Viðbragðsáætlun vegna slysa á mótsstað

20. mars 2024

Öryggisnefnd LH kynnti á drög að viðbraðgsáætlun vegna slysa á mótsstað á knapafundi sem haldin var í febrúar síðastliðnum. Jóhanna Þorbjörg kynnti áætlunina sem er stutt og skorinort. Öryggisnefnd LH hvetur alla mótshaldara að innleiða öryggisáætlunina í mótahald ársins 2024. Á síðasta stjórnarfundi var fjallað um áætlunina og erindi öryggisnefndar og eftirfarandi fært til bókar: 

V iðbragðsáætlun fyrir mótahald Landssambands hestamannafélaga

Öryggisnefnd hefur samið viðbragðsáætlun sem tekur til hverskyns slysa eða óhappa sem gerast á meðan á móti stendur. Mótsstjórn skipar öryggisfulltrúa sem hefur yfirumsjón með atvikum sem upp koma og skal mótstjórn og/eða yfirdómari tilkynna öryggisfulltrúa um slys og óhöpp. Öryggisfulltrúi leiðbeinir um frekara viðbragð eftir alvarleika atviks.

Lagt er til að stjórn mælist til þess að mótshaldarar innleiði þessa viðbragðsáætlun í mótahaldið á árinu 2024. Einnig er lagt til að stjórn leggi fyrir landsþing að innleiða áætlunina í keppnisregur LH. Öryggisfulltrúi verður skipaður á Landsmóti og þar gefst tækifæri til að slípa áætlunina, öryggisnefnd mun skila skýrslu að mót loknu um að hverju þurfi að huga að á stórmóti.

Afgreiðsla: Samþykkt að mælast til við mótshaldara að skipa öryggisfulltrúa á mótum ársins. Samþykkt að leggja fyrir Landsþing innleiðingu öryggisáætlunar í regluverk um mótahald.

Hér má sjá áætlunina: 

Hér má svo nálgast kynningu Jóhönnu Þorbjargar á knapafundinum: 

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira