Hólahelgi Hæfileikamótunar LH

15. desember 2022

Helgina 25.-27. nóvember síðastliðinn lagði Hæfileikamótun LH af stað frá reiðhöllinni í Víðidal og var förinni heitið að Hólum í Hjaltadal. Með í för voru 30 krakkar ásamt yfirþjálfaranum Sigvalda Lárusi Guðmundssyni og aðstoðarþjálfaranum Carolin Annette Böse.

Á Hólum tók Þorsteinn Björnsson reiðkennari við Háskólann á Hólum á móti þeim, rölti með hópinn um Hólastað, sagði frá skólanum og því sem þar fer fram og sýndi þeim hesthúsin og reiðhallirnar. 

Á föstudeginum var sýnikennsla þar sem Þorsteinn tók fyrir viðfangsefnið Gæðingafimi og einnig hvernig fimiæfingar geta hjálpað til við þjálfun hesta og bætt jafnvægi þeirra og líkamsbeitingu. Í framhaldinu var farið í ratleik þar sem spurt var út úr því sem hafði  komið fram fyrr um daginn.

Yfir helgina fóru síðan fram reiðtímar á skólahestum Hólaskóla og fékk hver og einn þrenns konar reiðtíma. Í fyrsta lagi var reiðtími þar sem farið var í ásetu og fimiæfingar,  lögð var áhersla á opinn og lokaðan sniðgang og hvernig þær æfingar hafa jákvæð áhrif á hestinn. Í öðru lagi voru sætisæfingar þar sem lögð var áhersla á að kynna mismunandi ásetu og æfingar til að bæta hana. Í þriðja lagi voru skeiðtímar þar sem lögð var áhersla á framkvæmdina við að leggja á skeið, hvernig það er riðið og að enda skeiðsprett. Allir fengu að prófa tvo skeiðhesta.

Á laugardagskvöldinu fór fram önnur sýnikennsla þar sem Sigvaldi og Þorsteinn fjölluðu um uppbyggingu og þjálfun á skeiði, þeir komu með tvo mismunandi skeiðhesta og sögðu frá. 

Á kvöldin ýmislegt gert til að sytta sér stundir, krakkarnir spiluðu borðtennis, pool, körfubolt og fótbolta á sparkvellinum og myndaðist skemmtileg stemmning í hópnum. Frábær helgi að baki á Hólum þar sem allir komu einhvers fróðari til baka með fullt af hugmyndum við þjálfun sinna eigin hesta og ný vinabönd í farteskinu.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira