Miðbæjarreið aflýst

21. maí 2025
Því miður tilkynnist það hér með að Miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga mun að óbreyttu ekki fara fram í ár. Ástæðan er viðburðargjald sem Reykjavíkurborg hyggist innheimta fyrir viðburðinn. Miðbæjarreiðin er að engu leyti tekjuaflandi fyrir LH og er því kostnaðurinn við viðburðinn orðinn slíkur að við sjáum okkur ekki fært að standa undir honum.

Því miður tilkynnist það hér með að Miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga mun að óbreyttu ekki fara fram í ár. Ástæðan er viðburðargjald sem Reykjavíkurborg hyggist innheimta fyrir viðburðinn. Miðbæjarreiðin er að engu leyti tekjuaflandi fyrir LH og er því kostnaðurinn við viðburðinn orðinn slíkur að við sjáum okkur ekki fært að standa undir honum.


Það er leitt að viðburður sem hefur það að markmiði að vekja athygli á Íslenska hestinum og mikilvægi hans í íslenskri menningu og samfélagi geti ekki farið fram.


Miðbæjarreiðin vekur alltaf mikla athygli og eftirtekt bæði innanlands og utan enda borgin þekkt fyrir nálægð sína við ósnortna náttúru. auk þess sem Íslenski hesturinn hefur löngum verið ein af mikilvægustu „auðlindum“ Íslands sérstaklega þegar litið er til ferðamanna sem margir koma hingað gagngert til að berja hann augum. Þá eru fáar höfuðborgir sem státa af jafnmikilli hestamennsku og Reykjavík en þar fór til að mynda fram Landsmót Hestamanna á síðasta ári sem er einn stærsti íþrótta og menningarviðburður sem haldinn er á Íslandi.



Það vekur því bæði undrun og vonbrigði að Reykjavíkurborg hafi ákveðið að setja slíkt gjald á viðburðinn og vonumst við auðvitað til að sú ákvörðun verði endurskoðuð.


Fréttasafn

20. júlí 2025
Úrslit á glæsilegu Íslandsmóti barna og unglinga.
20. júlí 2025
Laugardagur á Íslandsmóti barna og unglinga hófst á keppni í unglinga- og barnaflokki í gæðingakeppni. Þetta voru síðustu greinar í forkeppni mótsins og seinnipartinn fóru fram B-úrslit í öllum flokkum.
19. júlí 2025
Fyrsti Íslandsmeistarinn krýndur á Íslandsmóti barna og unglinga
18. júlí 2025
Nú stendur yfir Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Hafnarfirði
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 16. júlí 2025
Íslandsmót barna- og unglinga 2025
15. júlí 2025
Deild hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands hefur nú birt endanlegan lista yfir þau kynbótahross sem munu mæta fyrir Íslands hönd á kynbótasýningu á HM.
14. júlí 2025
Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk slóu fyrra heimsmet um 0,01 sek.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 9. júlí 2025
Þá hefur landslið Íslands fyrir HM í Sviss verið tilkynnt, en það var gert við hátíðlega athöfn í húsakynnum Icelandair Cargo að Flugvöllum í Hafnarfirði. Eiðfaxi Tv var með beina útsendingu og hægt verður að horfa á viðburðinn á vefnum hjá þeirra.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Landslið Íslands í hestaíþróttum verður kynnt á morgun kl 15:00 og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á EiðfaxaTv Að venju ríkir mikil eftirvænting og hafa Landsliðsþjálfaranir lagt mikla vinnu í að setja saman liðin, um helgina fór svo fram dýralæknaskoðun, auk þess sem knaparnir mátuðu keppnis og æfingafatnað. Allur fatnaður knapa og teymis er styrktur af Topreiter og Lífland.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Í síðustu viku og um helgina fór fram dýralæknaskoðun á þeim hestum og knöpum sem taldir eru líklegastir til að skipa lið Íslands á heimsmeistaramótinu í Sviss.  Nokkuð margir voru kallaðir í skoðun og mátti greinilega skynja eftirvæntingu og spennu. Liðið verður tilkynnt miðvikudaginn 9. júlí, EiðfaxiTv verður með beina útsendingu frá viðburðinum.
Lesa meira