Landslið Íslands verður kynnt á morgun

8. júlí 2025

Landslið Íslands í hestaíþróttum verður kynnt á morgun kl 15:00 og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á EiðfaxaTv


Að venju ríkir mikil eftirvænting og hafa Landsliðsþjálfaranir lagt mikla vinnu í að setja saman liðin, um helgina fór svo fram dýralæknaskoðun, auk þess sem knaparnir mátuðu keppnis og æfingafatnað. Allur fatnaður knapa og teymis er styrktur af Topreiter og Lífland.


Þjálfarar landsliðsins verða í viðtali á Rás 2 í fyrramálið klukkan 9:30 og þar munu þau gefa innsýn inn í hvað þarf að hafa í huga þegar landsliðið er valið.


Við hleruðum þjálfarana aðeins í morgun og þá sagði Hekla Katharína: ,,Það hefur verið mjög spennandi að fylgjast með hópnum á keppnistímabilinu, það hafa verið mikilar framfarir hjá mörgum knöpum á milli móta og árangurinn þannig að margir eigi fullt erindi á mótið, þó einungis fáir fái að fara."

 

Sigurbjörn tók undir þetta og sagði samkeppnina hérna heima vera mikla og margir frábærir knapar sem þrátt fyrir allt eru ekki í hópnum. ,,Þetta er flókið ferli og margt sem þarf að ganga upp, svo að knapi og hestur fari út og keppi fyrir Íslands hönd.”


Þau segja að samstarfið í kringum valið hafi gengið ákaflega vel og vilja koma á framfæri þakklæti til mótshaldara sem hafa tekið vel á móti þeim, þar sem þau hafa komið og fylgst með knöpunum í sumar.


En hvernig er að vera í þessu hlutverki að tilkynna knöpum að þeir séu í hópnum?


,,Það er ákaflega gaman að hringja og tilkynna knöpum að þeir séu á leið á Heimsmeistaramót, þetta er auðvitað eitthvað sem flesta dreymir um og er uppskera gífurlegra vinnu. En þau eru að sama skapi erfið hin símtölin, þegar knapi sem var kominn með fingur á farseðilinn fær fregnir um að hann verði eftir heima, þrátt fyrir að eiga í raun fullt erinda á mótið.” Segir Hekla Katharína.

 

Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 9. júlí 2025
Þá hefur landslið Íslands fyrir HM í Sviss verið tilkynnt, en það var gert við hátíðlega athöfn í húsakynnum Icelandair Cargo að Flugvöllum í Hafnarfirði. Eiðfaxi Tv var með beina útsendingu og hægt verður að horfa á viðburðinn á vefnum hjá þeirra.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Í síðustu viku og um helgina fór fram dýralæknaskoðun á þeim hestum og knöpum sem taldir eru líklegastir til að skipa lið Íslands á heimsmeistaramótinu í Sviss.  Nokkuð margir voru kallaðir í skoðun og mátti greinilega skynja eftirvæntingu og spennu. Liðið verður tilkynnt miðvikudaginn 9. júlí, EiðfaxiTv verður með beina útsendingu frá viðburðinum.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 7. júlí 2025
Sumarið er tíminn segja margir en í hestamennskunni er veturinn, vorið og haustið líka tíminn. Allar árstíðir hafa sinn sjarma þegar kemur að hestum hvort sem maður er áhugamaður, atvinnumaður, ræktandi, í tamningum eða útreiðum. Við eigum það eitt sameiginlegt að elska að vera með okkar frábæra íslenska hesti í alls konar veðri og aðstæðum og allt hefur sinn sjarma.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 4. júlí 2025
Nú styttist óðfluga í að FEIF Youth Camp (FYCamp) sumarnámsbúðirnar verði haldnar á Hvanneyri en FYCamp fer fram þar daganna 9. til 14. júlí nk. FYCamp fór fyrst fram 1986 og mun þetta vera í fjóra sinn sem það fer fram á Íslandi.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 4. júlí 2025
Nú er einn mánuður í að HM í Sviss hefjist. Þá er ekki úr vegi að minnast þeirrar gífurlegu stemningu og gleði sem einkenndi síðasta mót.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 3. júlí 2025
Skógarhólar hinn geysi vinsæli áningarstaður hestamanna í þjóðgarðinum á Þingvöllum hefur fengið góða andlitslyftinu á síðustu misserum og tekur nú enn betur á móti gestum. Nokkuð er um lausa daga í júlí.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 2. júlí 2025
Í dag eru 32 dagar í að HM í hestaíþróttum hefjist og óhætt að segja að farið sé að örla á töluverðri eftirvæntingu með hestaáhuga fólks, en ekki síst meðal þeirra knapa sem standa nú með tærnar rétt við rás markið og bíða þess og vona að verða kallaðir inn í hópinn, en línurnar eru að skýrast með það nú þegar Íslandsmóti er rétt lokið.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. júní 2025
Það má segja að það hafi kristallast í úrslitum Íslandsmóts í dag á hversu háu stigi íþróttakeppnin er. Litlu munar á milli knapa í flestum greinum og heilt yfir frábært mót og sterk úrslit. Veðrið lék ekki við keppendur í byrjun dags en átti heldur betur eftir batna þegar leið á daginn og lauk frábæru móti í fallegu Íslensku sumarveðri.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. júní 2025
Dásamlegur dagur að baki á Brávöllum, Selfossi þar sem veðrið lék við keppendur á Íslandsmótinu í hestaíþróttum.  Dagurinn hófst af krafti þegar seinni tveir sprettirnir í 250m skeiði fóru fram en þar gerðu þeir Konráður Valur og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk sér lítið fyrir og settu nýtt heimsmet þegar þeir fóru brautina á einungis 21,06 sek. Fyrra heimsmet var 21,07 sek.
27. júní 2025
Jón Ársæll leiðir keppni í Fimmgang, Fjórgang, Tölti og Slaktaumatölti ungmenna.
Lesa meira