Sumarið komið á Skógarhólum

6. júní 2025

Skógarhólar hinn geysi vinsæli áningarstaður hestamanna í þjóðgarðinum á Þingvöllum hefur fengið góða andlitslyftinu á síðustu misserum og tekur nú enn betur á móti gestum.

Skógarhólar eiga sérstakan stað í hjörtum margra hestamanna en þar voru lögð drögin að stofnun LH auk þess sem fyrsta Landsmótið var haldið þar. Staðurin er falin perla, umvafinn einstakri náttúru, sögu og skemmtilegum reiðleiðum.


Helga Skowronski er umsjónarmaður Skógarhóla. Við ræddum aðeins við hana:


Er komið sumar á Skógarhólum?


,,Já, nú er sumarið komið á fullt hér á Skógarhólum, blóm í haga allt að verða eins best verður á kosið. Hér eru öll herbergi nýmáluð, klósett aðstaðan er orðin betri og nýlega var tekin í gagnið sturta sem gerir heimsóknir hingað enn betri. Þá er líka búið að lakka gólfin í eldhúsi og á gangi. Setustofan heldur líka mun betur hita eftir að gaflinn var þéttur og nýtt bárujárn sett yfir.“


En úti hvernig er staðan þar?


„Úti er búið að taka gamla pallinn sem var fyrir framan herbergin og var orðinn nokkuð lúinn í staðinn er komin möl sem kemur vel út, auk þess sem mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið á staðnum sem breytir ásýndinni og gerir þetta allt snyrtilegra.“


„Hér eru svo komin ný grill sem Húsasmiðjan gaf okkur og vil ég að sjálfsögðu þakka kærlega fyrir það.“


En hvernig hafa bókanir farið af stað?


„Það hefur verið ágætis rennirí hingað í vor enda veðrið búið að vera gott og um helgina koma tveir stórir hópar, svo það má sannarlega segja að hér sé sumarið að komast á fullt, en enn er nóg af lausum dögum fyrir þá sem ekki hafa enn skipulagt ferð sína hingað í sumar.“


Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Skógarhólar í eigu Hestamannafélaganna í landinu þar býðst hestamönnum sem eru í hestamannafélögum býðst gisting á sérstökum kjörum. Staðurinn er tilvalinn fyrir hópa og hverskonar hópefli, til dæmis æskulýðshópa hestamannafélaganna. Þá er einnig tilvalið fyrir hópa að koma með hross, gista eina nótt og ríða út í hinu ómótstæðilega umhverfi sem þjóðgarðurinn býður upp á.


Húsið tekur 30 í gistingu og matsalur rúmar allt að 50 manns. Fimm næturhólf eru fyrir hesta á Skógarhólum auk hólfa í Svartagili. Þá er einnig hægt að tjalda á staðnum.


Tekið er á móti bókunum á skogarholar@lhhestar.is, gjaldskrá og frekari upplýsingar má finna hér á síðunni: Skógarhólar


Þá er einnig um að gera að fylgja Skógarhólum á facebook: Skógarhólar á Facebook




Fréttasafn

20. júlí 2025
Úrslit á glæsilegu Íslandsmóti barna og unglinga.
20. júlí 2025
Laugardagur á Íslandsmóti barna og unglinga hófst á keppni í unglinga- og barnaflokki í gæðingakeppni. Þetta voru síðustu greinar í forkeppni mótsins og seinnipartinn fóru fram B-úrslit í öllum flokkum.
19. júlí 2025
Fyrsti Íslandsmeistarinn krýndur á Íslandsmóti barna og unglinga
18. júlí 2025
Nú stendur yfir Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Hafnarfirði
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 16. júlí 2025
Íslandsmót barna- og unglinga 2025
15. júlí 2025
Deild hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands hefur nú birt endanlegan lista yfir þau kynbótahross sem munu mæta fyrir Íslands hönd á kynbótasýningu á HM.
14. júlí 2025
Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk slóu fyrra heimsmet um 0,01 sek.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 9. júlí 2025
Þá hefur landslið Íslands fyrir HM í Sviss verið tilkynnt, en það var gert við hátíðlega athöfn í húsakynnum Icelandair Cargo að Flugvöllum í Hafnarfirði. Eiðfaxi Tv var með beina útsendingu og hægt verður að horfa á viðburðinn á vefnum hjá þeirra.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Landslið Íslands í hestaíþróttum verður kynnt á morgun kl 15:00 og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á EiðfaxaTv Að venju ríkir mikil eftirvænting og hafa Landsliðsþjálfaranir lagt mikla vinnu í að setja saman liðin, um helgina fór svo fram dýralæknaskoðun, auk þess sem knaparnir mátuðu keppnis og æfingafatnað. Allur fatnaður knapa og teymis er styrktur af Topreiter og Lífland.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Í síðustu viku og um helgina fór fram dýralæknaskoðun á þeim hestum og knöpum sem taldir eru líklegastir til að skipa lið Íslands á heimsmeistaramótinu í Sviss.  Nokkuð margir voru kallaðir í skoðun og mátti greinilega skynja eftirvæntingu og spennu. Liðið verður tilkynnt miðvikudaginn 9. júlí, EiðfaxiTv verður með beina útsendingu frá viðburðinum.
Lesa meira