FEIF YOUTH CUP 2024

14. febrúar 2024

Hinn geysivinsæli viðburður FEIF Youth Cup 2024 fer að þessu sinni fram í Sviss dagana 13. til 20. júlí. Viðburðurinn fyrir knapa á aldrinum 14-17 ára sem vilja öðlast keppnisreynslu á erlendri grundu. Þetta er einnig frábært tækifæri til kynnast ungum og efnilegum knöpum frá öðrum löndum. Áhersla FEIF Youth Cup er á teymisvinnu, íþróttamennsku, bætta reiðfærni og vináttu þvert á menningu.

Ísland á 7 sæti á Youth Cup en umsóknar frestur er til 1. apríl. Umsóknir skulu sendar á aeska@lhhestar.is. Í umsókninni þarf að koma fram nafn, heimilisfang, símanúmer, aldur, hestamannafélag og keppnisreynsla knapa sem og nafn, símanúmer og netfang forráðamanna. Þá þurfa að koma fram upplýsingar um enskukunnáttu umsækjenda auk þess sem þeir eru beðnir um að segja svolítið frá sér og af hverju þeir hafa áhuga á þátttöku í Youth Cup. Íslenskir keppendur fá leigðan hest á meðan á mótinu stendur sem æskulýðsnefnd LH hefur milligöngu um að útvega.

Íslenska hópnum mun fylgja fararstjórar úr Æskulýðsnefnd LH.

Þátttökukostnaður er: 1065€ inn í því er gisting, fæði, kennsla, hesthúsapláss og skráningargjöld.

Þess utan þarf að greiða fyrir leigu á hesti, flug og aðrar samgöngur til og frá mótsstað og umframgistingu, þar sem hópurinn gæti þurft að fara fyrr út til að prófa og para saman hesta og knapa.

Frekari upplýsingar má nálgast í meðfylgjandi skjali (smellið á mynd til að opna).

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira