Knapi ársins er Árni Björn Pálsson

30. október 2021

Viðurkenningar fyrir knapa ársins og keppnishestabú ársins 2022 voru veittar í Fáksheimilinu í dag. 

Árni Björn Pálsson er knapi ársins 2022. 

Árangur Árna Björns á árinu 2022 var ótrúlegur, en hann hefur á árinu verið í fremstu röð í öllum greinum hestaíþróttanna.  Hæst ber að nefna einstakan árangur á Landsmóti hestamanna 2022 þar sem han sigraði í Töltkeppni Landsmótsins í fjórða sinn á ferlinum, nú á Ljúf frá Torfunesi og í B-flokki gæðinga á Ljósvaka frá Valstrýtu ásamt því að vera í fremstu röð í sýningum kynbótahrossa á mótinu.  Árni Björn varð þar að auki Íslandsmeistari í Tölti T1 á Ljúf frá Torfunesi, er efstur á stöðulista ársins í fimmgangi með Kötlu frá Hemlu og bar sigur úr býtum í Meistaradeildinni 2022.

Árni Björn Pálsson er einstakur afreksknapi,  sönn fyrirmynd fyrir elju sína, metnað og fagmennsku í hvívetna og hlýtur  hann því nafnbótina Knapi ársins 2022. 

Íþróttaknapi ársins 2022 er Árni Björn Pálsson

Árni Björn vann stóra sigra á árinu í tölti T1 á Ljúf frá Torfunesi og er efstur á stöðulista ársins í Tölti eftir sigra á Íslandsmóti og Landsmóti.  Hann sigraði Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum og er einnig efstur á stöðulista ársins í fimmgangi. 

Árni er með frábæran heildarárangur í íþróttakeppni á árinu 2022 og hlýtur  nafnbótina Íþróttaknapi ársins.

Skeiðknapi ársins 2022 er Konráð Valur Sveinsson

Konráð Valur náði eins og svo oft áður frábærum árangri í skeiði á árinu sem er að líða. Konráð og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu hafa verið því sem næst ósigrandi í 250 m skeiði og 100m skeiði um árabil og virðast þeir félagar enn vera á uppleið.  Hann náði einnig góðum árangri með Tangó frá Litla-Garði  og er eftir árið efstur á stöðulistum ársins í 250 m skeiði og 100 m skeiði og annar í 150 m skeiði. 

Konráð Valur átti frábært ár í skeiðkappreiðum ársins og hlýtur  nafnbótina skeiðknapi ársins 2022.

Gæðingaknapi ársins 2022 er Sigurður Sigurðarson

Sigurður Sigurðarson hefur um árabil átt gríðalega góðu gengi að fagna í gæðingakeppni með fjölda hrossa. Hann sigraði A-flokkinn á Landsmóti eftir að hafa farið sannkallaða Krísuvíkurleið upp úr B-úrslitum og alla leið til sigurs ásamt því að sýna fjölda hrossa í gæðingakeppnum á árinu sem er að líða. 

Sigurður Sigurðarson hlýtur nafnbótina Gæðingaknapi ársins 2022.

Efnilegasti knapi ársins 2022 er Benedikt Ólafsson

Benedikt náði á árinu frábærum árangri í mörgum greinum hestaíþróttanna. Hann sigraði B-flokk ungmenna á Landsmótinu í sumar á Biskup frá Ólafshaga, varð Íslandsmeistari í gæðingaskeiði á Leiru-Björk frá Naustum III og sigraði slaktaumatölt T2 ungmenna á Reykjavíkurmeistaramóti á Bikar frá Ólafshaga  ásamt 2. Sæti í Tölti T1 á Íslandsmótinu. 

Benedikt Ólafsson hlýtur  nafnbótina Efnilegasti knapi ársins 2022

Keppnishestabú ársins 2022 er Gangmyllan, Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar

Hross frá Gangmyllunni hafa á árinu litað mótahald í Íslandshestaheiminum með glæsibrag. Í hópi hrossa sem hafa keppt frá búinu eru landsmeistarar í Sviss og Þýskalandi, úrslitahesta á Landsmóti í mismunandi greinum, og hestar í verðlaunasætum á fjölda móta um allann heim.

Gangmylllan, Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar rækta afburðagóð keppnishross sem ná árangri í keppni á öllum sviðum og hlýtur  nafnbótina Keppnishestabú ársins 2022.

 

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira