Frábær ferð U21 að Hólum

14. maí 2025

Frábær ferð U21 að Hólum

U21 landsliðishópurinn átti frábæra ferð að Hólum síðastliðinn föstudag. Víkingur Þór Gunnarsson deildarstjóri Hestafræðideildar tók á móti hópnum og fór með þeim yfir sögu skólans og námið sem er í boði. Síðan var gengið um svæðið og sú frábæra aðstaða sem Hólar bjóða upp á skoðuð bæði reiðhallir og hesthús. Þá fengu þau að sjá nýja og glæsilega járningaaðstöðu, sem býður upp á tækifæri til að mennta nemendur enn frekar á því sviði.


Síðan tók Mette Mannseth yfirreiðkennari við hópnum. En hún hafði fengið tvo nemendur við skólan til að sína lokaprófin sín annars vegar nemandi úr áfanga sem heitir Ístaðslausi áfanginn, þar sem riðið er án ístaða einum af skólahestunum og sýnt fimipróf og gantegundapróf inn í reiðhöll. Svo sýndi fyrsta árs nemi lokapróf sem heitir þjálfun reiðhestsins. Á meðan var Mette að útskýra prófatriðin og gaf þetta hópnum góða innsýn inn í námið og fyrirkomulaginu á því. Það var mjög skemmtilegt og mæltist vel fyrir.


Svo var öllum hópnum boðið að gera sætisæfingar með reiðkennurum skólans, þannig að hver og einn knapi fékk um 15 mínútur þar sem farið var yfir ásetuna á brokki og fengu þau öll nytsamlega punkta sem þau geta tekið með sér áfram í sinni hestamennsku og var mikil ánægja með þetta. Æfingunni lauk svo á hávísindalegri keppni þar sem knaparnir kepptu um sín á milli hver myndi sulla minnst úr tveimur vatnsglösum sem þeim voru fengin í hendur, sem vakti mikla lukku og stóð Sigurður Baldur uppi sem sigurvegari.


Að þessu loknu tóku við sýnikennslur hjá Mette og Tóta (Þórarinn Eymundsson, Lektor). Mette tók fyrir gangskiptingar og nýtti þar sinn frábærlega þjálfaða Kalsa frá Þúfum og var virkilega gaman fyrir hópinn að sjá þau vinna saman og fá góðar útskýringar á meðan. Hópur var virkilega áhugasamur og spunnust út frá því alveg gífurlega góðar umræður.


Tóti tók svo við, en hann var með unga tölt hryssu sem hann er að byggja upp fyrir T1. Hann fór vel yfir ábeningarkerfið og til hvers hann er að ætlast af svona ungu hrossi og sýndi bara mjög vel hvað hann er að gera og áherslurnar sem hann leggur upp með. Í framhaldinu mynduðust miklar umræður sem entust bílferðina heim.


Dagurinn endaði svo á Kaffi Krók þar sem Unnur Rún úr stjórn LH og Landsliðsnefnd tók á móti hópnum með dýrindis pizzum.



Heilt yfir frábær ferð sem í senn hristi hópinn saman og brýndi knapana til enn frekari árangurs á komandi keppnistímabili.


Fréttasafn

14. ágúst 2025
Skrifstofa LH er lokuð vegna sumarfría starfsfólks, frá 14. ágúst til 1. september.
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
This is a subtitle for your new post
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
8. ágúst 2025
Forkeppni í fjórgangi er nú lokið. Ísland átt fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki þau Helgu Unu Björnsdóttur og Ósk frá Stað, Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur og Hulinn frá Breiðstöðum og Jóhönnu Margréti Snorradóttur og Össu frá Miðhúsum. Í ungmennaflokk kepptu fyrir Íslands hönd þau Herdís Björg Jóhannsdóttir og Kormákur frá Kvistum og Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka. Herdís og Kormákur riðu á vaðið fyrir hönd íslensku keppendanna en lukkan var ekki í liði með þeim í dag því Kormáki fipaðist á yfirferðinni og útkoman var 5,87. Næst í braut af íslensku keppendunum komu þau Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka en þau voru í feikna stuði og hlutu í einkunn 7,07 og eru önnur inn A-úrslit ungmenna. Þriðjar í braut íslensku keppendanna voru þær Helga Una Björnsdóttir og Ósk frá Stað með stórglæsilega sýningu sem skilaði þeim 7,47 og beint inn í A-úrslit. Fjórðu í braut af íslensku keppendunum voru síðan Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Hulinn frá Breiðstöðum en því miður missti Hulinn skeifu og þau hlutu ekki einkunn. Fimmtu í braut komu loks Jóhanna Margrét Snorradóttir og Assa frá Miðhúsum og enduðu þær með 7,07 og lönduðu þar með sæti í B-úrlitum. Af íslensku knöpunum eigum við því í fullorðinsflokki einn í A-úrslitum og einn í B-úrslitum, og í ungmennaflokki er einn í A-úrslitum. Anne Stine Haugen og Hæmir frá Hyldsbæk leiða fullorðinsflokkinn með yfirburðum en þau hlutu hvorki meira né minna en 8,20 fyrir sína mögnuðu sýningu en þau keppa fyrir hönd Noregs. Eiðfaxi hitti Anne Stine eftir þeirra sýnungu sem sjá má á fréttasíðu Eiðfaxa en hjá Eiðfaxa er að finna fjölmörg stórskemmtileg viðtöl við knapa að loknum sýningum sem og gesti og gangandi. Næst á dagskrá er yfirlit fyrir 7 vetra og eldri hryssur og stóðhesta. Þar eigum við tvo fulltrúa þau Eind frá Grafarkoti, sýnandi Bjarni Jónasson og Hljóm frá Auðsholtshjáleigu, sýnandi Árni Björn Pálsson. Eind hlaut 8,41 í fordómi og var þriðja hæst í sínum flokki. Hljómur frá Auðsholtshjáleigu var hæstur í sínum flokki eftir fordóm með 8,77 í aðaleinkunn. Það verður því einkar spennandi að fygjast með þeim á eftir.  Í kvöld fara svo fram seinni tveir sprettirnir í 250m skeiði. Þar eigum við fimm fulltrúa og sem stendur eiga þau Kristján Árni Birgisson og Krafla frá Syðri-Rauðalæk besta tímann í ungmennaflokk en þau hlupu á tímanum 22,38 sek. Í fullorðinsflokki eiga þeir Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ annan besta tímann eða 21,97 sek. Það verður því spennandi að sjá hvernig þeim og restinni af íslenska hópnum gengur í kvöld.
Lesa meira