úrslitin var það mál manna að hér færu fram einhver sterkustu fimmgangs úrslit seinni ára, það virtist þó ekki trufla Söru og Flóka sem komu inn í sýninguna með léttleika og stemningu og það var einhvern veginn skrifað í skýin að þau myndu taka þetta þrátt fyrir að Máni Hilmarsson hafi leitt keppnina í upphafi. Þorgeir og Goðasteinn komu einnig mjög sannfærandi til leiks en voru því miður dæmdir úr keppi eftir dýralæknaskoðun að keppni lokinni. Sara og Flóki hlutu 7,90 og áttu heilt yfir mjög jafna góða sýningu og eru vel að heimsmeistaratitlinum komin. Það er gaman að segja fá því að faðir hennar, Sigurbjörn Bárðarson vann einmitt fimmganginn á HM í Hollandi fyrir 30 árum síðan.

Eftir þessa stórsýningu var komið að því að kynna hæstdæmdu stóðhesta mótsins. Þar áttum við þrjá fulltrúa. Höfði frá Bergi, sýnandi Þorgeir, var efstur fimm vetra stóðhesta og þar með heimsmeistari með aðaleinkunnina 8,39. Geisli frá Árbæ, sýnandi Árni Björn hlaut 8,60 og endaði efstur sex vetra stóðhesta og þar með heimsmeistari. Í flokki 7 vetra og eldri stóðhesta var okkar fulltrúi Hersir frá Húsavík, sýnandi Teitur hlutu 8,60 í aðaleinkunn og enduðu þar með næstefstir og tóku silfurverðlaun.

Eftir því sem leið á daginn jókst stemningin og eftirvæntingin eftir tölt T1 úrslitunum, að venju hófst keppnin á ungmennaflokki þar sem okkar fulltrúar þau Herdís Björg og Jón Ársæll voru hlutskörpust í forkeppninni. Eftir fyrstu grein leiddi Jón Ársæll, en þá var eins og kveikt hefði verið á Herdísi og hún og Kvarði skildu alla eftir í reiknum, þvílík sýning hjá þessu pari sem sökum ungs aldurs rétt ná inn á heimsmeistaramót. Þau enduðu með 7,22 í einkunn og þar með efst ungmenna og heimsmeistarar í tölti T1!  Jóni Ársæli og Frá fipaðist aðeins þegar teip losnaði á fæti Frá í miðri sýningu og dró það þá töluvert niður en þrátt fyrir það hömpuðu þeir fimmta sætinu.

Lokakeppni mótsins var svo tölt T1 í fullorðinsflokki. Stúkurnar voru algjörlega smekkfullar og eftirvæntingin áþreifanleg. Okkar fulltrúar voru þau Jóhanna Margrét og Bárður og Viðar og Þór. Fyrir keppnina voru þær Jóhanna og Sys Pilegaard á Abel fra Tyrevoldsdal taldar sigurstranglegastar og þær voru báðar með stórsýningu. Jóhanna og Bárður voru þó beittari og með yfirburða útgeislun og áttu svo sannarlega skilið að sigra með einkunnina 8,94. Þvílíkur árangur hjá þessu fallega pari og ákaflega gleðilegt að sjá Jóhönnu lyfta tölthorninu fyrir fram hátt í  12.000 manns.

Samtals hlaut íslenski hópurinn 16 gullverðlaun og þrjú silfur. Þar af fimm gull og eitt silfur á kynbótabrautinni, en alls 11 gull og þrjú silfur í íþróttakeppninni. Allir keppendur okkar í ungmenna flokki komust á pall. Árangur þessa móts er einhver sá besti sem liði hefur náð frá upphafi. Það er mál manna að samheldnin og liðsandinn hafi líka sjaldan verið eins góður og vakti það eftirtekt og umræður hér í Orischot hversu samheldinn og öflugur Íslenski hópurinn var meðal annara liða og starfsmanna. Landsliðsþjálfararnir og landsliðsnefnd og eiga stórt hrós skilið fyrir alla eljuna sem þau hafa sett í undirbúning og utanumhald fyrir þetta mót!

Til hamingju Ísland með frábært landslið og frábæran árangur hér í Hollandi.

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira