Lið Líflands sigraði í Survive Iceland

29. ágúst 2022

Þolreiðarkeppni LH, Survive Iceland 2022, lauk í dag á Rjúpnavöllum. Úrslit fóru þannig að lið Líflands með Hermann Árnason í hnakknum bar sigur úr býtum með heildartímann 14 klst. og 11 mín. Í öðru sæti varð lið H. Hestaferða með tímann 14 klst. og 26 mín., knapi Emelie Sellberg og í þriðja sæti varð lið Eldhesta með tímann 14 klst. og 47 mín. með knapann Sigurjón Bjarnason. Sigurjón hlaut einnig verðlaun sem knapi mótsins ásamt Sami Browneller en þau hlutu fæst refsistig en Sami reið fyrir lið Tamangur/Hestalands.

Hestur mótsins var valinn Karel frá Stóru-Heiði úr liði H. Hestaferða, en hann fékk engin refsistig fyrir púls eða áverka og var fyrstur í mark á öllum þremur áföngunum sem hann fór. Karel er 12 vetra klárhestur undan Skýr frá Skálakoti og Íris frá Stóru-Heiði og knapi á honum var Svíinn Emelie Sellberg.

Á lokadeginum var fyrri áfangi dagsins frá Landmannahelli um Dyngjuskarð, vestur með Dyngjum og aftur að Landmannahelli um Laufdalsskarð, alls um 31 km. Seinni áfangi dagsins var frá Helliskvísl að Rjúpnavöllum, alls um 31 km.

Að lokinni keppni fór svo fram dýralæknaskoðun að vanda ásamt álagsskoðun MAST.

Þessi fyrsta opinbera þolreiðarkeppni þótti takast vel og gaf mótshöldurum dýrmæta reynslu til að þróa og bæta keppnisreglurnar enn frekar.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira