Menntadagur A-landsliðsins - Leiðin að gullinu

24. nóvember 2022
Menntadagur íslenska landsliðsins verður haldinn í TM reiðhöllinni í Víðidal þann 10. desember næstkomandi kl. 10.30 til 16.00. Vegleg dagskrá er í boði yfir daginn þar sem okkar allra færustu knapar og þjálfarar halda sýnikennslu.
 
Þetta er frábært tækifæri fyrir fróðleiksþyrsta hestamenn að skyggnast inn í aðferðafræði landsliðsknapanna okkar, fræðast um þjálfun þeirra með hesta sína, skyggnast inn í undirbúning þeirra í upphafi vetrar og fá innblástur inn í nýjan hestavetur.
 
Í sýnikennslu verður meðal annars farið yfir ýmsar æfingar, tilgang þeirra og virkni, fyrsti undirbúningurinn á þjálfun í upphafi vetrar, þjálfun kappreiðaskeiðhesta, undirbúningur og áherslur fyrir 100, 150 og 250 m skeið, gæðingaskeið: aðdragandi og undirbúningur, áhersla í þjálfun fjórgangshestsins, áhersla í þjálfun fyrir fimmgang, tölt T2: aðferðafræði við þjálfun, undirbúningur og að kenna hestinum tölt á slökum taum, tölt T1: Undirbúningur og áherslur, grunnatriði við þjálfun hraðabreytinga.
 
Nú er HM ár framundan, og íslenska landsliðið komið á fullt í sinn undirbúning og ætlar svo sannarlega ekki að láta sitt eftir liggja þegar á hólminn er komið.
Takið daginn frá, notið tækifærið og sækið ykkur fróðleik hjá knöpum á hæsta stigi reiðmennskunnar og styrkið landsliðið okkar til dáða inn í mikilvægt tímabil.
 
Miðaverð í forsölu er kr. 4000- (fullt verð á staðnum kr. 5.000)
 
Miðasala fer fram í vefverslun LH og verslun Líflands Lynghálsi

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 29. júlí 2025
Flutningskeðjan til Sviss - vant fólk í hverju rúmi
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 28. júlí 2025
Breyting á landsliðshópnum - Þórarinn Ragnarsson & Herkúles frá Vesturkoti koma inn
Lesa meira