Fjögur gullverðlaun á Norðurlandamóti

12. ágúst 2024

Norðurlandmót íslenska hestsins fór fram dagana 8. til 11. ágúst. Mótið gekk vel og stóðu íslensku keppendurnir sig vel þrátt fyrir að vera flestir á lánshestum og höfðu haft knappan tíma til að kynnast hestununum áður en haldið var í braut. Aðeins einn hestur í íslenska liðinu kom frá Íslandi en aðrir knapar fengu hesta lánaða víðs vegar um Evrópu.

 

Fimmgangur

Viðar Ingólfsson var einni íslenski keppandinn í F1 í fullorðinsflokk. Hann var á hestinum Týr från Svala Gård. Þeir hlutu 6,50 í forkeppninni og fóru beint í A úrslit þar sem þeir enduðu í 6. sæti.

Í ungmennaflokki átti Ísland þrjá keppendur í fimmgangi, þau Hulda María Sveinbjörnsdóttir á Hetju frá Árbæ og hlutu þær í forkeppni 6,37. Matthías Sigurðsson á Páfa frá Kjarri sem einnig hlutu 6,37 og tryggði það þeim báðum sæti í A úrslitum. Védís Huld Sigurðardóttir var á Búa frá Húsavík og hlutu þau 5,87 sem dugði þeim inn í B úrslit.

Védís Huld og Búi sýndu þó að þau áttu nóg inni, sigruðu B úrslitin með 6,86 og tóku svo A úrslitin með trompi með einkunn uppá 7,17. Í öðru sæti voru Matthías og Páfi með 6,79 og í þriðja sæti Hulda María og Hetja með 6,43. Þvílíkur árangur hjá ungmennunum okkar í fimmgangi!

Fjórgangur

Í ungmennaflokki átti Ísland fjóra keppendur í fjórgangi. Ragnar Snær Viðarsson keppti á Gimsteini frá Íbishóli og tryggðu þeir sér sæti í A úrslitum með 6,97 í einkunn. Hekla Rán Hannesdóttir keppti á hestinum Huginn frá Halakoti og hlutu þau 6,63 og sæti í B úrslitum. Guðný Dís Jónsdóttir á Kristal frá Jaðri og Selma Leifsdóttir á Varúlfi frá Eylandi komust ekki í úrslit.

Ragnar Snær endaði í fjórða sæti í A úrslitum með 6,77 í einkunn.

Gæðingaskeið

Í gæðingaskeiði áttum við fimm fulltrúa tvo í fullorðinsflokki og þrjá í ungmennaflokki.

Sigurður V. Matthíasson stóð efstur íslensku keppendanna á Júlíu från Agersta með 7,04 í einkunn og hlutu þau fjórða sæti. Í ungmennaflokki urðu þær Hulda María Sveinbjörnsdóttir á Hetju frá Árbæ í þriðja sæti með 6,25 í einkunn. Embla Lind Ragnarsdóttir á Sælu frá Vedbyboställe endaði í 9. sæti. Matthías Sigurðsson og Viðar Ingólfsson hættu keppni eftir að fyrri sprettur misfórst.

Það var svo hetjan okkar frá HM hún Fjalldís frá Fornusöndum sem var sigurvegari í gæðingaskeiðinu. Knapinn hennar er Sigurður Óli Kristinsson en þau keppa fyrir Danmörku og hlutu 8,67 í einkunn.

Skeið 250m

Í ungmennaflokki áttum við tvo keppendur í 250m skeiði. Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir og Sefja frá Kambi fóru á 25,58 og hlutu þar með 6. sæti, en Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson og Blikka frá Þóroddsstöðum náðu því miður ekki gildum tíma.

Í fullorðinsflokki kepptu Sigurður Vignir Matthíasson og Júlía från Agersta sem fóru sprettinn á 24,71 sek.

 

100m skeið

Í 100m skeiði komust engir íslenskir knapar í verðlaunasæti. Í fullorðinsflokki keppti Sigurður Vignir Matthíasson og Júlía från Agersta og fóru þau sprettinn á 8,08.

Í ungmennaflokki endaði Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson í fimmta sæti á Blikku frá Þóroddsstöðum, en þar tóku einnig þátt þær Harpa Dögg Bergmann og Embla Lind Ragnarsdóttir 

 

Tölt

Í ungmennaflokki áttum við þrjá fulltrúa í tölti, þau Guðný Dís Jónsdóttir, Ragnar Snær Viðarsson og Selmu Leifsdóttur.

Bestum árangri í forkeppni náði Ragnar Snær á Gimsteini frá Íbíshóli en þeir urðu í öðru sæti með einkunnina 6,87. Selma Leifsdóttir á Varúlfi frá Eylandi og. Guðný Dís á Kristali frá Jaðri komust ekki í úrslit.

Í A úrslitum stóðu svo Ragnar Snær og Gimsteinn uppi í 2.-3. sæti með einkunnina 7.06, jafn Rakel Brattalid Tindskard frá Færeyjum á Silas vom Forstwald.

Í fullorðinsflokki kepptu þeir Sigurður Siguðarson á Tígli fra Kleiva og Viðar Ingólfsson á Tý från Svala Gård. Sigurður og Tígull hlutu 7,70 í einkunn jafnir Andreas Kjelgaard á Stjörnustæl fra Hybjerg en lægri á aukastöfum. Einkunnin dugði til keppni í B úrslitum, en Sigurður og Tígull forfölluðust svo í úrslitum. Viðar og Týr hlutu 6,50 og náðu ekki inn í úrslit.

 

T2 - slaktaumatölt

Í slaktaumatölti áttum við tvo fulltrúa í ungmennaflokki.

Herdís Björg Jóhannsdóttir á Elskamin von Erkshausen voru efstar eftir forkeppni, ásamt Lilly Björsell á Börk fra Kleiva en þær hlutu báðar 7,13 í einkunn.

Hulda María og Hetja frá Árbæ hlutu 6,10 í einkunn og í níunda sæti eftir forkeppni en þær drógu sig út úr b-úrslitum.

Í A úrslitum áttu Herdís og Elskamin flotta sýningu sem skilaði þeim aftur 7,13 í einkunn og öðru sæti.

Gæðingakeppni

Í B flokki fullorðinna keppti Sigurður Sigurðarson á Tígull frá Kleiva. Þeir áttu góða sýningu og uppskáru 8,646 í einkunn og annað til þriðja sætið ásamt Svani frá Kringeland og Ingólfi Pálmasyni sem keppa fyrir hönd Noregs. Sigurður og Tígull gátu því miður ekki tekið þátt i úrslitum.

Í unglingaflokki áttum við þrjá fulltrúa. Ragnar Snær Viðarsson var efstur eftir forkeppni á Skorra frá Þúfu í Landeyjum með 8,59 í einkunn.

Elva Rún Jónsdóttir á Bellu frá Blönduósi varð fimmta með 8,48 í einkunn. Dagur Sigurðarson og Rögni frá Minni-Völlum endaðu svo sjöttu eftir forkeppni með 8,47 í einkunn.

Í A-úrslitum var það Dagur Sigurðarson á Rögni frá Minni-Völlum sem hampaði þriðja sætinu. Ragnar Snær varð sjöundi og Elva Rún endaði í áttunda sæti.

Í B flokki ungmenna áttum við tvo fulltrúa.

Hekla Rán Hannesdóttir og Huginn frá Halakoti stóðu efst eftir forkeppni með 8,55 í einkunn. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal og Eyvar frá Álfhólum hlutu fjórðu bestu einkunnina, 8,51 og flugu því einnig inn í A úrslitin.

Úrslit í B flokki ungmenna voru gífurlega jöfn en Guðmar og Eyvar höfðu sigur með 8,676 í einkunn. Hekla Rán og Huginn enduðu fimmtu með 8,544 í einkunn.

Í forkeppni í A flokki fullorðinna áttum við tvo fulltrúa. Gormur frá Villanora og Þórður Þorgeirsson áttu frábæra sýningu og leiddu þeir með 8,776. Skutull frá Hafsteinsstöðum og Jón Bjarni Smárason og gerðu einnig vel og fengu 8,516 í einkunn og sæti í B-úrslitum. Þar mátti litlu muna að þeir tryggðu sig áfram en enduðu í 9. sæti með 8,611 í einkunn.

Sigurvegarar í A flokki gæðinga voru þeir Gormur og Þórður með 8,967.

Í a-flokki ungmenna áttum við þrjá fulltrúa sem allir tryggðu sér sæti í A úrslitum.

Matthías Sigurðsson á Gusti frá Stóra-Vatnsskarði voru efstir eftir forkeppni með einkunnina 8,668 og í öðru sæti voru þeir Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal á Sólbjarti frá Akureyri, með 8,492. Sigurður Baldur Ríkharðsson og Júní frá Brúnum voru fjórðu eftir forkeppni, hlutu 8,396 í einkunn. Júní var einn af fulltrúum Ísland á HM í fyrra, þá með Benjamín Sandi Ingólfssyni.

Í A úrslitum voru það svo þeir Matthías og Gustur sem sigruðu með 8,673 í einkunn. Guðmar Hólm á Sólbjarti komi svo rétt á hælum þeirra á með 8,644 annað sætið en Sigurður og Júní enduðu í áttunda.

Flottur árangur á sterku, spennandi og vel sóttu Norðurlandamóti.

 

Fréttasafn

24. desember 2025
Jóla- og nýárskveðja frá formanni LH
22. desember 2025
Landssamband hestamannafélaga óskar öllum hestamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu.  Starfsfólk og stjórn LH
Eftir Berglind Karlsdóttir 18. desember 2025
Hekla Katharína Kristinsdóttir er reiðkennari ársins 2025
9. desember 2025
Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum
5. desember 2025
Alþjóðlegur dagur sjálboðaliða 5. desember
14. nóvember 2025
Form annafundur LH var haldinn laugardaginn 8. nóvember sl. Fundinn sóttu um áttatíu manns frá þrjátíu hestamannafélögum auk fulltrúa frá fastanefndum LH, dómarafélögunum og stjórn LH. Góðar og uppbyggilegar umræður urðu á fundinum sem stjórn LH tekur með sér í næsta starfsár og í undirbúning fyrir Landsþing 2026. Formaður LH, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, fór í ræðu sinni yfir þau mál sem hafa verið fyrirferðarmest í starfsemi LH á árinu ásamt því að tæpa á helstu verkefnum sem framundan eru. Það eru mörg og umfangsmikil verkefni á borði stjórnar hverju sinni og hefur mikill tími farið fyrsta starfsárið hjá nýrri stjórn í að endurskipuleggja og hagræða í rekstri sambandsins. Afreksmálin eru alltaf fyrirferðarmikil á HM ári í verkefnum skrifstofu og stjórnar og eru afreksmálin á ákveðnum tímamótum núna þar sem samningar við landsliðsþjálfara eru lausir. Gjaldkeri LH, Ólafur Gunnarsson, fór yfir stöðu reikninga og uppfærðar fjárhagsáætlanir sem gera ráð fyrir á næstu tvö ár skili hagnaði en eins og áður kom fram hefur verið farið í hagræðingaraðgerðir á árinu í þeim tilgangi að snúa rekstri sambandsins til betri vegar. Starfshópar sem skipaðir voru skv. samþykkt landsþings 2024 kynntu sína vinnu frá landsþingi. Starfshópur um Íslandsmót telur ekki þörf á að gera breytingar á keppnishluta mótsins en leita þurfi leiða til að gera viðburðinn Íslandsmót að stærri viðburði fyrir áhorfendur. Starfshópur um innanhússmót lagði fram tillögu fyrir fundinn um haldið yrði 2ja til 3ja daga Íslandsmót innanhúss í lok innanhússkeppnistímabilsins 2026 til reynslu. Fundurinn vísaði tillögunni til stjórnar til nánari útfærslu og mun stjórn kalla til framhaldsfundar formanna til frekari umræðna. Æskulýðsbikar LH hlaut Hestamannafélagið Skagfirðingur og veittu yfirreiðkennari félagsins og formaður æskulýðsdeildar Skagfirðings bikarnum móttöku. Fulltrúar frá hestamannafélögunum Mána, Hring, Funa, Herði, Freyfaxa og Sleipni sögðu frá sínum verkefnum og helstu áskorunum. Voru það virkilega áhugaverðar frásagnir því flest hestamannafélög eru að eiga við svipaðar áskoranir þó aðstæður hjá hverju félagi séu mismunandi. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum var fundinum skipt upp í þrjá umræðuhópa sem fjölluðu um stefnumótun, gjaldkerastörf og nýliðunar -og æskulýðsmál. Mikil umræða og góð vinna var í umræðuhópunum. Í hópnum um stefnumótum urðu mjög líflegar umræður og margir snertifletir ræddir á hinum ýmsu málum og ljóst að það er heilmikið að vinna úr í framhaldinu. Fundinum var skipt upp í sex minni hópa sem fjölluðu hver um sig um ákveðna þætti í starfsemi LH, hvaða markmið skuli setja og hvernig skuli ná þeim. Stefnumótunarfundurinn var framhald af opnum stefnumótunarfundi sem haldinn var sl. vor með fulltrúum hestamannafélaganna. Hópurinn um æskulýðs- og nýliðunarmál fjallaði um þátttöku stráka í hestamennsku, félagshesthús og almenna stöðu hjá félögunum. Margar hugmyndir komu upp og góðar umræður sköpuðust. Í gjaldkerahópnum var rætt um samskipti við sveitarfélög, fjármál hestamannafélaga, félög í almannaheilaskráningu og fyrirmyndafélög ásamt styrkjum til hestamannafélaga. Fjármál hestamannafélaganna eru almennt í góðum málum og faglega staðið að þeim en slíkt er algjör forsenda fyrir því að gott samtal geti átt sér stað við sveitarfélögin þegar kemur að styrkjamálum hins opinbera. Félögin voru einnig hvött til að skrá félagið á almannaheillaskrá en það er gott verkfæri þegar leitað er styrkja hjá almennum fyrirtækjum og veitir skattaafslátt á móti. Einnig voru félögin hvött til að hefju vinnu við að gerast fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er það holl og góð vinna til að bæta starfshætti félagsins. Félög geta leitað til hvors annars um þau gögn sem þarf að skila og voru félögin hvött til að vinna þau saman. Samhliða formannafundi var haldinn mótanefndafundur sem um tuttugu manns sátu, en fyrirhugað er að halda framahaldsmótanefndafund um næstu mánaðamót til að ræða frekar mótadagskrá ársins. Stjórn LH þakkar formönnum hestamannafélaga í landinu og öðrum þátttakendum á formannafundi fyrir afar uppbyggilegar umræður sem munu nýtast vel á komandi starfsári. Skýrsla stjórnar LH 2024-2025
12. nóvember 2025
Ættingjar fyrsta heiðursfélaga LH afhentu LH viðurkenningarskjalið til varðveislu
11. nóvember 2025
Guðni Halldórsson og Kristinn Skúlason hlutu gullmerki LH
9. nóvember 2025
Haraldur Þórarinsson er heiðursverðlaunum LH sannarlega verðugur
9. nóvember 2025
Gott æskulýðsstarf er grunnurinn að framtíð hestamennskunnar
Lesa meira