Íslenskt hey á heimsmeistaramóti

5. júní 2025

Nú styttist verulega í HM íslenska hestsins sem fram fer í Sviss 4.-10. ágúst næstkomandi. Það er að mörgu að huga og eitt það allra mikilvægasta er að tryggja að hestarnir okkar fái íslenskt gæða hey með sér á mótið.


Þið lásuð rétt, þegar íslenskir hestar fara utan til að taka þátt í stórmótum eins og heimsmeistaramótinu í hestaíþróttum, fylgja þeim ekki aðeins knapar og liðsstjórar — heldur líka hey frá Íslandi. Það er ekki tilviljun, heldur afar mikilvæg ráðstöfun til að tryggja heilbrigði hestanna og lágmarka áhættu á veikindum.


Líkt og undanfarin ár er það Villi í Litlu-Tungu sem sér íslensku hestunum fyrir heyi. Hann hefur síðan 1999 tryggt að íslensku hestarnir fái úrvalshey. Litla-Tunga er staðsett rétt við Rauðalæk, steinsnar frá Hellu.


Við spjölluð við Villa sem sagði okkur aðeins frá samstarfinu:


,,Já, ég hef styrkt Íslenska landsliðið með heyi síðan 1999, svo það eru komin nokkur ár. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á gott og næringarríkt hey fyrir hesta og höfum átt marga góða viðskiptavini í gegnum árin. Oft á tíðum eru hestarnir sem fara utan þegar búnir að vera á heyi frá okkur og því eru fóðurbreytingar í lágmarki. Ég tel að íslenskir hestar þurfi íslenskt fóður til að tryggja heilbrigði og árangur.“


„Íslenskt hey er líka ákaflega næringarríkt og hentar vel fyrir hesta frá náttúrunnar hendi. Við seljum því töluvert að heyi erlendis líka, þar sem menn eru oft á tíðum að glíma við plöntur í grassverðinum sem henta ekki hestum og eru jafnvel eitraðar þeim. Á síðasta ári seldum við til dæmis einnig Austurríksaliðinu hey og það er gaman að segja frá því að þeim hefur aldrei gengið eins vel.“

Það er ljóst að Íslenski hesturinn er vanur ákveðnu umhverfi og fóðri sem er einstakt fyrir Ísland. Ávalt er mikilvægt er að forðast snöggar breytingar á fóðri, sérstaklega þó fyrir hesta í mikilli þjálfun og hvað þá á ögurstund eins og á heimsmeistaramóti. Erlent hey getur verið allt annars eðlis, bæði hvað varðar tegundir grasa, næringargildi og ekki síst örveruflóru og getur það haft slæm áhrif á meltingu og almenna líðan hestsins.


„Við berum ábyrgð á velferð hestanna okkar, og það er algjört grundvallaratriði að þeir fái það fóður sem þeir þekkja og þola vel,“ segir Hinnrik Þór Sigurðsson, afreksstjóri LH „Að taka með sér hey frá Íslandi er ekki aukaatriði – það getur skipt sköpum þegar kemur að heilsu og árangri.“


Íslenska landsliðið leggur áherslu á fagmennsku, velferð og heilbrigði – og með því að tryggja að hestarnir fái íslenskt hey, er stigið mikilvægt skref í að tryggja að þeir geti sýnt sitt besta á alþjóðavettvangi.


Landsliðið vill þakka Villa í Litlu-Tungu fyrir að hafa staðið vaktina með okkur og tryggt hestunum okkar gæða hey í krefjandi aðstæðum. Takk Villi!


Fréttasafn

20. júlí 2025
Úrslit á glæsilegu Íslandsmóti barna og unglinga.
20. júlí 2025
Laugardagur á Íslandsmóti barna og unglinga hófst á keppni í unglinga- og barnaflokki í gæðingakeppni. Þetta voru síðustu greinar í forkeppni mótsins og seinnipartinn fóru fram B-úrslit í öllum flokkum.
19. júlí 2025
Fyrsti Íslandsmeistarinn krýndur á Íslandsmóti barna og unglinga
18. júlí 2025
Nú stendur yfir Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Hafnarfirði
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 16. júlí 2025
Íslandsmót barna- og unglinga 2025
15. júlí 2025
Deild hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands hefur nú birt endanlegan lista yfir þau kynbótahross sem munu mæta fyrir Íslands hönd á kynbótasýningu á HM.
14. júlí 2025
Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk slóu fyrra heimsmet um 0,01 sek.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 9. júlí 2025
Þá hefur landslið Íslands fyrir HM í Sviss verið tilkynnt, en það var gert við hátíðlega athöfn í húsakynnum Icelandair Cargo að Flugvöllum í Hafnarfirði. Eiðfaxi Tv var með beina útsendingu og hægt verður að horfa á viðburðinn á vefnum hjá þeirra.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Landslið Íslands í hestaíþróttum verður kynnt á morgun kl 15:00 og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á EiðfaxaTv Að venju ríkir mikil eftirvænting og hafa Landsliðsþjálfaranir lagt mikla vinnu í að setja saman liðin, um helgina fór svo fram dýralæknaskoðun, auk þess sem knaparnir mátuðu keppnis og æfingafatnað. Allur fatnaður knapa og teymis er styrktur af Topreiter og Lífland.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Í síðustu viku og um helgina fór fram dýralæknaskoðun á þeim hestum og knöpum sem taldir eru líklegastir til að skipa lið Íslands á heimsmeistaramótinu í Sviss.  Nokkuð margir voru kallaðir í skoðun og mátti greinilega skynja eftirvæntingu og spennu. Liðið verður tilkynnt miðvikudaginn 9. júlí, EiðfaxiTv verður með beina útsendingu frá viðburðinum.
Lesa meira