Hestamannfélagið Jökull hlaut æskulýðsbikar LH

22. nóvember 2023

Æskulýðsbikar LH er árlega afhentur því félagi sem skara hefur þótt fram úr með sínu æskulýðsstarfi á undangengnu starfsári og hefur verið afhentur frá því 1996. Valið byggir á ársskýrslum æskulýðsnefnda félaganna, sem sendar eru inn til æskulýðsnefndar LH á haustin og hefur nefndin það verkefni að velja  bestu skýrsluna.

Þetta er ein sú æðsta viðurkenning sem hægt er að hljóta fyrir æskulýðsstarf félaganna og metnaðarfullt æskulýðsstarf skiptir gríðarlegu máli fyrir framtíð hestamennskunar. Við teljum að öflugt æskulýðsstarf skili af sér öflugum hestamönnum og framtíðar grasrót félaganna. Nefndin heldur því staðfastlega fram að æskulýðsstarfið sé mikilvægasta starf hvers félags.

Í ár voru skýrslurnar 9 talsins, heldur færri en síðustu ár. Nefndin hvetur fleiri félög að senda inn æskulýðsnefndarskýrslur en vill þó þakka öllum þeim félögum sem skiluðu inn skýrslu í ár. Það er alltaf gaman að lesa um æskulýðsstörfin í félögunum og ekki síðra þegar fylgja myndir með í skýrslunum. Það er ánægjulegt að sjá að félögin eru áfram að stíga skref í þá átt að líta á sig sem íþróttafélög og bjóða upp á markvissar æfingar, líkt og gert er í öðrum íþróttagreinum. Nefndin telur það skref í rétta átt fyrir íþróttina og með það að leiðarljósi muni greinin vaxa og dafna í framtíðinni.

Í skýrslunum má sjá hve mikið og öflugt starf fer fram í félögunum. Það er ánægulegt að sjá hvað félögin eru dugleg að bjóða upp á hina ýmsu viðburði fyrir æskuna, jafnt með og án hesta. Í skýrslunum má sjá öflugt og gott æfinga- og námskeiðshald hjá félögunum. Eins er ánægulegt að sjá aukningu í að sveitarfélög styðji við æskulýðsstarfið. Mörg félög stóðu fyrir reglubundnum æfingum, almennum reiðnámskeiðum, keppnisnámskeiðum og knapamerkjanámið virðist alltaf vera jafn vinsælt. Auk þess voru mörg félög sem stóðu fyrir sýningum þar sem æskan fékk að njóta sýn.

Ærið  verkefni var að velja handhafa þessa árs og þurfti nefndin virkilega að ræða sig saman um niðurstöðu. Margar skýrslunar voru mjög góðar. Á endanum kom nefnind sér saman um að tvö félög stæðu efst. Félögin tvö eiga það sammerkt að vera sameiningarfélög. Það félag sem þótti standa upp úr hefur tekið æskulýðsmálin föstum tökum og lagt mikinn metnað í starfið. Félagið er með mjög virkt starf og virðist vaxa og dafna ár frá ári, þrátt fyrir ungan aldur.

Á síðasta starfsári buðu þau upp á mjög fjölbreytt úrval viðburða og hafa sem markmið að bjóða upp á námskeið, fræðslu og skemmtun fyrir eins breiðan hóp og mögulegt er. Þau byrjuðu starfið sitt strax á haustmánuðum og störfuðu fram á sumar. Auk þess að bjóða upp á knapamerkjanám og bjóða upp á vikulegar æfingar má sjá í skýrslunni þeirra að þau eru dugleg að bjóða upp á fjölbreytt námskeið og hugsa út fyrir boxið. Þau buðu meða annars upp á frumtamningarnámskeið fyrir unglinga og ungmenni. Meðal þess sem okkur fannst athyglisvert er að þau buðu upp á fyrsta hjálp fyrir hestakrakka og sú staðreynt að þau ná að halda úti ótrúlega öflugu starfi miða við hve stórt félagssvæðið er landfræðilega. Félagið telur um 690 félagsmenn og var stofnað árið 2021. Þau sendu inn vandaða 16 blaðsíðna skýrslu sem var vel uppsett og myndskreytt.

Handhafi Æskulýðsbikars Landsambands hestamannafélag 2023 er Hestamannafélagið Jökull í uppsveitum Árnessýslu. Vil ég biðja Brag Viðar Gunnarsson formann félagsins að veita bikarnum viðtöku fyrir hönd æskulýðsnefndar Jökuls.                                       

Til hamingju Jökull!

Fréttasafn

8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
8. ágúst 2025
Forkeppni í fjórgangi er nú lokið. Ísland átt fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki þau Helgu Unu Björnsdóttur og Ósk frá Stað, Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur og Hulinn frá Breiðstöðum og Jóhönnu Margréti Snorradóttur og Össu frá Miðhúsum. Í ungmennaflokk kepptu fyrir Íslands hönd þau Herdís Björg Jóhannsdóttir og Kormákur frá Kvistum og Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka. Herdís og Kormákur riðu á vaðið fyrir hönd íslensku keppendanna en lukkan var ekki í liði með þeim í dag því Kormáki fipaðist á yfirferðinni og útkoman var 5,87. Næst í braut af íslensku keppendunum komu þau Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka en þau voru í feikna stuði og hlutu í einkunn 7,07 og eru önnur inn A-úrslit ungmenna. Þriðjar í braut íslensku keppendanna voru þær Helga Una Björnsdóttir og Ósk frá Stað með stórglæsilega sýningu sem skilaði þeim 7,47 og beint inn í A-úrslit. Fjórðu í braut af íslensku keppendunum voru síðan Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Hulinn frá Breiðstöðum en því miður missti Hulinn skeifu og þau hlutu ekki einkunn. Fimmtu í braut komu loks Jóhanna Margrét Snorradóttir og Assa frá Miðhúsum og enduðu þær með 7,07 og lönduðu þar með sæti í B-úrlitum. Af íslensku knöpunum eigum við því í fullorðinsflokki einn í A-úrslitum og einn í B-úrslitum, og í ungmennaflokki er einn í A-úrslitum. Anne Stine Haugen og Hæmir frá Hyldsbæk leiða fullorðinsflokkinn með yfirburðum en þau hlutu hvorki meira né minna en 8,20 fyrir sína mögnuðu sýningu en þau keppa fyrir hönd Noregs. Eiðfaxi hitti Anne Stine eftir þeirra sýnungu sem sjá má á fréttasíðu Eiðfaxa en hjá Eiðfaxa er að finna fjölmörg stórskemmtileg viðtöl við knapa að loknum sýningum sem og gesti og gangandi. Næst á dagskrá er yfirlit fyrir 7 vetra og eldri hryssur og stóðhesta. Þar eigum við tvo fulltrúa þau Eind frá Grafarkoti, sýnandi Bjarni Jónasson og Hljóm frá Auðsholtshjáleigu, sýnandi Árni Björn Pálsson. Eind hlaut 8,41 í fordómi og var þriðja hæst í sínum flokki. Hljómur frá Auðsholtshjáleigu var hæstur í sínum flokki eftir fordóm með 8,77 í aðaleinkunn. Það verður því einkar spennandi að fygjast með þeim á eftir.  Í kvöld fara svo fram seinni tveir sprettirnir í 250m skeiði. Þar eigum við fimm fulltrúa og sem stendur eiga þau Kristján Árni Birgisson og Krafla frá Syðri-Rauðalæk besta tímann í ungmennaflokk en þau hlupu á tímanum 22,38 sek. Í fullorðinsflokki eiga þeir Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ annan besta tímann eða 21,97 sek. Það verður því spennandi að sjá hvernig þeim og restinni af íslenska hópnum gengur í kvöld.
7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Lesa meira