Landslið Íslands á HM

9. júlí 2025

Þá hefur landslið Íslands fyrir HM í Sviss verið tilkynnt, en það var gert við hátíðlega athöfn í húsakynnum Icelandair Cargo að Flugvöllum í Hafnarfirði. Eiðfaxi Tv var með beina útsendingu og hægt verður að horfa á viðburðinn á vefnum hjá þeirra.

Landslið U 21 skipa:


Titilverjendur:

Herdís Björg Jóhannsdóttir, ekki hefur verið gefið út með hvaða hest hún fer.

Jón Ársæll Bergmann og Harpa frá Höskuldsstöðum og munu þau keppa í Fimmgang.


Valknapar:

Kristján Árni Birgisson og Krafla frá Syðri-Rauðalæk keppa í 250m og 100m skeiði.

Matthías Sigurðsson og Magnea frá Staðartungu keppa í Gæðingaskeiði.

Lilja Rún Sigurjónsdóttir og Aríon frá Miklholti keppa í Slaktaumatölti.

Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka keppa í Fjórgangi og Tölti.

Þórgunnur Þórarinsdóttir og Djarfur frá Flatatungu keppa í Fimmgang, Tölti og Gæðingaskeiði.


Þjálfari Hekla Katharína Kristinsdóttir

 

A landsliðið skipa :


Titilverjendur:

Elvar Þormarsson og Djáknar frá Selfossi þeir munu keppa í Fimmgangi.

Glódís Rún Sigurðardóttir og Snillingur frá Íbishóli þau munu keppa í Fimmgangi.

Jóhanna Margrét Snorradóttir og Kormákur frá Kvistum þau keppa í Fjórgangi og Tölti.

Sara Sigurbjörnsdóttir og Fluga frá Oddhóli þær keppa í Fjórgangi og Tölti.


Valknapar:

Árni Björn Pálsson og Kastanía frá Kvistum keppa í Tölti.

Daníel Gunnarsson og Kló frá Einhamri þau keppa í 250m og 100m skeiði.

Hans Þór Hilmarsson og Ölur frá Reykjavöllum keppa í Fimmgangi, Tölti og Gæðingaskeiði.

Helga Una Björnsdóttir og Ósk frá Stað þær keppa í Slaktaumatölti og Fjórgangi.

Hinrik Bragason og Trú frá Árbakka þau keppa í Gæðingaskeiði.

Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ og þeir keppa í 250m og 100m skeiði.


Þjálfari Sigurbjörn Bárðarson


 Kynbóta hross og knapar


Flokkur 5 vetra hrossa:

 

Sörli frá Lyngási sýnandi Agnar Þór Magnússon

Óskastund frá Steinnesi sýnandi Árni Björn Pálsson

 

Flokkur 6 vetra hrossa:

 

Drangur frá Ketilsstöðum sýnandi: Bergur Jónsson

Rkki er hægt að gefa út hver 6 vetra hryssan er sem stendur. 


Flokkur 7 vetra og eldri hrossa:

 

Hljómur frá Auðsholtshjáleigu sýnandi Árni Björn Pálsson

Eind frá Grafarkoti sýnandi Bjarni Jónasson


Við óskum öllum þessum knöpum innilega til hamingju með sætið í landsliðinu og hlökkum til að fylgjast með þeim á stórasviðinu í Sviss!


Áfram Ísland!

Fréttasafn

14. ágúst 2025
Skrifstofa LH er lokuð vegna sumarfría starfsfólks, frá 14. ágúst til 1. september.
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
This is a subtitle for your new post
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
8. ágúst 2025
Forkeppni í fjórgangi er nú lokið. Ísland átt fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki þau Helgu Unu Björnsdóttur og Ósk frá Stað, Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur og Hulinn frá Breiðstöðum og Jóhönnu Margréti Snorradóttur og Össu frá Miðhúsum. Í ungmennaflokk kepptu fyrir Íslands hönd þau Herdís Björg Jóhannsdóttir og Kormákur frá Kvistum og Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka. Herdís og Kormákur riðu á vaðið fyrir hönd íslensku keppendanna en lukkan var ekki í liði með þeim í dag því Kormáki fipaðist á yfirferðinni og útkoman var 5,87. Næst í braut af íslensku keppendunum komu þau Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka en þau voru í feikna stuði og hlutu í einkunn 7,07 og eru önnur inn A-úrslit ungmenna. Þriðjar í braut íslensku keppendanna voru þær Helga Una Björnsdóttir og Ósk frá Stað með stórglæsilega sýningu sem skilaði þeim 7,47 og beint inn í A-úrslit. Fjórðu í braut af íslensku keppendunum voru síðan Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Hulinn frá Breiðstöðum en því miður missti Hulinn skeifu og þau hlutu ekki einkunn. Fimmtu í braut komu loks Jóhanna Margrét Snorradóttir og Assa frá Miðhúsum og enduðu þær með 7,07 og lönduðu þar með sæti í B-úrlitum. Af íslensku knöpunum eigum við því í fullorðinsflokki einn í A-úrslitum og einn í B-úrslitum, og í ungmennaflokki er einn í A-úrslitum. Anne Stine Haugen og Hæmir frá Hyldsbæk leiða fullorðinsflokkinn með yfirburðum en þau hlutu hvorki meira né minna en 8,20 fyrir sína mögnuðu sýningu en þau keppa fyrir hönd Noregs. Eiðfaxi hitti Anne Stine eftir þeirra sýnungu sem sjá má á fréttasíðu Eiðfaxa en hjá Eiðfaxa er að finna fjölmörg stórskemmtileg viðtöl við knapa að loknum sýningum sem og gesti og gangandi. Næst á dagskrá er yfirlit fyrir 7 vetra og eldri hryssur og stóðhesta. Þar eigum við tvo fulltrúa þau Eind frá Grafarkoti, sýnandi Bjarni Jónasson og Hljóm frá Auðsholtshjáleigu, sýnandi Árni Björn Pálsson. Eind hlaut 8,41 í fordómi og var þriðja hæst í sínum flokki. Hljómur frá Auðsholtshjáleigu var hæstur í sínum flokki eftir fordóm með 8,77 í aðaleinkunn. Það verður því einkar spennandi að fygjast með þeim á eftir.  Í kvöld fara svo fram seinni tveir sprettirnir í 250m skeiði. Þar eigum við fimm fulltrúa og sem stendur eiga þau Kristján Árni Birgisson og Krafla frá Syðri-Rauðalæk besta tímann í ungmennaflokk en þau hlupu á tímanum 22,38 sek. Í fullorðinsflokki eiga þeir Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ annan besta tímann eða 21,97 sek. Það verður því spennandi að sjá hvernig þeim og restinni af íslenska hópnum gengur í kvöld.
Lesa meira