Ísólfur Líndal ráðinn aðstoðarþjálfari a-landsliðs

24. janúar 2022
Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðshóps LH.
Ísólfur útskrifaðist sem reiðkennari frá Hólaskóla 2005, hlaut reiðkennsluverðlaun Hólaskóla það ár og er starfandi reiðkennari við Háskólann á Hólum. Ísólfur hefur verið í toppbaráttunni á Landsmótum, Íslandsmótum og Meistaradeildum sunnan og norðan heiða í mörg ár. Hann var kjörinn gæðingaknapi ársins 2013 og reiðkennari ársins hjá LH 2020. Hann er stofnandi og eigandi kennslusíðunnar isoonline.is.
 
Ísólfur er metnaðarfullur liðsmaður sem leggur mikla áherslu á jákvæða og uppbyggilega nálgun við þjálfun knapa og hesta.
 
Við bjóðum Ísólf velkominn til starfa og hlökkum til samstarfsins.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira