Tveir dagar í Norðurlandamót

6. ágúst 2024

Nú eru tveir dagar í að Norðulandamótið í hestaíþróttum hefjist. Undirbúningur hefur gengið vel og samkvæmt landsliðs þjálfurunum Heklu Katharínu og Sigurbirni er létt og skemmtileg stemmning í hópnum.

Landslið íslands á mótinu er skipað 20 keppendum, 15 í ungmennaflokk og 5 Í fullorðinsflokk. Flestir keppandanna eru á láns hestum og hafa þeir haft mismikinn tíma til að kynnast þeim, en í dag hefjast æfingar á vellinum og verður spennandi að sjá hvernig þær eiga eftir að ganga.

Hekla segir að svæðið líti vel út: ,,Aðstaðan er góð bæði fyrir knapa og hesta. Þá er góð upphitunaraðstaða og vellirnir líta vel út. Knapatjaldið er líka orðið rosalega flott og veðrið leikur við okkur. Það er mikill spenningur í unga fólkinu að spreyta sig og við Diddi erum ákaflega bjartsýn og hlökkum til að vera keppendum okkar innan handar. Mótshaldarar hafa lagt mikið á sig við að púsla saman dagskrá svo allt gangi upp, en það á eftir að koma í ljós hvort allir nái að keppa í þeim greinum sem þeir hafa skráð sig í, þar sem íþrótta og gæðingakeppnin skarast að einhverju leyti og nokkrir af okkar keppendum hafa hug á að keppa í hvoru tveggja.”

Keppni hefst kl 8 í fimmtudagsmorgun (að staðartíma eða kl 6:00 á íslenskum tíma) á forkeppni fimmgangi þar á eftir er forkeppni í fjórgang. Á gæðingabrautinni hefst keppni kl 11:30 á forkeppni B flokki gæðinga og lýkur deginum á keppni í gæðingaskeiði.

Hægt er að fylgjast með úrslitum inn á IceTest smáforritinu auk þess mótinu er streymt hjá Alendis. Auk þess eru keppendur okkar virkir á  Instagram reikningi LH og mælum við eindregið með að þið fylgist með gleðinni þar líka.

Áfram Ísland!

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira