Sameiginlegt námskeið alþjóðlegra íþróttadómara og reiðkennara

16. desember 2022

Sameiginlegt námskeið alþjóðlegra íþróttadómara og reiðkennara FEIF matrixunnar verður haldið helgina 24-26. mars 2023. 
Námskeiðið verður haldið í hestamannafélaginu Fáki, í reiðhöllinni og félagsheimilinu. 

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt auk þess verðar kynningar, fyrirlestrar og sýnikennslur ásamt stórsýningu Fáks um laugardagskvöldið. 

Námskeiðið er á ensku. 

Alþjóðlegir íþróttadómarar og FEIF Matrix reiðkennarar hafa forgang á námskeiðið en aðrir áhugasamir geta skráð sig og verða þeir settir á biðlista og munu þeir fá staðfestingu á sæti fyrir 1. febrúar. 

Alþjóðlegir íþróttadómarar verða að sækja allavega eitt FEIF íþróttadómaranámskeið á 3 ára fresti áður en réttindi þeirra rennur út og verða að hafa dæmt allavega 15 daga á WR móti á þeim tíma. Þetta er síðasta námskeiðið til að endurnýja réttindin fyrir þá dómara sem réttindin renna út desember 2023 hafi þeir ekki endurnýjað þau fyrr.
Stjórn FEIF hefur ákveðið að seinna námskeið sem dómarar taka á 3 ára tímibili sé ókeypis þ.e.a.s. það 3 ára tímabil sem réttindin gilda.
Skráning á seinna námskeið með fría möguleikann er til 31. desember.

Námskeiðið gildir sem 16 einingar fyrir FEIF reiðkennara.

Skráningafrestur er til 20. febrúar 2023 og þarf að fylla út form með því að  smella hér  og fara á neðstu síðuna og senda síðan á office@feif.org

 

 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira