Heimsmet í skráningum!

4. júní 2025

Heimsmet í skráningum á hestaíþróttamót!

Þær gleðifréttir hafa borist úr Víðidalnum að hið árlega Reykjarvíkurmót Fáks hafi slegið öll skráningarmet, en alls eru 1027 skráningar á mótið!

Það er frábært að sjá þennan mikla vöxt og áhuga sem er ríkir í íþróttinni okkar. Mótið hefur lengi verið eitt stærsta hestaíþróttamót sem haldið er hérlendis og nú hefur heilum degi verið bætt við þar sem skráningar hafa farið fram úr björtustu vonum. Mótið hefst næstkomandi sunnudag 8. júní og stendur til 15. Júní.


Mótið er World Ranking mót, sem þýðir að árangur keppenda í WR greinum, telur inn á heimslista.


Við heyrðum í Einari Gíslasyni framkvæmdastjóra Fáks sem var að vonum nokkuð glaður með þann mikla áhuga sem er á mótinu:


„Við vissum að þetta yrði stórt mót, fundum fyrir miklum áhuga eins og alltaf þegar ekki er Landsmót. En við áttum kannski ekki alveg von á að þurfa að bæta við heilum degi til að koma á móts við fjölda skráninga. Þetta verður stórt mót og langir dagar en Víðidalurinn er góðu standi, allir vellir og innviðir eins og best verður á kosið og að því leytinu ekkert því til fyrirstöðu að hér verði haldið glæsilegt mót.“


Hvaða áskorun felst helst í því að halda svona stórt mót?


„Helsta áskorunin er að manna mótið, okkur vantar klárlega fleiri sjálfboðaliða, en svona mót er ekki hægt að halda nema með þeirra aðkomu og vonandi munu fleiri áhugasamir bætast við þann öfluga hóp sem þegar hefur gefið kost á sér í ýmis verkefni.“


Er skráningin jöfn í alla flokka?


„Það er mikil skráning í alla flokka og ljóst að þetta verður stórt og spennandi mót og eins og alltaf munum við eiga von á glæsilegum sýningum og spennandi keppni.“


Eigið þið von á mörgum áhorfendum?


„Já, við hvetjum auðvitað alla til að koma í Víðidalinn, veitingasala verður í reiðhöllinni og gott að sitja í brekkunni, fjöldi þeirra sem koma og fylgjast með hefur einnig aukist ár frá ári og vonandi á veðrið eftir að leika við keppendur og gesti. Þá er mótinu einnig útvarpað á rás 102,5 fyrir þá sem sitja inn í bíl. Fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður mótinu streymt á vegum Alendis.“


Við tökum undir orð Einars og hvetjum alla hestamenn til að gera sér ferð í Víðdalinn og fylgjast með þessu gríðarstóra og firnasterka íþróttamóti og ekki síst hvetjum við þá sem geta, til að bjóða fram krafta sína í sjálfboðavinnu svo mótið megi verða sem glæsilegast.


Dagskrá mótsins og frekari upplýsingar er hægt að nálgast inn á facebooksíðu mótsins: https://fb.me/e/4YK7ZDmoW og á heimasíðu Fáks


Fréttasafn

30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
9. október 2025
Hæfileikamótun LH er fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára, fædd 2009-2012
Lesa meira