Góður dagur að Fjallabaki í Þolreið LH - Survive Iceland

27. ágúst 2022

Á þriðja degi Þolreiðar LH - Survive Iceland var lagt upp frá Landmannahelli og riðið inn í Landmannalaugar í fyrri áfanga dagsins. Seinni áfanga dagsins  var riðið frá Landmannalaugum, meðfram Hnausum, hjá Eskihlíðarvatni og til Landmannahellis. Dagurinn var sólríkur og hlýr og voru knapar duglegir að gefa keppnishestunum sölt og steinefni til að bæta þeim upp vökvatap.

Púlsmælar hafa reynst afar gagnlegir til að fylgjast með ástandi hestanna og ríða allir knapar með slíkan búnað.

Lið Íslandshesta varð fyrir því óhappi í gær að tveir af hestum þeirra slösuðust út í haga og hefur liðið því lokið keppni.

Eftir þriggja daga reið er staðan þannig að lið Líflands leiðir með tímann 11 klst. og 59 mín. Í öðru sæti er lið H. Hestaferða með tímann 12 klst. 11 mín. og fast þar á eftir kemur lið Eldhesta með tímann 12 klst. og 25 mín. Í fjórða sæti er lið Tamangur/Hestalands, 14 klst. og 19 mín og í fimmta sæti er lið Stálnausts, 15 klst. og 9 mín.             

Á morgun er lokadagur keppninnar og ljóst að allt getur gerst þar sem keppnin er hnífjöfn.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira