LH tók þátt í umferðarþingi

24. september 2024

Á föstudaginn fór fram umferðarþing á vegum Samgöngustofu þar sem kallaðir voru saman fulltrúar ýmsa vegfarendahópa og fjölluð þeir um sinn ferðamáta og þær áskoranir sem þeim fylgja í samspili við aðra vegfarendur.

Guðni Halldórsson formaður LH var framsögumaður á þinginu. Hann byrjaði á að fjalla um þann mikla fjölda sem stundar hestamennsku og hversu margbreytilegur þessi hópur er með tilliti til getustigs og bæði hesta og knapa. Þetta gerði það að verkum að ekki er hægt að ganga að því vísu að allir hestar eða hestamenn bregðist eins við í krefjandi aðstæðum.

Hann útskýrði fyrir gestum umferðarþings hvernig atferli hesta er háttað, sjónsviði og næmni en einnig minnti hann á að hestar eru flóttadýr sem ekki er hægt að slökkva á sí svona ef eitthvað kemur uppá.

Guðni lagði áherslu á að aðrir vegfarendahópar myndu virða íþróttamannvirki okkar hestamanna, þ.e. reiðstígarnir væru virtir líkt og hestamenn virða golfvelli þrátt fyrir að þeir gætu verið úrvals útreiðarsvæði. Stígar eingöngu eru ætlaðir til útreiða sem eru sérstaklega merktir sem slíkir þola illa umferð ökutækja. Auk þess sem við hestamenn verðum að geta treyst því þegar við förum með ung eða viðkvæm hross nú eða með byrjendur með okkur í reiðtúr að reiðgöturnar sem við veljum séu öruggar og lausar við óþarfa áreiti. Hins vegar eru líka fjölmargir fjölnota stígar og slóðar skráðir í reiðvegakerfið og þar gildir auðvitað almenn tillitsemi.

Guðni talaði einnig um samgöngusáttmálan og hvernig sú vinna hefur skilað sér í mun meiri þekkingu og skilningi annarra vegfarenda þegar kemur að því að mæta hestamönnum. Hann minnti á í lokinn að allt hefst þetta með samtalinu og mikilvægi þess að fólk sýni skynsemi og taki tillit hvort til annars.

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira