Símenntun reiðkennara á Menntadegi A - landsliðsins

30. nóvember 2022

Símenntun reiðkennara LH og FEIF (List of Trainers and Instructors)

Samkvæmt reglum/lögum FEIF eiga allir reiðkennarar (Trainer 1 - 4) sem skráðir eru á reiðkennaralistum FEIF (FEIF Matrix list) að taka þátt í reglulegri símenntun sem samþykkt er af þeirra landssambandi. Frá aðildalöndum er gert að fjarlægja nöfn reiðkennara af listanum sem ekki uppfylla kröfur um endurmenntun/símenntun. 

Menntadagur A-landsliðsins "Leiðin að gullinu" er metinn til símenntunar og telst 8 einingar.

Af hverju símenntun:

  • Til að viðhalda gæðum reiðkennara.
  • Stuðla að reglulegri uppfærslu þekkingar og hæfni reiðkennara.
  • Til að fylgja markmiðum FEIF í þjálfun hesta, reiðkennslu og hestavelferð.
  • Svo svipuðum reglum sé fylgt milli landa.
  • Til að tryggja sambærilegar kröfur milli landa.

Lágmarkskröfur sem LH setur til að halda nafni sínu á reiðkennaralistanum: 

Á þriggja ára tímabili þarf að taka þátt í a.m.k.: 

  • einu tveggja daga símenntunarnámskeiði sem er samþykkt af Menntanefnd LH  eða  að lágmarki taka 16 símenntunareiningar (45 min) samþykktar af Menntanefnd LH.

Til að komast aftur á listann þarf að fara á eitt opinbert símenntunarnámskeið samþykkt af Menntanefnd LH eða FEIF (16 símenntunareiningar)

Kröfur til gildra símenntunarnámskeiða:

  • Opinber námskeið, auglýst og/eða samþykkt sem símenntunarnámskeið af Menntanefnd FEIF eða Menntanefnd LH. 

Skilafrestur:

LH þarf að skila upplýsingum til FEIF fyrir 1. febrúar ár hvert um hvaða nöfn bætast við eða detta út af listanum.  Einfaldast er fyrir reiðkennara að senda inn staðfestingu á símenntun strax og henni er lokið eða á hverju ári þegar við á, þannig uppfærir skrifstofa LH jafnóðum.

Hvað er reiðkennaralisti?/ FEIF Matrix list?

Reiðkennaralistinn er listi sem inniheldur virka reiðkennara og þjálfara og þurfa þeir að sjá til þess sjálfir að þeir séu á þessum lista ef þeir eru virkir með því að senda tilkynningu til LH þar að lútandi. Ef reiðkennarar eru hættir störfum og vilja ekki vera á listanum er hægt að láta taka sig út, og ef engin gögn um endurmenntun er skilað inn á 3ja ára tímabili, verður nafn viðkomandi fjarlægt af listanum. Ef reiðkennari sér að hann er ekki á réttum stað á listanum þá skuli hann samband við LH og láta laga það. Hafi reiðkennari hug á að taka þátt í námskeiði sem ekki hefur verið formlega staðfest sem símenntun af LH, getur hann sótt um að svo verði, áður en námskeiðið á sér stað. 

Flestir starfandi reiðkennarar og þjálfarar sækja sér reglulega símenntun af ýmsu tagi, margir mun meira en þessi lágmarkskrafa sem LH setur. Það er allra hagur að þeir reiðkennarar sem eru á alþjóðlegum listum sem slíkir séu líka virkir og faglega sterkir. Símenntun styður þannig okkur öll.

Staðfestingarskjal:

Hér er hægt að finna staðfestingarskjal  og má prenta út og láta skrifa undir þegar námskeiði er lokið og skila svo í tölvupósti á lh@lhhestar.is eða koma með á skrifstofu LH. 

Viðburðir verða auglýstir sem símenntunarviðburðir og hvaða einingafjölda þeir gefa hér á vefsíðu LH. 

Námskeið/ráðstefnur

LH mun standa fyrir símenntunarnámskeiði árlega. 

Ef einhver vill halda námskeið/ráðstefnu sem gildir sem símenntunarnámskeið má sækja um það til menntanefndar LH. Námskeiðið verður að:

    • vera opinbert og auglýst
    • hafa þema og fræðilegan hluta (þ.e.a.s.  reiðnámskeið einungis verklegt - reiðtímar eru ekki teknir gildir)
    • hafa dagskrá sem endurspeglar innihald námskeiðsins

Sækja má um að fá námskeið/ráðstefnu metið. Krafa er um að það sé gert með góðum fyrirvara fyrir námskeiðið. Senda þarf auglýsingu um námskeiðið og upplýsingar til Menntanefndar LH áður en námskeið hefst. Gott er að senda stutta rökfærslu fyrir hvernig námskeiðið mun nýtast. Dæmi um námskeið sem eru tekin gild:

  • námskeiðið hefur þema sem nýtist í reiðkennslu, og hefur dagskrá sem endurspeglar þema námskeiðsins.
  • námskeiðið er opinbert
  • gild námskeið eru einnig þau símenntunarnámskeið (CPD) sem eru auglýst af öðrum aðilum FEIF
  • gild námskeið geta einnig verið námskeið sem eru ekki innan FEIF eða Íslandshesta heimsins standist þau ofangreindar kröfur. 

Skil gagna:

Það er á ábyrgð reiðkennarans að senda gögn um símenntun sína til skrifstofu LH. Gott viðmið er að senda gögn eigi síðar en um miðjan janúar fyrir árið sem var að líða. 

Árétta skal að þeir sem sækja sér ekki símenntun á þriggja ára tímabili og skila ekki gögnum þar um á réttum tíma verða teknir út af reiðkennaralista FEIF.

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira