Heimsmet í skráningum!

4. júní 2025

Heimsmet í skráningum á hestaíþróttamót!

Þær gleðifréttir hafa borist úr Víðidalnum að hið árlega Reykjarvíkurmót Fáks hafi slegið öll skráningarmet, en alls eru 1027 skráningar á mótið!

Það er frábært að sjá þennan mikla vöxt og áhuga sem er ríkir í íþróttinni okkar. Mótið hefur lengi verið eitt stærsta hestaíþróttamót sem haldið er hérlendis og nú hefur heilum degi verið bætt við þar sem skráningar hafa farið fram úr björtustu vonum. Mótið hefst næstkomandi sunnudag 8. júní og stendur til 15. Júní.


Mótið er World Ranking mót, sem þýðir að árangur keppenda í WR greinum, telur inn á heimslista.


Við heyrðum í Einari Gíslasyni framkvæmdastjóra Fáks sem var að vonum nokkuð glaður með þann mikla áhuga sem er á mótinu:


„Við vissum að þetta yrði stórt mót, fundum fyrir miklum áhuga eins og alltaf þegar ekki er Landsmót. En við áttum kannski ekki alveg von á að þurfa að bæta við heilum degi til að koma á móts við fjölda skráninga. Þetta verður stórt mót og langir dagar en Víðidalurinn er góðu standi, allir vellir og innviðir eins og best verður á kosið og að því leytinu ekkert því til fyrirstöðu að hér verði haldið glæsilegt mót.“


Hvaða áskorun felst helst í því að halda svona stórt mót?


„Helsta áskorunin er að manna mótið, okkur vantar klárlega fleiri sjálfboðaliða, en svona mót er ekki hægt að halda nema með þeirra aðkomu og vonandi munu fleiri áhugasamir bætast við þann öfluga hóp sem þegar hefur gefið kost á sér í ýmis verkefni.“


Er skráningin jöfn í alla flokka?


„Það er mikil skráning í alla flokka og ljóst að þetta verður stórt og spennandi mót og eins og alltaf munum við eiga von á glæsilegum sýningum og spennandi keppni.“


Eigið þið von á mörgum áhorfendum?


„Já, við hvetjum auðvitað alla til að koma í Víðidalinn, veitingasala verður í reiðhöllinni og gott að sitja í brekkunni, fjöldi þeirra sem koma og fylgjast með hefur einnig aukist ár frá ári og vonandi á veðrið eftir að leika við keppendur og gesti. Þá er mótinu einnig útvarpað á rás 102,5 fyrir þá sem sitja inn í bíl. Fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður mótinu streymt á vegum Alendis.“


Við tökum undir orð Einars og hvetjum alla hestamenn til að gera sér ferð í Víðdalinn og fylgjast með þessu gríðarstóra og firnasterka íþróttamóti og ekki síst hvetjum við þá sem geta, til að bjóða fram krafta sína í sjálfboðavinnu svo mótið megi verða sem glæsilegast.


Dagskrá mótsins og frekari upplýsingar er hægt að nálgast inn á facebooksíðu mótsins: https://fb.me/e/4YK7ZDmoW og á heimasíðu Fáks


Fréttasafn

20. júlí 2025
Úrslit á glæsilegu Íslandsmóti barna og unglinga.
20. júlí 2025
Laugardagur á Íslandsmóti barna og unglinga hófst á keppni í unglinga- og barnaflokki í gæðingakeppni. Þetta voru síðustu greinar í forkeppni mótsins og seinnipartinn fóru fram B-úrslit í öllum flokkum.
19. júlí 2025
Fyrsti Íslandsmeistarinn krýndur á Íslandsmóti barna og unglinga
18. júlí 2025
Nú stendur yfir Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Hafnarfirði
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 16. júlí 2025
Íslandsmót barna- og unglinga 2025
15. júlí 2025
Deild hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands hefur nú birt endanlegan lista yfir þau kynbótahross sem munu mæta fyrir Íslands hönd á kynbótasýningu á HM.
14. júlí 2025
Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk slóu fyrra heimsmet um 0,01 sek.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 9. júlí 2025
Þá hefur landslið Íslands fyrir HM í Sviss verið tilkynnt, en það var gert við hátíðlega athöfn í húsakynnum Icelandair Cargo að Flugvöllum í Hafnarfirði. Eiðfaxi Tv var með beina útsendingu og hægt verður að horfa á viðburðinn á vefnum hjá þeirra.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Landslið Íslands í hestaíþróttum verður kynnt á morgun kl 15:00 og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á EiðfaxaTv Að venju ríkir mikil eftirvænting og hafa Landsliðsþjálfaranir lagt mikla vinnu í að setja saman liðin, um helgina fór svo fram dýralæknaskoðun, auk þess sem knaparnir mátuðu keppnis og æfingafatnað. Allur fatnaður knapa og teymis er styrktur af Topreiter og Lífland.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Í síðustu viku og um helgina fór fram dýralæknaskoðun á þeim hestum og knöpum sem taldir eru líklegastir til að skipa lið Íslands á heimsmeistaramótinu í Sviss.  Nokkuð margir voru kallaðir í skoðun og mátti greinilega skynja eftirvæntingu og spennu. Liðið verður tilkynnt miðvikudaginn 9. júlí, EiðfaxiTv verður með beina útsendingu frá viðburðinum.
Lesa meira