Frábær ferð U21 að Hólum

Jónína Sif Eyþórsdóttir • 14. maí 2025

Frábær ferð U21 að Hólum

U21 landsliðishópurinn átti frábæra ferð að Hólum síðastliðinn föstudag. Víkingur Þór Gunnarsson deildarstjóri Hestafræðideildar tók á móti hópnum og fór með þeim yfir sögu skólans og námið sem er í boði. Síðan var gengið um svæðið og sú frábæra aðstaða sem Hólar bjóða upp á skoðuð bæði reiðhallir og hesthús. Þá fengu þau að sjá nýja og glæsilega járningaaðstöðu, sem býður upp á tækifæri til að mennta nemendur enn frekar á því sviði.


Síðan tók Mette Mannseth yfirreiðkennari við hópnum. En hún hafði fengið tvo nemendur við skólan til að sína lokaprófin sín annars vegar nemandi úr áfanga sem heitir Ístaðslausi áfanginn, þar sem riðið er án ístaða einum af skólahestunum og sýnt fimipróf og gantegundapróf inn í reiðhöll. Svo sýndi fyrsta árs nemi lokapróf sem heitir þjálfun reiðhestsins. Á meðan var Mette að útskýra prófatriðin og gaf þetta hópnum góða innsýn inn í námið og fyrirkomulaginu á því. Það var mjög skemmtilegt og mæltist vel fyrir.


Svo var öllum hópnum boðið að gera sætisæfingar með reiðkennurum skólans, þannig að hver og einn knapi fékk um 15 mínútur þar sem farið var yfir ásetuna á brokki og fengu þau öll nytsamlega punkta sem þau geta tekið með sér áfram í sinni hestamennsku og var mikil ánægja með þetta. Æfingunni lauk svo á hávísindalegri keppni þar sem knaparnir kepptu um sín á milli hver myndi sulla minnst úr tveimur vatnsglösum sem þeim voru fengin í hendur, sem vakti mikla lukku og stóð Sigurður Baldur uppi sem sigurvegari.


Að þessu loknu tóku við sýnikennslur hjá Mette og Tóta (Þórarinn Eymundsson, Lektor). Mette tók fyrir gangskiptingar og nýtti þar sinn frábærlega þjálfaða Kalsa frá Þúfum og var virkilega gaman fyrir hópinn að sjá þau vinna saman og fá góðar útskýringar á meðan. Hópur var virkilega áhugasamur og spunnust út frá því alveg gífurlega góðar umræður.


Tóti tók svo við, en hann var með unga tölt hryssu sem hann er að byggja upp fyrir T1. Hann fór vel yfir ábeningarkerfið og til hvers hann er að ætlast af svona ungu hrossi og sýndi bara mjög vel hvað hann er að gera og áherslurnar sem hann leggur upp með. Í framhaldinu mynduðust miklar umræður sem entust bílferðina heim.


Dagurinn endaði svo á Kaffi Krók þar sem Unnur Rún úr stjórn LH og Landsliðsnefnd tók á móti hópnum með dýrindis pizzum.



Heilt yfir frábær ferð sem í senn hristi hópinn saman og brýndi knapana til enn frekari árangurs á komandi keppnistímabili.


Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 14. maí 2025
Ágúst Örn vann hnakkinn!
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 14. maí 2025
Upplýsingar fyrir keppendur 16-21 vegna U21 
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Lesa meira

Styrktaraðilar