Sumarið komið á Skógarhólum

6. júní 2025

Skógarhólar hinn geysi vinsæli áningarstaður hestamanna í þjóðgarðinum á Þingvöllum hefur fengið góða andlitslyftinu á síðustu misserum og tekur nú enn betur á móti gestum.

Skógarhólar eiga sérstakan stað í hjörtum margra hestamanna en þar voru lögð drögin að stofnun LH auk þess sem fyrsta Landsmótið var haldið þar. Staðurin er falin perla, umvafinn einstakri náttúru, sögu og skemmtilegum reiðleiðum.


Helga Skowronski er umsjónarmaður Skógarhóla. Við ræddum aðeins við hana:


Er komið sumar á Skógarhólum?


,,Já, nú er sumarið komið á fullt hér á Skógarhólum, blóm í haga allt að verða eins best verður á kosið. Hér eru öll herbergi nýmáluð, klósett aðstaðan er orðin betri og nýlega var tekin í gagnið sturta sem gerir heimsóknir hingað enn betri. Þá er líka búið að lakka gólfin í eldhúsi og á gangi. Setustofan heldur líka mun betur hita eftir að gaflinn var þéttur og nýtt bárujárn sett yfir.“


En úti hvernig er staðan þar?


„Úti er búið að taka gamla pallinn sem var fyrir framan herbergin og var orðinn nokkuð lúinn í staðinn er komin möl sem kemur vel út, auk þess sem mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið á staðnum sem breytir ásýndinni og gerir þetta allt snyrtilegra.“


„Hér eru svo komin ný grill sem Húsasmiðjan gaf okkur og vil ég að sjálfsögðu þakka kærlega fyrir það.“


En hvernig hafa bókanir farið af stað?


„Það hefur verið ágætis rennirí hingað í vor enda veðrið búið að vera gott og um helgina koma tveir stórir hópar, svo það má sannarlega segja að hér sé sumarið að komast á fullt, en enn er nóg af lausum dögum fyrir þá sem ekki hafa enn skipulagt ferð sína hingað í sumar.“


Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Skógarhólar í eigu Hestamannafélaganna í landinu þar býðst hestamönnum sem eru í hestamannafélögum býðst gisting á sérstökum kjörum. Staðurinn er tilvalinn fyrir hópa og hverskonar hópefli, til dæmis æskulýðshópa hestamannafélaganna. Þá er einnig tilvalið fyrir hópa að koma með hross, gista eina nótt og ríða út í hinu ómótstæðilega umhverfi sem þjóðgarðurinn býður upp á.


Húsið tekur 30 í gistingu og matsalur rúmar allt að 50 manns. Fimm næturhólf eru fyrir hesta á Skógarhólum auk hólfa í Svartagili. Þá er einnig hægt að tjalda á staðnum.


Tekið er á móti bókunum á skogarholar@lhhestar.is, gjaldskrá og frekari upplýsingar má finna hér á síðunni: Skógarhólar


Þá er einnig um að gera að fylgja Skógarhólum á facebook: Skógarhólar á Facebook




Fréttasafn

30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
9. október 2025
Hæfileikamótun LH er fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára, fædd 2009-2012
Lesa meira