Lágmörk á Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2025

24. mars 2025

Lágmörk á Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2025.

Nú styttist í að lóan láti sjá sig og annar ljúfur vorboði hjá okkur hestamönnum er kominn í hús þar sem keppnisnefnd LH hefur samþykkt og gefið út lágmörk fyrir Íslandsmót 2025 sem haldið verður á Selfossi í lok júní.

Lágmörkin haldast að þessu sinni óbreytt frá fyrra ári og við ákvörðunina er horft er til þess að keppendafjöldi sé svipaður og á undanförnum teimur Íslandsmótum.

Lágmörk inn á mótið gilda einungis fyrir Íslandsmót ungmenna og fullorðinna en engin lágmörk gilda til þátttöku í Íslandsmóti barna- og unglinga. 

Einungis lágmarkseinkunn í greinum sem náð er á löglegum útimótum gilda en einkunnir úr innanhússmótum gilda ekki sem lágmörk inn á Íslandsmót úti. Landssambandið hvetur mótshaldara til þess að tryggja að greinar fari fram á löglegan hátt, huga að réttri skráningu greinanna í Sportfeng eftir þeim aðstæðum sem gilda og sérstaklega er vert að nefna að niðurstöður og árangur móta kemur ekki fram á stöðulistum og staðfestist því ekki fyrr en skýrsla móts hefur verið kláruð og henni skilað inn.  

Tekið skal fram að sérstakt Íslandsmót í Gæðingalist verður haldið hjá Hestamannafélaginu Spretti í Kópavogi 2.-4. maí nk og ekki eru sérstök lágmörk í þeirri grein.

Lágmörk á Íslandsmót 2025 eru hér:

 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira