Kosning um reiðkennara ársins 2022

25. nóvember 2022

Menntanefnd LH auglýsir netkosningu á reiðkennara ársins 2022. 

Kosningu lýkur á miðnætti fimmtudaginn 1. desember. Það nafn sem verður fyrir valinu verður síðan sent í kosningu á vefsíðu FEIF (FEIF trainer of the year) þann 9-16. janúar 2023. þar sem kosið verður um einn reiðkennara frá hverju FEIF landi. Sigurvegari í FEIF kosningunni verður síðan tilkynntur 3-4. febrúar 2023. 

Sigurvegari íslensku kosningarinnar verður tilkynntur 7. desember 2022. 

Tilnefndir eru: 

Cora Jovanna Claas

Cora rekur heilsárs reiðskóla sérstaklega fyrir börn og fólk sem hefur enga tengingu við hesta eða hestamennsku. Þar er hægt að fá reiðtíma hjá henni sem er mjög mikilvægt fyrir nýliðun í hestamennsku. Hún býður einnig upp á skemmtileg námskeið sem bjóða uppá fjölbreytta reiðmennsku bæði úti og inni.

Henna Sirén

Henna Sirén er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Henna er afar markviss kennari og skipuleggur vel hvern tíma og hvert námskeið. Hún er góður kennari fyrir bæði byrjendur og þjálfaða reiðmenn/keppnisknapa. Hún er glögg og sanngjörn bæði á knapa og hesta og eru miklar framfarir hjá öllum nemendum hennar.

Sigvaldi Lárus Guðmundsson 

Sigvaldi er yfirkennari hæfileikamótunar LH og hefur hann náð góðum árangri með krökkunum í því verkefni. Hann hefur mikinn metnað og er þekktur sem mjög vandvirkur reiðkennari, hann er jákvæður og mildur en samt staðfastur og hreinskilinn. Hann er með mikla reynslu af frumtamningum og keppni og hefur m.a kennt á Hólum. Sigvaldi kennir á öllum stigum reiðmennskunnar allt frá börnum upp í atvinnumenn.

Sonja Noack

Sonja rekur Reiðskólann Hestasnilld þar sem hún stuðlar að nýliðun með því að bjóða uppá námskeið fyrir börn og fullorðna sem eiga ekki hesta. Hún hefur verið virk sem reiðkennari í nokkur ár og er yfirreiðkennari hjá Hestamannafélaginu Herði.

Súsanna Sand Ólafsdóttir

Súsanna er þekkt fyrir jákvætt viðhorf og vinalegar kennlsuaðferðir og leggur hún áherslur á að byggja upp sjálfstraust hjá nemendum. Hún er mjög reyndur kennari og dómari og lætur hún gott af sér leiða á jákvæðan hátt hvar sem hún kemur. Hún hefur einnig gefið út bók sem nefnist “Heillaðu hestinn”.

Þórdís Erla Gunnarsdóttir

Þórdís Erla kennir mikið bæði á Íslandi og erlendis, hún er mjög vinsæll kennari í Svíþjóð og býður hún upp á fjölbreytt námskeið heima hjá sér á Grænhóli þar sem hún tekur að sér einstaklinga og hópa í kennslu. Þórdís Erla er góð fyrirmynd þar sem hún þjálfar og sýnir hross Auðsholtshjáleigu og kemur bæði fram í kynbótasýningum og keppni og hefur náð mjög miklum og góðum árangri.

 

 

 

 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira