Vígsla reiðhallar á Sörlastöðum

5. júní 2025

Ný og glæsileg reiðhöll var vígð á Sörlastöðum í Hafnarfirði þann 4. júní.

Ný og glæsileg reiðhöll var vígð á Sörlastöðum í Hafnarfirði þann 4. júní.


Um er að ræða eina stærstu reiðhöll landsins. Höllin er frábær viðbót við þær hallir sem bjóða upp á aðstöðu fyrir keppnishald innanhúss, og má þá sérstaklega taka fram að hún er sambyggð eldri reiðhöll sem nýtist sem upphitunaraðstaða.


Höllin hefur verið í bygginu í tvö ár og reis með góðum stuðningi Hafnafjarðarbæjar. Þetta glæsilega íþróttamannvirki er til marks um þann mikla metnað sem er fyrir hestaíþróttinni í sveitarfélaginu, og bætir alla aðstöðu fyrir félagsmenn Sörla hvort heldur sem er vegna námskeiðahalds, keppni eða almennar ástundunar. Þá má þess einnig geta að í reiðhöllinni er glæsilegur samkomusalur með útsýni yfir keppnisvöll Hestamannafélagsins Sörla.


Að þessu tilefni færði formaður LH, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, Hestamannafélaginu Sörla, táknrænan skjöld og blóm, fyrir hönd LH, sem Atli Már Ingólfsson veitti viðtöku.


Landssamband hestamannafélag óskar Hestamannafélaginu Sörla og hestamönnum öllum til hamingju með þessa glæsilegu reiðhöll. Við hvetjum alla til að leggja leið sína á Sörlastaði þegar Íslandsmót barna og unglinga verður haldið þar dagana 17. til 20. júlí og Áhugamannamót Íslands dagana 20. til 22. júní.

Fréttasafn

20. júlí 2025
Úrslit á glæsilegu Íslandsmóti barna og unglinga.
20. júlí 2025
Laugardagur á Íslandsmóti barna og unglinga hófst á keppni í unglinga- og barnaflokki í gæðingakeppni. Þetta voru síðustu greinar í forkeppni mótsins og seinnipartinn fóru fram B-úrslit í öllum flokkum.
19. júlí 2025
Fyrsti Íslandsmeistarinn krýndur á Íslandsmóti barna og unglinga
18. júlí 2025
Nú stendur yfir Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Hafnarfirði
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 16. júlí 2025
Íslandsmót barna- og unglinga 2025
15. júlí 2025
Deild hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands hefur nú birt endanlegan lista yfir þau kynbótahross sem munu mæta fyrir Íslands hönd á kynbótasýningu á HM.
14. júlí 2025
Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk slóu fyrra heimsmet um 0,01 sek.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 9. júlí 2025
Þá hefur landslið Íslands fyrir HM í Sviss verið tilkynnt, en það var gert við hátíðlega athöfn í húsakynnum Icelandair Cargo að Flugvöllum í Hafnarfirði. Eiðfaxi Tv var með beina útsendingu og hægt verður að horfa á viðburðinn á vefnum hjá þeirra.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Landslið Íslands í hestaíþróttum verður kynnt á morgun kl 15:00 og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á EiðfaxaTv Að venju ríkir mikil eftirvænting og hafa Landsliðsþjálfaranir lagt mikla vinnu í að setja saman liðin, um helgina fór svo fram dýralæknaskoðun, auk þess sem knaparnir mátuðu keppnis og æfingafatnað. Allur fatnaður knapa og teymis er styrktur af Topreiter og Lífland.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Í síðustu viku og um helgina fór fram dýralæknaskoðun á þeim hestum og knöpum sem taldir eru líklegastir til að skipa lið Íslands á heimsmeistaramótinu í Sviss.  Nokkuð margir voru kallaðir í skoðun og mátti greinilega skynja eftirvæntingu og spennu. Liðið verður tilkynnt miðvikudaginn 9. júlí, EiðfaxiTv verður með beina útsendingu frá viðburðinum.
Lesa meira