Ágúst Örn vann hnakkinn!

14. maí 2025

Ágúst Örn vann hnakkinn!

Aðalvinningur í happdrætti Allra Sterkustu Topreiter 961 hnakkur - frá Líflandi og Topreiter var dreginn á miða nr 1494. Vinningshafinn er Ágúst Örn Sigurðsson og kom hann í dag að sækja vinninginn. 

Innilega til hamingju!

 

Enn eru ósóttir vinningar hér á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal, endilega hafið samband ef þið eruð með vinningsmiða í fórum ykkar.

Þeir sem keyptu miða í vefverslun hafa fengið miðana senda í pósti. 

Við viljum þakka styrktaraðilum happdrættisins kærlega fyrir ómetanlegan stuðning og öllum þeim sem keyptu miða.




Vinningar eru á eftirtöldum númerum:

1494 Topreiter 961 hnakkur - frá Líflandi og Topreiter
1508 Hótel Rangá - Gisting fyrir tvo ásamt þriggja rétta sælkerakvöldverði og kampavínsmorgunverði
468 VerdiTravel 50.000 kr gjafabréf upp í ferð að eigin vali
1305 Vikupassi á HM 2025 í Sviss
1533 Vikupassi á HM 2025 í Sviss
73 Vikupassi á HM 2025 í Sviss
98 Vikupassi á HM 2025 í Sviss
395 Vikupassi á HM 2025 í Sviss
1003 Vikupassi á HM 2025 í Sviss
768 Prentuð ljósmynd frá Gígju ljósmyndara
1574 Skartgripur frá SIGN
1151 Góðgerlar frá Protexin Equine Premium – Gut Balancer, Acid Ease og Quick Fix
70 Góðgerlar frá Protexin Equine Premium – Gut Balancer, Acid Ease og Quick Fix
1575 Góðgerlar frá Protexin Equine Premium – Gut Balancer, Acid Ease og Quick Fix
1064 Góðgerlar frá Protexin Equine Premium – Gut Balancer, Acid Ease og Quick Fix
800 Góðgerlar frá Protexin Equine Premium – Gut Balancer, Acid Ease og Quick Fix
1321 Gjafabréf sem gildir í öllum verslunum S4S (Ellingsen ofl.) að verðmæti 20.000
864 Gjafabréf í ELKO að verðmæti 10.000
391 Gjafabréf í ELKO að verðmæti 10.000
1722 Árs aðgangur að HorseDay appinu
145 Blue Lagoon skincare
1239 Blue Lagoon skincare
1088 Premium aðgangur fyrir tvo í Bláa lónið
1542 Vikupassi á Landsmót 2026
1374 Tommy Hilfiger ábreiða frá Ástund
804 Reiðtími hjá Daníel Gunnarssyni
1657 Reiðtími hjá Þórarni Ragnarssyni
1073 Reiðtími hjá Jóhönnu Margréti Snorradóttur
838 Reiðtími hjá Guðmundu Ellen Sigurðardóttur
1613 Reiðtími hjá Benedikt Ólafssyni
1569 Reiðtími hjá Elvari Þormarssyni


Fréttasafn

14. ágúst 2025
Skrifstofa LH er lokuð vegna sumarfría starfsfólks, frá 14. ágúst til 1. september.
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
This is a subtitle for your new post
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
8. ágúst 2025
Forkeppni í fjórgangi er nú lokið. Ísland átt fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki þau Helgu Unu Björnsdóttur og Ósk frá Stað, Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur og Hulinn frá Breiðstöðum og Jóhönnu Margréti Snorradóttur og Össu frá Miðhúsum. Í ungmennaflokk kepptu fyrir Íslands hönd þau Herdís Björg Jóhannsdóttir og Kormákur frá Kvistum og Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka. Herdís og Kormákur riðu á vaðið fyrir hönd íslensku keppendanna en lukkan var ekki í liði með þeim í dag því Kormáki fipaðist á yfirferðinni og útkoman var 5,87. Næst í braut af íslensku keppendunum komu þau Védís Huld Sigurðardóttir og Ísak frá Þjórsárbakka en þau voru í feikna stuði og hlutu í einkunn 7,07 og eru önnur inn A-úrslit ungmenna. Þriðjar í braut íslensku keppendanna voru þær Helga Una Björnsdóttir og Ósk frá Stað með stórglæsilega sýningu sem skilaði þeim 7,47 og beint inn í A-úrslit. Fjórðu í braut af íslensku keppendunum voru síðan Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Hulinn frá Breiðstöðum en því miður missti Hulinn skeifu og þau hlutu ekki einkunn. Fimmtu í braut komu loks Jóhanna Margrét Snorradóttir og Assa frá Miðhúsum og enduðu þær með 7,07 og lönduðu þar með sæti í B-úrlitum. Af íslensku knöpunum eigum við því í fullorðinsflokki einn í A-úrslitum og einn í B-úrslitum, og í ungmennaflokki er einn í A-úrslitum. Anne Stine Haugen og Hæmir frá Hyldsbæk leiða fullorðinsflokkinn með yfirburðum en þau hlutu hvorki meira né minna en 8,20 fyrir sína mögnuðu sýningu en þau keppa fyrir hönd Noregs. Eiðfaxi hitti Anne Stine eftir þeirra sýnungu sem sjá má á fréttasíðu Eiðfaxa en hjá Eiðfaxa er að finna fjölmörg stórskemmtileg viðtöl við knapa að loknum sýningum sem og gesti og gangandi. Næst á dagskrá er yfirlit fyrir 7 vetra og eldri hryssur og stóðhesta. Þar eigum við tvo fulltrúa þau Eind frá Grafarkoti, sýnandi Bjarni Jónasson og Hljóm frá Auðsholtshjáleigu, sýnandi Árni Björn Pálsson. Eind hlaut 8,41 í fordómi og var þriðja hæst í sínum flokki. Hljómur frá Auðsholtshjáleigu var hæstur í sínum flokki eftir fordóm með 8,77 í aðaleinkunn. Það verður því einkar spennandi að fygjast með þeim á eftir.  Í kvöld fara svo fram seinni tveir sprettirnir í 250m skeiði. Þar eigum við fimm fulltrúa og sem stendur eiga þau Kristján Árni Birgisson og Krafla frá Syðri-Rauðalæk besta tímann í ungmennaflokk en þau hlupu á tímanum 22,38 sek. Í fullorðinsflokki eiga þeir Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ annan besta tímann eða 21,97 sek. Það verður því spennandi að sjá hvernig þeim og restinni af íslenska hópnum gengur í kvöld.
Lesa meira