Landsþing Landssambands hestamanna 25. – 26. október

21. ágúst 2024

Þingið fer að þessu sinni fram í Hjálmakletti, menningarhúsi í Borgarfjarðar. Það er hestamannafélagið Borgfirðingur sem er gestgjafinn að þessu sinni og þakkar LH framtakið.

Landsþing LH er haldið annað hvert ár og fer með æðsta vald í málefnum LH. Þingið sitja fulltrúar frá hestamannafélögum í landinu. Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skulu tilkynnt stjórn LH minnst 4 vikum fyrir þingið eða fyrir miðnætti 26. september.

Fulltrúafjöldi fer eftir félagatölu hvers hestamannafélags sem hér segir: Félög með færri en 75 félagsmenn fá einn fulltrúa, félög með 76-150 félagsmenn fá tvo fulltrúa, félög með 151-225 félagsmenn fá þrjá fulltrúa o.s.frv.

Aðeins sá sem er í hestamannafélagi er kjörgengur fulltrúi viðkomandi aðildarfélags á landsþingi LH. Það er jafnframt skilyrði fyrir kjörgengi að viðkomandi hestamannafélag sé í skilum með gjöld til LH.

Allar breytingartillögur á keppnisreglum skulu berast keppnisnefnd LH og laganefnd LH eigi síðar en 1. september á landsþingsári. Tillögurnar skulu sendar skrifstofu LH sem aftur kemur þeim á viðkomandi nefndir og bókar móttökudag þeirra. Keppnisnefnd og laganefnd skulu fara yfir tillögurnar, kosti þeirra og galla og veita umsögn sína um þær, séu þær þingtækar. Skal sú umsögn fylgja tillögunum inn á landsþing. Við meðferð tillagnanna afla nefndirnar sér þeirra upplýsinga sem þarf, kalla til aðila og veita síðan vandaða umsögn um tillöguna.

Innsendar tillögur skulu vera vel uppsettar, skýrar í framsetningu og með þeim skal fylgja greinargerð þar sem færð eru rök fyrir tillögunni og tilgangur hennar útskýrður.

Lög landsþings eru að finna hér: Landsþing | Landssamband hestamannafélaga

Hótel Vesturland, er staðsett rétt við fundarstaðinn og verða tilboð í boði á gistingu þar.

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira