Landslið Íslands á HM
Þá hefur landslið Íslands fyrir HM í Sviss verið tilkynnt, en það var gert við hátíðlega athöfn í húsakynnum Icelandair Cargo að Flugvöllum í Hafnarfirði. Eiðfaxi Tv var með beina útsendingu og hægt verður að horfa á viðburðinn á vefnum hjá þeirra.

Landslið U 21 skipa:
Titilverjendur:
Herdís Björg Jóhannsdóttir, ekki hefur verið gefið út með hvaða hest hún fer.
Jón Ársæll Bergmann og Harpa frá Höskuldsstöðum og munu þau keppa í Fimmgang.
Valknapar:
Kristján Árni Birgisson og Krafla frá Syðri-Rauðalæk keppa í 250m og 100m skeiði.
Matthías Sigurðsson og Magnea frá Staðartungu keppa í Gæðingaskeiði.
Lilja Rún Sigurjónsdóttir og Aríon frá Miklholti keppa í Slaktaumatölti.
Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka keppa í Fjórgangi og Tölti.
Þórgunnur Þórarinsdóttir og Djarfur frá Flatatungu keppa í Fimmgang, Tölti og Gæðingaskeiði.
Þjálfari Hekla Katharína Kristinsdóttir
A landsliðið skipa :
Titilverjendur:
Elvar Þormarsson og Djáknar frá Selfossi þeir munu keppa í Fimmgangi.
Glódís Rún Sigurðardóttir og Snillingur frá Íbishóli þau munu keppa í Fimmgangi.
Jóhanna Margrét Snorradóttir og Kormákur frá Kvistum þau keppa í Fjórgangi og Tölti.
Sara Sigurbjörnsdóttir og Fluga frá Oddhóli þær keppa í Fjórgangi og Tölti.
Valknapar:
Árni Björn Pálsson og Kastanía frá Kvistum keppa í Tölti.
Daníel Gunnarsson og Kló frá Einhamri þau keppa í 250m og 100m skeiði.
Hans Þór Hilmarsson og Ölur frá Reykjavöllum keppa í Fimmgangi, Tölti og Gæðingaskeiði.
Helga Una Björnsdóttir og Ósk frá Stað þær keppa í Slaktaumatölti og Fjórgangi.
Hinrik Bragason og Trú frá Árbakka þau keppa í Gæðingaskeiði.
Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ og þeir keppa í 250m og 100m skeiði.
Þjálfari Sigurbjörn Bárðarson
Kynbóta hross og knapar
Flokkur 5 vetra hrossa:
Sörli frá Lyngási sýnandi Agnar Þór Magnússon
Óskastund frá Steinnesi sýnandi Árni Björn Pálsson
Flokkur 6 vetra hrossa:
Drangur frá Ketilsstöðum sýnandi: Bergur Jónsson
Rkki er hægt að gefa út hver 6 vetra hryssan er sem stendur.
Flokkur 7 vetra og eldri hrossa:
Hljómur frá Auðsholtshjáleigu sýnandi Árni Björn Pálsson
Eind frá Grafarkoti sýnandi Bjarni Jónasson
Við óskum öllum þessum knöpum innilega til hamingju með sætið í landsliðinu og hlökkum til að fylgjast með þeim á stórasviðinu í Sviss!
Áfram Ísland!
Fréttasafn












