Íslandsmót barna og unglinga
27. júní 2024
Íslandsmót barna- og unglinga 2024 verður haldið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ dagana 19.-21. júlí.
Keppt verður í eftirfarandi greinum:
Barnaflokkur: Gæðingalist 1. stig, Tölt T3, Tölt T4 og Fjórgangi V2.
Unglingaflokkur: Gæðingalist 2. stig, Tölt T1, Tölt T4, Fjórgangur V1, Fimmangur F2, Gæðingaskeiði PP1 og 100 m. flugskeið P2.
Jafnframt verður nú boðið uppá gæðingakeppni og gæðingatölt í báðum aldursflokkum.
Opið verður fyrir skráningu á mótið inná www.sportfengur.com , fram til miðnættis 11. júlí.
Fréttasafn







