LH tók þátt í umferðarþingi

24. september 2024

Á föstudaginn fór fram umferðarþing á vegum Samgöngustofu þar sem kallaðir voru saman fulltrúar ýmsa vegfarendahópa og fjölluð þeir um sinn ferðamáta og þær áskoranir sem þeim fylgja í samspili við aðra vegfarendur.

Guðni Halldórsson formaður LH var framsögumaður á þinginu. Hann byrjaði á að fjalla um þann mikla fjölda sem stundar hestamennsku og hversu margbreytilegur þessi hópur er með tilliti til getustigs og bæði hesta og knapa. Þetta gerði það að verkum að ekki er hægt að ganga að því vísu að allir hestar eða hestamenn bregðist eins við í krefjandi aðstæðum.

Hann útskýrði fyrir gestum umferðarþings hvernig atferli hesta er háttað, sjónsviði og næmni en einnig minnti hann á að hestar eru flóttadýr sem ekki er hægt að slökkva á sí svona ef eitthvað kemur uppá.

Guðni lagði áherslu á að aðrir vegfarendahópar myndu virða íþróttamannvirki okkar hestamanna, þ.e. reiðstígarnir væru virtir líkt og hestamenn virða golfvelli þrátt fyrir að þeir gætu verið úrvals útreiðarsvæði. Stígar eingöngu eru ætlaðir til útreiða sem eru sérstaklega merktir sem slíkir þola illa umferð ökutækja. Auk þess sem við hestamenn verðum að geta treyst því þegar við förum með ung eða viðkvæm hross nú eða með byrjendur með okkur í reiðtúr að reiðgöturnar sem við veljum séu öruggar og lausar við óþarfa áreiti. Hins vegar eru líka fjölmargir fjölnota stígar og slóðar skráðir í reiðvegakerfið og þar gildir auðvitað almenn tillitsemi.

Guðni talaði einnig um samgöngusáttmálan og hvernig sú vinna hefur skilað sér í mun meiri þekkingu og skilningi annarra vegfarenda þegar kemur að því að mæta hestamönnum. Hann minnti á í lokinn að allt hefst þetta með samtalinu og mikilvægi þess að fólk sýni skynsemi og taki tillit hvort til annars.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira