HorseDay styður landslið Íslands í hestaíþróttum

12. janúar 2023

Fyrirtækið HorseDay er nú komið í hóp styrktaraðila landsliða Íslands í hestaíþróttum og væntir Landsamband Hestamannafélaga mikils af notkun forritsins í undirbúningi og þjálfun landsliðsknapa sinna. Samningur þess efnis til þriggja ára var undirritaður nú á dögunum.

HorseDay kom á markað síðastliðið sumar með samnefnt smáforrit. HorseDay er notað  til utanumhalds um hestahaldið, til upplýsingamiðlunar og samskipta.

Með aukinni gagnasöfnun verða til aukin tækifæri. Þannig verður ákvarðanataka í þjálfun hesta í auknu mæli byggð á raunmæligögnum úr þjálfun hestsins og upplýsingar sem safnað er munu stuðla að markvissari og árangursríkari þjálfun hesta.

Meðlimir landsliða Íslands í hestaíþróttum, landsliðasþjálfarar og teymi munu nýta HorseDay til utanumhalds, þjálfunar, skipulagningar og samskipta innan liðanna og fyrir knapa sína.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira