Upplýsingar fyrir keppendur 16-21 vegna U21

Jónína Sif Eyþórsdóttir • 14. maí 2025

Upplýsingar fyrir keppendur 16-21 vegna U21



Hekla Katharína Kristinsdóttir landsliðsþjálfari U21 árs landsliðsins í hestaíþróttum hvetur þá sem eru eru að stefna að þátttöku á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss á aldrinum 16-21 árs, en eru ekki í landsliðshópnum sjálfum að sækja um á eftirfarandi eyðublaði og láta þannig vita af sér til þjálfara liðsins.


Með þessum hætti getur landsliðsþjálfari haldið góðri yfirsýn og jafnvel verið þessum aðilum innan handar á einhvern hátt.

Vert er að vekja athygli á því að landsliðshópurinn verður opinn fram að lokavali og mun landsliðsþjálfari ekki hika við að taka inn pör sem á keppnistímabilinu ná þannig árangri í sínum greinum að þau geri sig líkleg í lokahóp fyrir HM.


Gott er að benda á að landsliðsþjálfari mun fylgjast sérstaklega vel með Reykjavíkurmeistaramóti og Íslandsmóti ungmenna.

Mikilvægt er að þeir sem enn keppa í unglingaflokki (16 og 17 ára) keppi í greinum sem gilda til vals í hópinn, þeas T1, T2, V1, F1, PP1, P1 og P2.


Ef ekki er boðið uppá þessar greinar í unglingaflokki þarf parið að keppa upp fyrir sig í ungmennaflokki.


Umsóknareyðublað



Áfram Ísland 



Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 14. maí 2025
Frábær ferð U21 að Hólum
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 14. maí 2025
Ágúst Örn vann hnakkinn!
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Lesa meira

Styrktaraðilar