Kosning um reiðkennara ársins 2022

25. nóvember 2022

Menntanefnd LH auglýsir netkosningu á reiðkennara ársins 2022. 

Kosningu lýkur á miðnætti fimmtudaginn 1. desember. Það nafn sem verður fyrir valinu verður síðan sent í kosningu á vefsíðu FEIF (FEIF trainer of the year) þann 9-16. janúar 2023. þar sem kosið verður um einn reiðkennara frá hverju FEIF landi. Sigurvegari í FEIF kosningunni verður síðan tilkynntur 3-4. febrúar 2023. 

Sigurvegari íslensku kosningarinnar verður tilkynntur 7. desember 2022. 

Tilnefndir eru: 

Cora Jovanna Claas

Cora rekur heilsárs reiðskóla sérstaklega fyrir börn og fólk sem hefur enga tengingu við hesta eða hestamennsku. Þar er hægt að fá reiðtíma hjá henni sem er mjög mikilvægt fyrir nýliðun í hestamennsku. Hún býður einnig upp á skemmtileg námskeið sem bjóða uppá fjölbreytta reiðmennsku bæði úti og inni.

Henna Sirén

Henna Sirén er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Henna er afar markviss kennari og skipuleggur vel hvern tíma og hvert námskeið. Hún er góður kennari fyrir bæði byrjendur og þjálfaða reiðmenn/keppnisknapa. Hún er glögg og sanngjörn bæði á knapa og hesta og eru miklar framfarir hjá öllum nemendum hennar.

Sigvaldi Lárus Guðmundsson 

Sigvaldi er yfirkennari hæfileikamótunar LH og hefur hann náð góðum árangri með krökkunum í því verkefni. Hann hefur mikinn metnað og er þekktur sem mjög vandvirkur reiðkennari, hann er jákvæður og mildur en samt staðfastur og hreinskilinn. Hann er með mikla reynslu af frumtamningum og keppni og hefur m.a kennt á Hólum. Sigvaldi kennir á öllum stigum reiðmennskunnar allt frá börnum upp í atvinnumenn.

Sonja Noack

Sonja rekur Reiðskólann Hestasnilld þar sem hún stuðlar að nýliðun með því að bjóða uppá námskeið fyrir börn og fullorðna sem eiga ekki hesta. Hún hefur verið virk sem reiðkennari í nokkur ár og er yfirreiðkennari hjá Hestamannafélaginu Herði.

Súsanna Sand Ólafsdóttir

Súsanna er þekkt fyrir jákvætt viðhorf og vinalegar kennlsuaðferðir og leggur hún áherslur á að byggja upp sjálfstraust hjá nemendum. Hún er mjög reyndur kennari og dómari og lætur hún gott af sér leiða á jákvæðan hátt hvar sem hún kemur. Hún hefur einnig gefið út bók sem nefnist “Heillaðu hestinn”.

Þórdís Erla Gunnarsdóttir

Þórdís Erla kennir mikið bæði á Íslandi og erlendis, hún er mjög vinsæll kennari í Svíþjóð og býður hún upp á fjölbreytt námskeið heima hjá sér á Grænhóli þar sem hún tekur að sér einstaklinga og hópa í kennslu. Þórdís Erla er góð fyrirmynd þar sem hún þjálfar og sýnir hross Auðsholtshjáleigu og kemur bæði fram í kynbótasýningum og keppni og hefur náð mjög miklum og góðum árangri.

 

 

 

 

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira