Leiðin að gullinu- sýnikennsla í skeiði

1. desember 2022

Leiðin að gullinu

Menntadagur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum

10 desember kl. 10:30-15:30 í TM reiðhöllinni í Víðidal

Missið ekki af frábæru tækifæri til þess að fræðast og fá innblástur frá okkar allra bestu knöpum.

Þetta er einstakt tækfæri fyrir fróðleiksþyrsta hestamenn að koma og læra, hitta hestamenn og fylgjast með veglegri fræðsludagskrá á vegum landsliðsknapa okkar.

Sýnikennslur verða í gangi yfir allann daginn um mismunandi efni, vegleg veitingasala og ýmiss varningur til sölu á staðnum til styrktar landsliðinu.

Í íslenska landsliðinu í hestaíþróttum eru knapar sem hafa algjöra sérstöðu þegar kemur að þjálfun og keppni í skeiðgreinum.

Á kennslusýningunni þann 10 des verða skeiðknaparnir Konráð Valur Sveinsson og Sigursteinn Sumarliðason með sýnikennslu sem fjallar um uppbyggingu og þjálfun kappreiðavekringa. Þeir fjalla um styrk, snerpu og þol skeiðhestsins, þjálfun fyrir kappreiðar og mismunandi áherslu fyrir mismunandi greinar kappreiðaskeiðs.

Hverjar eru áherslur fyrir 100 m skeið? 150 eða 250 m skeið? Fljúgandi start eða rásbásar? Hvað ber að hafa í huga?

Sigursteinn og Krókus frá Dalbæ áttu einn af bestu tímum ársins í 250 m. Skeiði 2022, og Krókus er af mörgum talinn einn alfljótasti skeiðhestur heims í dag.

Konráð Valur er ókrýndur konungur kappreiðaskeiðsins um þessar mundir, skeiðknapi ársins 2022, ríkjandi heimsmeistari í 100 m skeiði og margfaldur landsmóts- og Íslandsmeistari í skeiði.

Elvar Þormarsson og Hans Þór Hilmarsson ætla einnig að halda sýnikennslu um þjálfun og uppbyggingu fyrir gæðingaskeið.

Gæðingaskeiðið er tæknigrein skeiðgreinanna, og snýst um tæknilega útfærslu á því hvernig á að leggja á skeið, aðdraganda, niðurtöku, skeiðkafla og niðurhægingu.

Elvar er ríkjandi Íslandsmeistari í gæðingaskeiði á Fjalladís frá Fornusöndum, og hefur á árinu verið ósigrandi í greininni með himinháar einkunnir.

Hans Þór Hilmarsson hefur á árinu átt hverja stjörnusýninguna á fætur annari í kynbótabrautinni, og setti meðal annars heimsmet í einkunn fyrir hæfileika á Sindra frá Hjarðartúni og var samanlagður sigurvegari skeiðleika Skeiðfélagsins 2022.

Tryggið ykkur miða á www.lhhestar.is

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira