A-landsliðshópur LH 2022

24. janúar 2022
Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari hefur valið A-landsliðshóp LH fyrir árið 2022. Hópurinn samanstendur af 18 knöpum í þetta sinn og nokkrum sætum er haldið lausum fyrir þá knapa sem sýna framúrskarandi árangur á keppnisárinu. Landsliðsþjálfari mun fylgjast vel með árangri knapa í meistaraflokki á komandi keppnisári og bæta við knöpum í hópinn þegar ástæða þykir til.
Tveir knapar koma nýir inn í hópinn í þetta sinn, þau Eyrún Ýr Pálsdóttir og Arnar Bjarki Sigurðsson.
Við val á knöpum í landsliðshópinn er tekið tillit til árangurs í keppni, reiðmennsku, hestakosts og íþróttamannslegrar framkomu.
Knaparnir komu í dag á fund þjálfara og landsliðnefndarformanns, í þremur hópum þar sem farið var yfir verkefnin framundan.
A-landsliðhóp LH 2022 skipa:
Titilverjendur:
Benjamín Sandur Ingólfsson, Fáki
Guðmundur Björgvinsson, Fáki
Konráð Valur Sveinsson, Fáki
Teitur Árnason, Fáki
Aðrir knapar:
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Herði
Arnar Bjarki Sigurðsson, Sleipni
Árni Björn Pálsson, Fáki
Bergþór Eggertsson, Þýskalandi
Eyrún Ýr Pálsdóttir, Skagfirðingi
Gústaf Ásgeir Hinriksson, Fáki
Hanna Rún Ingibergsdóttir, Sörla
Helga Una Björnsdóttir, Þyt
Jakob Svavar Sigurðsson, Dreyra
Jóhanna Margrét Snorradóttir, Mána
Ragnhildur Haraldsdóttir, Sleipni
Sigursteinn Sumarliðason, Sleipni
Viðar Ingólfsson, Fáki
Þórarinn Eymundsson, Skagfirðingi

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira