Helga Una Björnsdóttir er kynbótaknapi ársins 2022

21. nóvember 2022

Helga Una Björnsdóttir er kynbótaknapi árins 2022.

Helga Una sýndi gríðarlegan fjölda kynbótahrossa á árinu. Þrátt fyrir mikinn fjölda sýninga var tíðni áverka mjög lág. Hún var með efstu hryssu í flokki 5 vetra Hildi frá Fákshólum, og efstu hryssu í flokki 6 vetra hryssna á Landsmótinu á Hellu í sumar, Sögn frá Skipaskaga. Helga setti heimsmet með hæstu aðaleinkunn í kynbótadómi sem gefin hefur verið íslenskum hesti þegar hún sýndi á Hellu í vor Viðar frá Skör með einkunina 9,04.

Helga Una sýndi mikinn fjölda hrossa á árinu í góðar tölur. Helga Una kemur ávallt vel fram með hross sín, þau eru vel undirbúin og fagleg og fáguð reiðmennska ber vott um gæði Helgu sem knapa kynbótahrossa.
Helga Una átti frábært ár 2022 og hlítur nafnbótina kynbótaknapi ársins 2022.

Aðrir tilnefndir:

Agnar Þór Magnússon 
Árni Björn Pálsson 
Eyrún Ýr Pálsdóttir
Hans Þór Hilmarsson 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira