Leiðin að gullinu- sýnikennsla í skeiði

1. desember 2022

Leiðin að gullinu

Menntadagur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum

10 desember kl. 10:30-15:30 í TM reiðhöllinni í Víðidal

Missið ekki af frábæru tækifæri til þess að fræðast og fá innblástur frá okkar allra bestu knöpum.

Þetta er einstakt tækfæri fyrir fróðleiksþyrsta hestamenn að koma og læra, hitta hestamenn og fylgjast með veglegri fræðsludagskrá á vegum landsliðsknapa okkar.

Sýnikennslur verða í gangi yfir allann daginn um mismunandi efni, vegleg veitingasala og ýmiss varningur til sölu á staðnum til styrktar landsliðinu.

Í íslenska landsliðinu í hestaíþróttum eru knapar sem hafa algjöra sérstöðu þegar kemur að þjálfun og keppni í skeiðgreinum.

Á kennslusýningunni þann 10 des verða skeiðknaparnir Konráð Valur Sveinsson og Sigursteinn Sumarliðason með sýnikennslu sem fjallar um uppbyggingu og þjálfun kappreiðavekringa. Þeir fjalla um styrk, snerpu og þol skeiðhestsins, þjálfun fyrir kappreiðar og mismunandi áherslu fyrir mismunandi greinar kappreiðaskeiðs.

Hverjar eru áherslur fyrir 100 m skeið? 150 eða 250 m skeið? Fljúgandi start eða rásbásar? Hvað ber að hafa í huga?

Sigursteinn og Krókus frá Dalbæ áttu einn af bestu tímum ársins í 250 m. Skeiði 2022, og Krókus er af mörgum talinn einn alfljótasti skeiðhestur heims í dag.

Konráð Valur er ókrýndur konungur kappreiðaskeiðsins um þessar mundir, skeiðknapi ársins 2022, ríkjandi heimsmeistari í 100 m skeiði og margfaldur landsmóts- og Íslandsmeistari í skeiði.

Elvar Þormarsson og Hans Þór Hilmarsson ætla einnig að halda sýnikennslu um þjálfun og uppbyggingu fyrir gæðingaskeið.

Gæðingaskeiðið er tæknigrein skeiðgreinanna, og snýst um tæknilega útfærslu á því hvernig á að leggja á skeið, aðdraganda, niðurtöku, skeiðkafla og niðurhægingu.

Elvar er ríkjandi Íslandsmeistari í gæðingaskeiði á Fjalladís frá Fornusöndum, og hefur á árinu verið ósigrandi í greininni með himinháar einkunnir.

Hans Þór Hilmarsson hefur á árinu átt hverja stjörnusýninguna á fætur annari í kynbótabrautinni, og setti meðal annars heimsmet í einkunn fyrir hæfileika á Sindra frá Hjarðartúni og var samanlagður sigurvegari skeiðleika Skeiðfélagsins 2022.

Tryggið ykkur miða á www.lhhestar.is

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira