Íslensku lýðheilsuverðlaunin
Forseti Íslands efnir til Íslensku lýðheilsuverðlaunanna, í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, ÍSÍ og Geðhjálp.
Ráðgert er að veita lýðheilsuverðlaunin í vor og er óskað tillagna frá almenningi um hver ættu að hljóta þessa viðurkenningu fyrir framlag til eflingar lýðheilsu á Íslandi.
Verðlaununum er ætla að vekja athygli á mikilsverðu framlagi á sviði lýðheilsu og auka með þeim hætti áhuga á bættri heilsu og líðan almennings. Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum, annars vegar til einstaklings og hins vegar til samtaka, stofnunar eða fyrirtækis sem hefur látið gott af sér leiða á þessu sviði.
Í fréttatilkynningu frá forsetaembættinu kemur m.a. eftirfarandi fram:
„ Þetta er í annað sinn sem Íslensku lýðheilsuverðlaunin eru afhent en forseti stofnaði til þeirra vorið 2023. Þá hlaut Snorri Már Snorrason verðlaunin í einstaklingsflokki en í flokki starfsheilda varð Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands fyrir valinu. ”
Almenningur er hvattur til að senda inn tillögur að verðugum verðlaunahöfum, ásamt rökstuðningi, á vefsíðunni https://www.lydheilsuverdlaun.is/ fyrir 1 .apríl *.
Dómnefnd mun svo fjalla um tillögurnar og tilnefna þrjá í hvorum flokki. Tvenn verðlaun verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í aprílmánuði.
Það væri frábært ef að tilnefningar kæmu frá sem flestum landshornum og því hvetjum við félagsmenn okkar til að senda inn tillögur.
Fréttasafn






Styrktaraðilar







