Upplýsingar fyrir keppendur 16-21 vegna U21

14. maí 2025

Upplýsingar fyrir keppendur 16-21 vegna U21



Hekla Katharína Kristinsdóttir landsliðsþjálfari U21 árs landsliðsins í hestaíþróttum hvetur þá sem eru eru að stefna að þátttöku á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss á aldrinum 16-21 árs, en eru ekki í landsliðshópnum sjálfum að sækja um á eftirfarandi eyðublaði og láta þannig vita af sér til þjálfara liðsins.


Með þessum hætti getur landsliðsþjálfari haldið góðri yfirsýn og jafnvel verið þessum aðilum innan handar á einhvern hátt.

Vert er að vekja athygli á því að landsliðshópurinn verður opinn fram að lokavali og mun landsliðsþjálfari ekki hika við að taka inn pör sem á keppnistímabilinu ná þannig árangri í sínum greinum að þau geri sig líkleg í lokahóp fyrir HM.


Gott er að benda á að landsliðsþjálfari mun fylgjast sérstaklega vel með Reykjavíkurmeistaramóti og Íslandsmóti ungmenna.

Mikilvægt er að þeir sem enn keppa í unglingaflokki (16 og 17 ára) keppi í greinum sem gilda til vals í hópinn, þeas T1, T2, V1, F1, PP1, P1 og P2.


Ef ekki er boðið uppá þessar greinar í unglingaflokki þarf parið að keppa upp fyrir sig í ungmennaflokki.


Umsóknareyðublað


Áfram Ísland 



Sækja um


Kynning á áhugasömum v. U21

Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 2. júlí 2025
Í dag eru 32 dagar í að HM í hestaíþróttum hefjist og óhætt að segja að farið sé að örla á töluverðri eftirvæntingu með hestaáhuga fólks, en ekki síst meðal þeirra knapa sem standa nú með tærnar rétt við rás markið og bíða þess og vona að verða kallaðir inn í hópinn, en línurnar eru að skýrast með það nú þegar Íslandsmóti er rétt lokið.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. júní 2025
Það má segja að það hafi kristallast í úrslitum Íslandsmóts í dag á hversu háu stigi íþróttakeppnin er. Litlu munar á milli knapa í flestum greinum og heilt yfir frábært mót og sterk úrslit. Veðrið lék ekki við keppendur í byrjun dags en átti heldur betur eftir batna þegar leið á daginn og lauk frábæru móti í fallegu Íslensku sumarveðri.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. júní 2025
Dásamlegur dagur að baki á Brávöllum, Selfossi þar sem veðrið lék við keppendur á Íslandsmótinu í hestaíþróttum.  Dagurinn hófst af krafti þegar seinni tveir sprettirnir í 250m skeiði fóru fram en þar gerðu þeir Konráður Valur og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk sér lítið fyrir og settu nýtt heimsmet þegar þeir fóru brautina á einungis 21,06 sek. Fyrra heimsmet var 21,07 sek.
27. júní 2025
Jón Ársæll leiðir keppni í Fimmgang, Fjórgang, Tölti og Slaktaumatölti ungmenna.
Eftir Berglind Karlsdóttir 27. júní 2025
Jón Ársæll leiðir líka í fimmgangi
Eftir Berglind Karlsdóttir 27. júní 2025
Tilkynning frá stjórn LH um þátttökurétt á Fjórðungsmóti Vesturlands
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 26. júní 2025
Kristján Árni og Súla frá Kanastöðum eru Íslandsmeistarar í ungmennaflokki, annað árið í röð.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 25. júní 2025
Nú stendur yfir Íslandsmót í hestaíþróttum á Brávöllum, Selfossi. Mótið hófst á keppni í fjórgangi.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 25. júní 2025
Icelandair Cargo hefur áratuga reynslu af hestaflutningum á milli landa og hefur um margra ára skeið verið einn okkar sterkustu bakhjarla, í apríl síðastliðinn var skrifað undir styrktarsamning til tveggja ára, milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Icelandair Cargo.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 25. júní 2025
Áhugamannamót Íslands 2025 – Þrír dagar af hestamennsku, gleði og samveru
Lesa meira