Viðbragðsáætlun vegna slysa á mótsstað

20. mars 2024

Öryggisnefnd LH kynnti á drög að viðbraðgsáætlun vegna slysa á mótsstað á knapafundi sem haldin var í febrúar síðastliðnum. Jóhanna Þorbjörg kynnti áætlunina sem er stutt og skorinort. Öryggisnefnd LH hvetur alla mótshaldara að innleiða öryggisáætlunina í mótahald ársins 2024. Á síðasta stjórnarfundi var fjallað um áætlunina og erindi öryggisnefndar og eftirfarandi fært til bókar: 

V iðbragðsáætlun fyrir mótahald Landssambands hestamannafélaga

Öryggisnefnd hefur samið viðbragðsáætlun sem tekur til hverskyns slysa eða óhappa sem gerast á meðan á móti stendur. Mótsstjórn skipar öryggisfulltrúa sem hefur yfirumsjón með atvikum sem upp koma og skal mótstjórn og/eða yfirdómari tilkynna öryggisfulltrúa um slys og óhöpp. Öryggisfulltrúi leiðbeinir um frekara viðbragð eftir alvarleika atviks.

Lagt er til að stjórn mælist til þess að mótshaldarar innleiði þessa viðbragðsáætlun í mótahaldið á árinu 2024. Einnig er lagt til að stjórn leggi fyrir landsþing að innleiða áætlunina í keppnisregur LH. Öryggisfulltrúi verður skipaður á Landsmóti og þar gefst tækifæri til að slípa áætlunina, öryggisnefnd mun skila skýrslu að mót loknu um að hverju þurfi að huga að á stórmóti.

Afgreiðsla: Samþykkt að mælast til við mótshaldara að skipa öryggisfulltrúa á mótum ársins. Samþykkt að leggja fyrir Landsþing innleiðingu öryggisáætlunar í regluverk um mótahald.

Hér má sjá áætlunina: 

Hér má svo nálgast kynningu Jóhönnu Þorbjargar á knapafundinum: 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira