Tveir dagar í Norðurlandamót

6. ágúst 2024

Nú eru tveir dagar í að Norðulandamótið í hestaíþróttum hefjist. Undirbúningur hefur gengið vel og samkvæmt landsliðs þjálfurunum Heklu Katharínu og Sigurbirni er létt og skemmtileg stemmning í hópnum.

Landslið íslands á mótinu er skipað 20 keppendum, 15 í ungmennaflokk og 5 Í fullorðinsflokk. Flestir keppandanna eru á láns hestum og hafa þeir haft mismikinn tíma til að kynnast þeim, en í dag hefjast æfingar á vellinum og verður spennandi að sjá hvernig þær eiga eftir að ganga.

Hekla segir að svæðið líti vel út: ,,Aðstaðan er góð bæði fyrir knapa og hesta. Þá er góð upphitunaraðstaða og vellirnir líta vel út. Knapatjaldið er líka orðið rosalega flott og veðrið leikur við okkur. Það er mikill spenningur í unga fólkinu að spreyta sig og við Diddi erum ákaflega bjartsýn og hlökkum til að vera keppendum okkar innan handar. Mótshaldarar hafa lagt mikið á sig við að púsla saman dagskrá svo allt gangi upp, en það á eftir að koma í ljós hvort allir nái að keppa í þeim greinum sem þeir hafa skráð sig í, þar sem íþrótta og gæðingakeppnin skarast að einhverju leyti og nokkrir af okkar keppendum hafa hug á að keppa í hvoru tveggja.”

Keppni hefst kl 8 í fimmtudagsmorgun (að staðartíma eða kl 6:00 á íslenskum tíma) á forkeppni fimmgangi þar á eftir er forkeppni í fjórgang. Á gæðingabrautinni hefst keppni kl 11:30 á forkeppni B flokki gæðinga og lýkur deginum á keppni í gæðingaskeiði.

Hægt er að fylgjast með úrslitum inn á IceTest smáforritinu auk þess mótinu er streymt hjá Alendis. Auk þess eru keppendur okkar virkir á  Instagram reikningi LH og mælum við eindregið með að þið fylgist með gleðinni þar líka.

Áfram Ísland!

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira