Stóðhestavelta landsliðsins

Berglind Karlsdóttir • 19. apríl 2023

Afreksstarfi LH er að miklu leiti haldið uppi af velvild einstaklinga og fyrirtækja í formi styrkja. Stóðhestaeigendur sem gefa tolla í stóðhestaveltu landsliðsins eru þannig einn mikilvægasti bakhjarl landsliðs Íslands í hestaíþróttum, U21 landsliðsins og Hæfileikamótunar LH.

Sala í hinni árlegu stóðhestaveltu landsliðsins er hafin í vefverslun LH. Verð á hverjum miða í stóðhestaveltunni er 65.000 kr. og á hverjum miða er einn tollur undir einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins, girðinga- eða húsgjald er ekki innifalið.

Við kynnum næstu hesta til leiks:

Guttormur frá Dallandi 8,61
Guttormur hefur hlotið 8,44 fyrir sköpulag, þar af 9,0 fyrir réttleika og hófa og hann hefur hlotið 8,70 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, skeið og samstarfsvilja.

Ölur frá Reykjavöllum 8,37
Ölur frá Reykjavöllum hefur hlotið fyrir sköpulag 8,37, þar af 9 fyrir prúðleika, og 8,36 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir hægt tölt og 8,5 fyrir alla aðra þætti hæfileikdóms nema fet. Ölur hefur jafnframt átt frábæran keppnisárangur í fimmgangi.

Auga-Steinn frá Árbæ 8,27
Auga-Steinn hefur hlotið fyrir sköpulag 8,21 og 8,30 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir fet og 8,5 fyrir tölt, hægt stökk og samstarfsvilja.

Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum 8,38
Hraunhamar hefur hlotið 8,45 fyrir sköpulag, þar af 9,0 fyrir háls/herðar/bóga og samræmi, og hann hefur hlotið 8,35 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir tölt, 9,0 fyrir hægt tölt, brokk, hægt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið.

Útherji frá Blesastöðum 8,32
Útherji frá Blesastöðum er hátt dæmdur klárhestur með 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag í kynbótadómi. Fyrir sköpulag hefur hann m.a. hlotið 9,5 fyrir bak og lend.

Amadeus frá Þjóðólfshaga 8,15
Amadeus hefur hlotið 8,44 fyrir sköpulag, þar af 9,0 fyrir bak og lend og hófa og hann hefur hlotið 7,99 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir brokk og 9,0 fyrir tölt.

Blesi frá Heysholti 8,48
Blesi hefur hlotið fyrstu verðlaun í kynbótadómi. Fyrir byggingu er Blesi með hvorki meira né minna en 8.58 og þar af 10 fyrir prúðleika, 8.5 fyrir háls/herðar og bóga, bak og lend, samræmi, fótagerð, réttleika og 9.0 fyrir hófa. Fyrir hæfileika er Blesi með 8.42, 8.5 fyrir tölt, 9 fyrir skeið með lýsingunni ferðmikið, sterk yfirlína, taktgott, öruggt. Einnig hefur Blesi hlotið 8.5 hægt tölt, greitt stökk og fegurð í reið og 9 fyrir samstarfsvilja.

Hákon frá Ragnheiðarstöðum 7,97 og 1. verðl. f. afkvæmi
Hákon frá Ragnheiðarstöðum hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2018. Hann hefur gefið mörg hátt dæmd afkvæmi, þar á meðal er Ljósvaki frá Valstrýtu.

Eldur frá Bjarghúsum 8,35
Eldur frá Bjarghúsum er hátt dæmdur klárhestur með 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið í kynbótadómi.

Viskusteinn f Íbishóli 8,3 2
Viskusteinn hefur hlotið 8,26 fyrir sköpulag, þar af 9,0 fyrir hófa og hann hefur hlotið 8,35 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir tölt, 9,0 brokk, samstarfsvilja og fegurð í reið.



Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Kæru hestamenn, takk kærlega fyrir samveruna og samvinnuna í kringum ALLRA STERKUSTU. Viðburðurinn heppnaðist vel og skiptir það sköpum fyrir landsliðin að finna þenna mikla áhuga og stuðning úr greininni. Viðburður eins og þessi gerist ekki að sjáflum sér. Að baki honum standa óteljandi klukkustundir sem sjálfboðaliðar hafa ljáð verkefninu, fullt af fyrirtækjum hafa lagt til fjármuni eða aðföng og stóðhestaeigendur sem hafa gefið tolla í stóðhestaveltuna. Þá hefur stjórn, skrifstofa, landsliðsnefnd, framkvæmdanefnd, landsliðsþjálfarar og landsliðsknaparnir sjálfir lagt dag við nótt að undirbúa og framkvæma þennan glæsilega viðburð.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Ný stikuð leið frá Dalakofa í Landmannahelli. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Hestamannafélaginu Geysi styrk á síðasta ári til að stika svokallaðan Dalastíg. Leiðin þykir gífurlega falleg en er bæði brött og villugjörn og því miklar úrbætur að fá leiðina betur merkta og skráða.
Lesa meira

Styrktaraðilar