Menntanefnd LH auglýsir netkosningu á reiðkennara ársins 2023

23. nóvember 2023

Menntanefnd LH auglýsir netkosningu á reiðkennara ársins 2023. Kosningu lýkur á miðnætti fimmtudaginn 1. desember. Það nafn sem verður fyrir valinu verður síðan sent í kosningu á vefsíðu FEIF (FEIF instructor/trainer of the year), þar sem kosið verður um einn reiðkennara frá hverju FEIF landi.

Tilnefndir eru:

Finnbogi Bjarnason: Finnbogi starfar sem reiðkennari og við þjálfun hrossa bæði á Íslandi og í Sviss. Hann kennir við hestabraut FNV á Sauðárkróki sem er þriggja ára námsbraut í hestamennsku. Einnig er hann kennari í reiðmanninum á Sauðárkróki þar sem fjöldi nemenda eru skráðir en það er nám í reiðmennsku og hestafræðum á vegum  Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann er einnig reiðkennari í æskulýðsstarfi Skagfirðings og  hefur verið síðustu ár þar sem hann kennir keppnisþjálfun og almenna reiðkennslu krakkanna en Finnbogi hefur sjálfur töluverða reynslu í keppni ásamt því að kenna öflug námskeið fyrir félagsmenn Skagfirðings. Í Sviss hefur hann einnig verið virkur í reiðkennslu bæði með ungmennum og fullorðnum, meðal annars aðstoðarmaður og þjálfari nokkura keppenda í Svissneska landsliðinu á HM í Hollandi sl. sumar. Finnbogi hefur mikinn metnað, ávallt jákvæður fyrir verkefninu og nemendur láta afar vel af honum.

Hekla Katharína Kristinsdóttir: Hekla hefur mikinn metnað fyrir hönd nemanda sinna en gerir á sama tíma raunhæfar kröfur byggðar á getustigi sinna nemenda. Hekla hefur einstakt lag á að miðla reynslu sinni við þjálfun og keppni. Hún setur alltaf hag og velferð hestsins í fyrsta sæti og miðlar því skýrt til sinna nemenda. Enginn afsláttur gefinn þar.  Hekla er kennari með mikla reynslu, þekkingu og metnað til framfara, hún hefur  ástríðu til að miðla sem og hæfnina sem til þarf. 

Þorsteinn Björnsson: Þorsteinn er reiðkennari við Háskólann á Hólum. Kennari sem hefur haft mótandi áhrif á reiðkennara framtíðarinnar til fjölda ára og leynir mikið á sér. Nemendur þekkja ekki endilega margir til hans þegar þeir mæta en hann kemur sterkur inn og kemur því nemendum oftar en ekki á óvart. Hann lætur nemendum sínum líða vel og fær fólk til að velta sér ekki um of uppúr mistökum sínum. Þess utan er hann einnig farinn að kenna Reiðmanninn og er þannig að hafa áhrif á hinn almenna reiðmann á Íslandi í auknum mæli.

 

 

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira