Frábær ferð U21 að Hólum

14. maí 2025

Frábær ferð U21 að Hólum

U21 landsliðishópurinn átti frábæra ferð að Hólum síðastliðinn föstudag. Víkingur Þór Gunnarsson deildarstjóri Hestafræðideildar tók á móti hópnum og fór með þeim yfir sögu skólans og námið sem er í boði. Síðan var gengið um svæðið og sú frábæra aðstaða sem Hólar bjóða upp á skoðuð bæði reiðhallir og hesthús. Þá fengu þau að sjá nýja og glæsilega járningaaðstöðu, sem býður upp á tækifæri til að mennta nemendur enn frekar á því sviði.


Síðan tók Mette Mannseth yfirreiðkennari við hópnum. En hún hafði fengið tvo nemendur við skólan til að sína lokaprófin sín annars vegar nemandi úr áfanga sem heitir Ístaðslausi áfanginn, þar sem riðið er án ístaða einum af skólahestunum og sýnt fimipróf og gantegundapróf inn í reiðhöll. Svo sýndi fyrsta árs nemi lokapróf sem heitir þjálfun reiðhestsins. Á meðan var Mette að útskýra prófatriðin og gaf þetta hópnum góða innsýn inn í námið og fyrirkomulaginu á því. Það var mjög skemmtilegt og mæltist vel fyrir.


Svo var öllum hópnum boðið að gera sætisæfingar með reiðkennurum skólans, þannig að hver og einn knapi fékk um 15 mínútur þar sem farið var yfir ásetuna á brokki og fengu þau öll nytsamlega punkta sem þau geta tekið með sér áfram í sinni hestamennsku og var mikil ánægja með þetta. Æfingunni lauk svo á hávísindalegri keppni þar sem knaparnir kepptu um sín á milli hver myndi sulla minnst úr tveimur vatnsglösum sem þeim voru fengin í hendur, sem vakti mikla lukku og stóð Sigurður Baldur uppi sem sigurvegari.


Að þessu loknu tóku við sýnikennslur hjá Mette og Tóta (Þórarinn Eymundsson, Lektor). Mette tók fyrir gangskiptingar og nýtti þar sinn frábærlega þjálfaða Kalsa frá Þúfum og var virkilega gaman fyrir hópinn að sjá þau vinna saman og fá góðar útskýringar á meðan. Hópur var virkilega áhugasamur og spunnust út frá því alveg gífurlega góðar umræður.


Tóti tók svo við, en hann var með unga tölt hryssu sem hann er að byggja upp fyrir T1. Hann fór vel yfir ábeningarkerfið og til hvers hann er að ætlast af svona ungu hrossi og sýndi bara mjög vel hvað hann er að gera og áherslurnar sem hann leggur upp með. Í framhaldinu mynduðust miklar umræður sem entust bílferðina heim.


Dagurinn endaði svo á Kaffi Krók þar sem Unnur Rún úr stjórn LH og Landsliðsnefnd tók á móti hópnum með dýrindis pizzum.



Heilt yfir frábær ferð sem í senn hristi hópinn saman og brýndi knapana til enn frekari árangurs á komandi keppnistímabili.


Fréttasafn

30. september 2025
Sigurbjörn Eiríksson er nýr formaður landsliðsnefndar LH
25. september 2025
Dagur þjálfarans
10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
Lesa meira