Samantekt frá fyrsta keppnisdegi í Survive Iceland

25. ágúst 2022

Fyrsti dagur í þolreiðarkeppni LH, Survive Iceland fór fram í dag.

Fyrri áfangi dagsins var frá Skarði í Landsveit, um Skarfanes, fram hjá Þjófafossi og endað á Rjúpnavöllum, 28. km. alls. Hermann Árnason sem ríður fyrir lið Líflands átti bestan árangur á þeim legg, eða 1 klst. og 32 mín.

Á seinni áfanga dagsins var riðið frá Rjúpnavöllum, eftir Heklubraut að Gunnarsholti, 31 km. alls. Emelie Sellberg sem ríður fyrir lið H. Hestaferða var með besta tímann á þeim legg eða 1 klst. og 54 mínútur alls.

Eftir daginn leiðir Hermann með tímann 3 klst. og 35 mín, en Emilie kemur fast á eftir með 3 klst. og 36 mín.

Góðar aðstæður voru til reiðar í dag, riðið var um láglendi á góðum götum og í góðu veðri. Hestarnir komu almennt vel út úr dýralæknaskoðun, einhverjir fengu refsistig vegna púls að lokinni reið og lítið var um refsistig áverka.

Staðan eftir dag eitt:

Lífland – Hermann Árnason, 03:35
H. Hestaferðir – Emelie Sellberg, 03:36
Íslandshestar – Marjon Pasmooij, 03:42
Eldhestar – Sigurjón Bjarnason, 03:49
Tamangur/Hestaland – Sami Browneller, 04:00
Stálnaust – Karri Bruscotter, 04:12

Á morgun verður riðið um Krakatindsleið og kringum Valafell á Landmannaafrétti. Fylgist með á vef hugbúnaðarfyrirtækisins Samsýn www.surviveiceland/samsyn

 

 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira