HorseDay styður landslið Íslands í hestaíþróttum
Fyrirtækið HorseDay er nú komið í hóp styrktaraðila landsliða Íslands í hestaíþróttum og væntir Landsamband Hestamannafélaga mikils af notkun forritsins í undirbúningi og þjálfun landsliðsknapa sinna. Samningur þess efnis til þriggja ára var undirritaður nú á dögunum.
HorseDay kom á markað síðastliðið sumar með samnefnt smáforrit. HorseDay er notað til utanumhalds um hestahaldið, til upplýsingamiðlunar og samskipta.
Með aukinni gagnasöfnun verða til aukin tækifæri. Þannig verður ákvarðanataka í þjálfun hesta í auknu mæli byggð á raunmæligögnum úr þjálfun hestsins og upplýsingar sem safnað er munu stuðla að markvissari og árangursríkari þjálfun hesta.
Meðlimir landsliða Íslands í hestaíþróttum, landsliðasþjálfarar og teymi munu nýta HorseDay til utanumhalds, þjálfunar, skipulagningar og samskipta innan liðanna og fyrir knapa sína.
Fréttasafn






Styrktaraðilar







