Ágúst Örn vann hnakkinn!

Jónína Sif Eyþórsdóttir • 14. maí 2025

Ágúst Örn vann hnakkinn!

Aðalvinningur í happdrætti Allra Sterkustu Topreiter 961 hnakkur - frá Líflandi og Topreiter var dreginn á miða nr 1494. Vinningshafinn er Ágúst Örn Sigurðsson og kom hann í dag að sækja vinninginn. 

Innilega til hamingju!

 

Enn eru ósóttir vinningar hér á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal, endilega hafið samband ef þið eruð með vinningsmiða í fórum ykkar.

Þeir sem keyptu miða í vefverslun hafa fengið miðana senda í pósti. 

Við viljum þakka styrktaraðilum happdrættisins kærlega fyrir ómetanlegan stuðning og öllum þeim sem keyptu miða.




Vinningar eru á eftirtöldum númerum:

1494 Topreiter 961 hnakkur - frá Líflandi og Topreiter
1508 Hótel Rangá - Gisting fyrir tvo ásamt þriggja rétta sælkerakvöldverði og kampavínsmorgunverði
468 VerdiTravel 50.000 kr gjafabréf upp í ferð að eigin vali
1305 Vikupassi á HM 2025 í Sviss
1533 Vikupassi á HM 2025 í Sviss
73 Vikupassi á HM 2025 í Sviss
98 Vikupassi á HM 2025 í Sviss
395 Vikupassi á HM 2025 í Sviss
1003 Vikupassi á HM 2025 í Sviss
768 Prentuð ljósmynd frá Gígju ljósmyndara
1574 Skartgripur frá SIGN
1151 Góðgerlar frá Protexin Equine Premium – Gut Balancer, Acid Ease og Quick Fix
70 Góðgerlar frá Protexin Equine Premium – Gut Balancer, Acid Ease og Quick Fix
1575 Góðgerlar frá Protexin Equine Premium – Gut Balancer, Acid Ease og Quick Fix
1064 Góðgerlar frá Protexin Equine Premium – Gut Balancer, Acid Ease og Quick Fix
800 Góðgerlar frá Protexin Equine Premium – Gut Balancer, Acid Ease og Quick Fix
1321 Gjafabréf sem gildir í öllum verslunum S4S (Ellingsen ofl.) að verðmæti 20.000
864 Gjafabréf í ELKO að verðmæti 10.000
391 Gjafabréf í ELKO að verðmæti 10.000
1722 Árs aðgangur að HorseDay appinu
145 Blue Lagoon skincare
1239 Blue Lagoon skincare
1088 Premium aðgangur fyrir tvo í Bláa lónið
1542 Vikupassi á Landsmót 2026
1374 Tommy Hilfiger ábreiða frá Ástund
804 Reiðtími hjá Daníel Gunnarssyni
1657 Reiðtími hjá Þórarni Ragnarssyni
1073 Reiðtími hjá Jóhönnu Margréti Snorradóttur
838 Reiðtími hjá Guðmundu Ellen Sigurðardóttur
1613 Reiðtími hjá Benedikt Ólafssyni
1569 Reiðtími hjá Elvari Þormarssyni


Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 14. maí 2025
Frábær ferð U21 að Hólum
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 14. maí 2025
Upplýsingar fyrir keppendur 16-21 vegna U21 
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Lesa meira

Styrktaraðilar